Aðeins líflegri og frjálsari en áður Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. ágúst 2014 11:00 Ragnar blandar saman skúlptúr og málverki í list sinni. Fréttablaðið/Arnþór „Ég er í miðri uppsetningu og enn að ákveða hvað ég er að gera,“ segir Ragnar Jónsson myndlistarmaður hlæjandi, þar sem hann er staddur í galleríinu Þoku á Laugavegi 25. Hann opnar myndlistarsýningu þar í dag klukkan 16. Ragnar blandar saman skúlptúr og málverki. „Ég vinn með málningu sem efni sem ég beygi, brýt og sker niður. Þeir sem hafa fylgst með sýningum mínum þekkja það en núna er ég með nýjar útgáfur, aðeins líflegri og frjálsari,“ segir hann. Ragnar er fertugur, uppalinn Reykvíkingur en hefur búið í Skotlandi síðustu ár. Útskrifaðist úr meistaranámi frá Glasgow School of Art árið 2008 og hefur starfað í Glasgow síðan, bæði sjálfstætt og fyrir aðra myndlistarmenn. Skyldi vera auðvelt að lifa af listinni þar? „Já, skoska listaráðið er öflugt og sér um styrkveitingar bæði til safna og gallería. Þetta mundi ekki ganga öðruvísi. Það kaupir enginn myndlist í Skotlandi. Þar snýst allt um sýningar en ekki sölu sem er í sjálfu sér fínt upp á myndlistina að gera. Þá er fólk ekki að elta peninga, bara að búa til myndlist og setja upp metnaðarfullar sýningar.“ Ragnar hefur þurft að setja listaverkin sín saman að nokkru leyti eftir að hann kom til landsins. „Þetta er hálfgert origami hjá mér,“ segir hann glaðlega. „Innflutningur á list hingað er dýr og því verður maður að vera svolítið sniðugur.“ Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég er í miðri uppsetningu og enn að ákveða hvað ég er að gera,“ segir Ragnar Jónsson myndlistarmaður hlæjandi, þar sem hann er staddur í galleríinu Þoku á Laugavegi 25. Hann opnar myndlistarsýningu þar í dag klukkan 16. Ragnar blandar saman skúlptúr og málverki. „Ég vinn með málningu sem efni sem ég beygi, brýt og sker niður. Þeir sem hafa fylgst með sýningum mínum þekkja það en núna er ég með nýjar útgáfur, aðeins líflegri og frjálsari,“ segir hann. Ragnar er fertugur, uppalinn Reykvíkingur en hefur búið í Skotlandi síðustu ár. Útskrifaðist úr meistaranámi frá Glasgow School of Art árið 2008 og hefur starfað í Glasgow síðan, bæði sjálfstætt og fyrir aðra myndlistarmenn. Skyldi vera auðvelt að lifa af listinni þar? „Já, skoska listaráðið er öflugt og sér um styrkveitingar bæði til safna og gallería. Þetta mundi ekki ganga öðruvísi. Það kaupir enginn myndlist í Skotlandi. Þar snýst allt um sýningar en ekki sölu sem er í sjálfu sér fínt upp á myndlistina að gera. Þá er fólk ekki að elta peninga, bara að búa til myndlist og setja upp metnaðarfullar sýningar.“ Ragnar hefur þurft að setja listaverkin sín saman að nokkru leyti eftir að hann kom til landsins. „Þetta er hálfgert origami hjá mér,“ segir hann glaðlega. „Innflutningur á list hingað er dýr og því verður maður að vera svolítið sniðugur.“
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira