Aðeins líflegri og frjálsari en áður Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. ágúst 2014 11:00 Ragnar blandar saman skúlptúr og málverki í list sinni. Fréttablaðið/Arnþór „Ég er í miðri uppsetningu og enn að ákveða hvað ég er að gera,“ segir Ragnar Jónsson myndlistarmaður hlæjandi, þar sem hann er staddur í galleríinu Þoku á Laugavegi 25. Hann opnar myndlistarsýningu þar í dag klukkan 16. Ragnar blandar saman skúlptúr og málverki. „Ég vinn með málningu sem efni sem ég beygi, brýt og sker niður. Þeir sem hafa fylgst með sýningum mínum þekkja það en núna er ég með nýjar útgáfur, aðeins líflegri og frjálsari,“ segir hann. Ragnar er fertugur, uppalinn Reykvíkingur en hefur búið í Skotlandi síðustu ár. Útskrifaðist úr meistaranámi frá Glasgow School of Art árið 2008 og hefur starfað í Glasgow síðan, bæði sjálfstætt og fyrir aðra myndlistarmenn. Skyldi vera auðvelt að lifa af listinni þar? „Já, skoska listaráðið er öflugt og sér um styrkveitingar bæði til safna og gallería. Þetta mundi ekki ganga öðruvísi. Það kaupir enginn myndlist í Skotlandi. Þar snýst allt um sýningar en ekki sölu sem er í sjálfu sér fínt upp á myndlistina að gera. Þá er fólk ekki að elta peninga, bara að búa til myndlist og setja upp metnaðarfullar sýningar.“ Ragnar hefur þurft að setja listaverkin sín saman að nokkru leyti eftir að hann kom til landsins. „Þetta er hálfgert origami hjá mér,“ segir hann glaðlega. „Innflutningur á list hingað er dýr og því verður maður að vera svolítið sniðugur.“ Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég er í miðri uppsetningu og enn að ákveða hvað ég er að gera,“ segir Ragnar Jónsson myndlistarmaður hlæjandi, þar sem hann er staddur í galleríinu Þoku á Laugavegi 25. Hann opnar myndlistarsýningu þar í dag klukkan 16. Ragnar blandar saman skúlptúr og málverki. „Ég vinn með málningu sem efni sem ég beygi, brýt og sker niður. Þeir sem hafa fylgst með sýningum mínum þekkja það en núna er ég með nýjar útgáfur, aðeins líflegri og frjálsari,“ segir hann. Ragnar er fertugur, uppalinn Reykvíkingur en hefur búið í Skotlandi síðustu ár. Útskrifaðist úr meistaranámi frá Glasgow School of Art árið 2008 og hefur starfað í Glasgow síðan, bæði sjálfstætt og fyrir aðra myndlistarmenn. Skyldi vera auðvelt að lifa af listinni þar? „Já, skoska listaráðið er öflugt og sér um styrkveitingar bæði til safna og gallería. Þetta mundi ekki ganga öðruvísi. Það kaupir enginn myndlist í Skotlandi. Þar snýst allt um sýningar en ekki sölu sem er í sjálfu sér fínt upp á myndlistina að gera. Þá er fólk ekki að elta peninga, bara að búa til myndlist og setja upp metnaðarfullar sýningar.“ Ragnar hefur þurft að setja listaverkin sín saman að nokkru leyti eftir að hann kom til landsins. „Þetta er hálfgert origami hjá mér,“ segir hann glaðlega. „Innflutningur á list hingað er dýr og því verður maður að vera svolítið sniðugur.“
Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira