Einkaframkvæmd Landspítala er galin Ögmundur Jónasson skrifar 15. ágúst 2014 07:57 Fjölmiðlar greina frá því að þeir sem á fínu máli kallast „fagfjárfestar“ vilji fjármagna nýjan Landspítala með eignatryggðri fjármögnun, þannig að kostnaðurinn við bygginguna myndi ekki lenda á ríkisreikningi. Þannig er kynntur þessi gamli kunningi sem bankar upp á með reglulegu millibili og hefur í tímans rás fengið ýmsir nafngiftir, einkaframkvæmd hefur þetta verið kallað síðustu ár. Einkaframkvæmd á sér einkum tvær rætur, önnur er hagsmunatengd og byggir á því að stjórnvöld vilja hygla einkafjármagninu, en hin lýtur að reikningskúnstum ríkisfjármála og gengur út á það að sýna ekki raunverulegar skuldbindingar ríkissjóðs.Fangelsið hefði kostað hálfan milljarð til viðbótar Þegar ákveðið var að ráðast í byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði kom þetta einnig upp á og voru þá ýmsir mjög eindregið á því máli að ríkið ætti að heimila einkaaðilum að reisa fangelsið, en ríkið síðan leigja afnotin af því. Ég gegndi á þessum tíma embætti innanríkisráðherra og lagðist mjög eindregið gegn þessu á þeirri forsendu að þetta yrði miklu óhagkvæmara fyrir ríkissjóð og þar með skattgreiðendur í landinu. Ég fékk sérfræðinga til að meta hve miklu þetta tap næmi og áætluðu þeir að skattgreiðendur myndu tapa um hálfum milljarði á því að fara einkaframkvæmdarleiðina.Dýrari lán og krafa um gróða Þetta liggur að sjálfsögðu í augum uppi þegar málið er skoðað. „Fagfjárfestarnir“ þurfa á nákvæmlega sama hátt og ríkið að afla lánsfjármagns til framkvæmdarinnar og greiða tilheyrandi vexti. Þeir vextir eru líklegri til að verða heldur hærri en hjá ríkinu þar sem ríkið er jafnan metið sem traustasti lántakandi sem kostur er á og fær því hagstæðustu lánskjörin. Má vel vera að eignatryggingin sem vísað er til vegi þar upp á móti. Eftir stendur þá hagnaðurinn sem rynni til „fagfjárfestanna“ en ella yrði eftir hjá okkur skattgreiðendum. Gleymum því ekki að „fagfjárfestar“ ráðast í einkaframkvæmd til að græða á henni! Þriðja atriðið sem stundum er nefnt af hálfu áróðursmanna fyrir einkaframkvæmd er sú staðhæfing að einkaaðilar geri hlutina á hagkvæmari hátt en ríkið. Þetta segir reynslan erlendis frá ekki vera rétt, enda má ekki gleyma því að jafnvel þótt ríkið annist alla framkvæmdina þá býður það jafnan út við þessar aðstæður einstaka verkþætti en framkvæmir þá ekki sjálft. Þar fyrir utan er það bábilja að ríkið vinni á óhagkvæmari hátt en einkaaðilar. Reyndar er það stórfurðulegt að leyfa sér slíkar fullyrðingar í ljósi okkar eigin reynslu síðustu árin. Í mínum huga skiptir mestu máli að meta aðstæður skynsamlega hverju sinni, nýta kosti markaðarins þar sem það á við en ekki þar sem augljóst er að markaðslausnir stríða gegn almannahagsmunum.Rekstrartekjur Landspítalans? Fram kemur í fréttum að kostnaðaráætlun nýs spítala hljómi upp á 80 milljarða króna, En samkvæmt þessum fréttum þyrfti þetta ekki að verða högg fyrir ríkissjóð enda sé um að ræða „leið sem felur í sér að fjárfestar myndu tryggja byggingu spítalans með kaupum á skuldabréfum sem tryggð væru með framtíðarrekstrartekjum spítalans. Þessi leið er sambærileg þeirri sem farin var í tengslum við byggingu Hvalfjarðarganga.“ Þannig segir Viðskiptablaðið frá og styðst jafnframt við Fréttablaðið. Augnablik. Hvað er hér verið að fara? Hvalfjarðargöngin borgum við algerlega með notendagjöldum. Nú er okkur sagt að nýr Landspítali eigi ekki að verða högg fyrir ríkissjóð því fyrirkomulagið verði það sama. Í þessu samhengi er síðan vísað í framtíðarrekstrartekjur. Hvaðan koma þær? Frá sjúklingum? Varla úr ríkissjóði sem ekki á að verða fyrir neinu teljandi höggi.Við borgum óhagræðið að fullu! Ég leyfi mér að mótmæla þessari ráðagjörð sem annaðhvort byggir á því að við greiðum fyrir nýjan Landspítala að fullu sem skattgreiðendur með tilheyrandi viðbótarálagi miðað við að við fjármögnuðum spítalann milliliðalaust – eða sem er miklu óhugnanlegri framtíðarsýn – að sjúklingarnir borgi með auknum sjúklingagjöldum. Þetta er væntanlega það sem á fínu máli fagfjárfesta heita „rekstrartekjur Landspítalans“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar greina frá því að þeir sem á fínu máli kallast „fagfjárfestar“ vilji fjármagna nýjan Landspítala með eignatryggðri fjármögnun, þannig að kostnaðurinn við bygginguna myndi ekki lenda á ríkisreikningi. Þannig er kynntur þessi gamli kunningi sem bankar upp á með reglulegu millibili og hefur í tímans rás fengið ýmsir nafngiftir, einkaframkvæmd hefur þetta verið kallað síðustu ár. Einkaframkvæmd á sér einkum tvær rætur, önnur er hagsmunatengd og byggir á því að stjórnvöld vilja hygla einkafjármagninu, en hin lýtur að reikningskúnstum ríkisfjármála og gengur út á það að sýna ekki raunverulegar skuldbindingar ríkissjóðs.Fangelsið hefði kostað hálfan milljarð til viðbótar Þegar ákveðið var að ráðast í byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði kom þetta einnig upp á og voru þá ýmsir mjög eindregið á því máli að ríkið ætti að heimila einkaaðilum að reisa fangelsið, en ríkið síðan leigja afnotin af því. Ég gegndi á þessum tíma embætti innanríkisráðherra og lagðist mjög eindregið gegn þessu á þeirri forsendu að þetta yrði miklu óhagkvæmara fyrir ríkissjóð og þar með skattgreiðendur í landinu. Ég fékk sérfræðinga til að meta hve miklu þetta tap næmi og áætluðu þeir að skattgreiðendur myndu tapa um hálfum milljarði á því að fara einkaframkvæmdarleiðina.Dýrari lán og krafa um gróða Þetta liggur að sjálfsögðu í augum uppi þegar málið er skoðað. „Fagfjárfestarnir“ þurfa á nákvæmlega sama hátt og ríkið að afla lánsfjármagns til framkvæmdarinnar og greiða tilheyrandi vexti. Þeir vextir eru líklegri til að verða heldur hærri en hjá ríkinu þar sem ríkið er jafnan metið sem traustasti lántakandi sem kostur er á og fær því hagstæðustu lánskjörin. Má vel vera að eignatryggingin sem vísað er til vegi þar upp á móti. Eftir stendur þá hagnaðurinn sem rynni til „fagfjárfestanna“ en ella yrði eftir hjá okkur skattgreiðendum. Gleymum því ekki að „fagfjárfestar“ ráðast í einkaframkvæmd til að græða á henni! Þriðja atriðið sem stundum er nefnt af hálfu áróðursmanna fyrir einkaframkvæmd er sú staðhæfing að einkaaðilar geri hlutina á hagkvæmari hátt en ríkið. Þetta segir reynslan erlendis frá ekki vera rétt, enda má ekki gleyma því að jafnvel þótt ríkið annist alla framkvæmdina þá býður það jafnan út við þessar aðstæður einstaka verkþætti en framkvæmir þá ekki sjálft. Þar fyrir utan er það bábilja að ríkið vinni á óhagkvæmari hátt en einkaaðilar. Reyndar er það stórfurðulegt að leyfa sér slíkar fullyrðingar í ljósi okkar eigin reynslu síðustu árin. Í mínum huga skiptir mestu máli að meta aðstæður skynsamlega hverju sinni, nýta kosti markaðarins þar sem það á við en ekki þar sem augljóst er að markaðslausnir stríða gegn almannahagsmunum.Rekstrartekjur Landspítalans? Fram kemur í fréttum að kostnaðaráætlun nýs spítala hljómi upp á 80 milljarða króna, En samkvæmt þessum fréttum þyrfti þetta ekki að verða högg fyrir ríkissjóð enda sé um að ræða „leið sem felur í sér að fjárfestar myndu tryggja byggingu spítalans með kaupum á skuldabréfum sem tryggð væru með framtíðarrekstrartekjum spítalans. Þessi leið er sambærileg þeirri sem farin var í tengslum við byggingu Hvalfjarðarganga.“ Þannig segir Viðskiptablaðið frá og styðst jafnframt við Fréttablaðið. Augnablik. Hvað er hér verið að fara? Hvalfjarðargöngin borgum við algerlega með notendagjöldum. Nú er okkur sagt að nýr Landspítali eigi ekki að verða högg fyrir ríkissjóð því fyrirkomulagið verði það sama. Í þessu samhengi er síðan vísað í framtíðarrekstrartekjur. Hvaðan koma þær? Frá sjúklingum? Varla úr ríkissjóði sem ekki á að verða fyrir neinu teljandi höggi.Við borgum óhagræðið að fullu! Ég leyfi mér að mótmæla þessari ráðagjörð sem annaðhvort byggir á því að við greiðum fyrir nýjan Landspítala að fullu sem skattgreiðendur með tilheyrandi viðbótarálagi miðað við að við fjármögnuðum spítalann milliliðalaust – eða sem er miklu óhugnanlegri framtíðarsýn – að sjúklingarnir borgi með auknum sjúklingagjöldum. Þetta er væntanlega það sem á fínu máli fagfjárfesta heita „rekstrartekjur Landspítalans“.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar