Meistararnir stefna á atvinnumennsku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. júlí 2014 08:00 Ólafía Þórunn og Birgir Leifur lyfta bikurum sínum á loft í gær. fréttablaðið/daníel Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, varð í gær Íslandsmeistari í höggleik í sjötta sinn á ferlinum. Jafnaði hann þar með árangur Úlfars Jónssonar og Björgvins Þorsteinssonar en enginn hefur unnið titilinn oftar. „Það er ekki slæmt að vera kominn í hóp þessara goðsagna,“ sagði sigurreifur Birgir Leifur eftir keppnina í gær og það mátti heyra á honum að hann væri ekki hættur. „Ef heilsan leyfir þá stefni ég hiklaust á þann sjöunda.“ GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð Íslandsmeistari í annað sinn í kvennaflokki en hún vann titilinn einnig árið 2011. Hún hafði betur eftir spennandi baráttu við Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK, sem gaf eftir á sextándu holu þegar hún var búin að minnka muninn í eitt högg með því að ná tveimur fuglum í röð skömmu áður. „Ég reyndi hvað ég gat til að halda mínu striki og hugsa sem minnst um hvað aðrir voru að gera,“ sagði Ólafía við Fréttablaðið í gær. „Það er svo alltaf geðveikt að klára sigurpúttið, sama hversu stutt það er,“ bætti hún við í léttum dúr.Stoltur af sigrinum Yfirburðir Birgis Leifs voru gríðarlega miklir en hann var aðeins einu höggi frá því að bæta mótsmetið. Hann spilaði á samtals tíu höggum undir pari en fékk skolla á átjándu holu Leirdalsvallar í gær. „Ég var svo sem ekki með mótsmetið í huganum þegar ég var að klára en það er fúlt að vita af þessu núna,“ segir þessi mikli keppnismaður. „En ég er hrikalega stoltur af þessu og það var mjög gaman að vinna sigur á mínum heimavelli og fyrir áhorfendur þar.“ Birgir Leifur hefur náð lengst allra íslenskra kylfinga á alþjóðavísu og ætlar að reyna aftur við minnst eina atvinnumótaröð í haust, annaðhvort þá evrópsku eða bandarísku. „Við skulum sjá til hvað fjárhagurinn leyfir en mjög líklega mun ég bara einbeita mér að úrtökumótunum fyrir aðra mótaröðina. Ég er ánægður með mína spilamennsku þó svo að maður geti alltaf bætt sig á öllum sviðum,“ segir hann.Ætlar á Evrópumótaröðina Ólafía Þórunn útskrifaðist frá Wake Forest-háskólanum í Bandaríkjunum í vor og hyggur einnig á að reyna við úrtökumótin fyrir Evrópumótaröðina. En hún ætlar fyrst að freista þess að komast á HM áhugamanna í Japan í september. „Það væri mjög gaman að komast til Japans,“ segir hún. Golf Tengdar fréttir Birgir Leifur enn og aftur meistari Hafði gríðarlega yfirburði á Íslandsmótinu í höggleik sínum heimavelli. 27. júlí 2014 15:07 Ólafía Þórunn Íslandsmeistari í annað sinn GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér titilinn á Leirdalsvelli. 27. júlí 2014 16:00 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, varð í gær Íslandsmeistari í höggleik í sjötta sinn á ferlinum. Jafnaði hann þar með árangur Úlfars Jónssonar og Björgvins Þorsteinssonar en enginn hefur unnið titilinn oftar. „Það er ekki slæmt að vera kominn í hóp þessara goðsagna,“ sagði sigurreifur Birgir Leifur eftir keppnina í gær og það mátti heyra á honum að hann væri ekki hættur. „Ef heilsan leyfir þá stefni ég hiklaust á þann sjöunda.“ GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð Íslandsmeistari í annað sinn í kvennaflokki en hún vann titilinn einnig árið 2011. Hún hafði betur eftir spennandi baráttu við Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK, sem gaf eftir á sextándu holu þegar hún var búin að minnka muninn í eitt högg með því að ná tveimur fuglum í röð skömmu áður. „Ég reyndi hvað ég gat til að halda mínu striki og hugsa sem minnst um hvað aðrir voru að gera,“ sagði Ólafía við Fréttablaðið í gær. „Það er svo alltaf geðveikt að klára sigurpúttið, sama hversu stutt það er,“ bætti hún við í léttum dúr.Stoltur af sigrinum Yfirburðir Birgis Leifs voru gríðarlega miklir en hann var aðeins einu höggi frá því að bæta mótsmetið. Hann spilaði á samtals tíu höggum undir pari en fékk skolla á átjándu holu Leirdalsvallar í gær. „Ég var svo sem ekki með mótsmetið í huganum þegar ég var að klára en það er fúlt að vita af þessu núna,“ segir þessi mikli keppnismaður. „En ég er hrikalega stoltur af þessu og það var mjög gaman að vinna sigur á mínum heimavelli og fyrir áhorfendur þar.“ Birgir Leifur hefur náð lengst allra íslenskra kylfinga á alþjóðavísu og ætlar að reyna aftur við minnst eina atvinnumótaröð í haust, annaðhvort þá evrópsku eða bandarísku. „Við skulum sjá til hvað fjárhagurinn leyfir en mjög líklega mun ég bara einbeita mér að úrtökumótunum fyrir aðra mótaröðina. Ég er ánægður með mína spilamennsku þó svo að maður geti alltaf bætt sig á öllum sviðum,“ segir hann.Ætlar á Evrópumótaröðina Ólafía Þórunn útskrifaðist frá Wake Forest-háskólanum í Bandaríkjunum í vor og hyggur einnig á að reyna við úrtökumótin fyrir Evrópumótaröðina. En hún ætlar fyrst að freista þess að komast á HM áhugamanna í Japan í september. „Það væri mjög gaman að komast til Japans,“ segir hún.
Golf Tengdar fréttir Birgir Leifur enn og aftur meistari Hafði gríðarlega yfirburði á Íslandsmótinu í höggleik sínum heimavelli. 27. júlí 2014 15:07 Ólafía Þórunn Íslandsmeistari í annað sinn GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér titilinn á Leirdalsvelli. 27. júlí 2014 16:00 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Birgir Leifur enn og aftur meistari Hafði gríðarlega yfirburði á Íslandsmótinu í höggleik sínum heimavelli. 27. júlí 2014 15:07
Ólafía Þórunn Íslandsmeistari í annað sinn GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér titilinn á Leirdalsvelli. 27. júlí 2014 16:00