Tíska og hönnun

Sýndi prjónatakta í Skotlandi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Fatahönnuðurinn Steinunn Sigurðardóttir var meðal listamanna á Nordic Knitathon á Þjóðminjasafni Skotlands um helgina.

Á Nordic Knitathon var áherslan á fremstu prjónalistamenn Skandinavíu og Skotlands en auk Steinunnar sýndu prjónatvíeykið Arne og Carlos frá Noregi, Maiken Espensen frá Danmörku og Brora frá Skotlandi listir sínar.

Ásamt því að sýna prjónalistaverk sín hélt Steinunn stutt námskeið í gær þar sem hún sýndi prjónataktana.

Steinunn var fyrsti Íslendingurinn til að útskrifast úr listaháskólanum Parsons School of Design í New York og starfaði meðal annars sem yfirhönnuður hjá Gucci og Calvin Klein. Um árið 2000 stofnaði hún síðan sitt eigið fyrirtæki, STEiNUNNI.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.