Besta bökunarblogg ársins 2014 Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. júlí 2014 14:30 Sarah Kieffer stofnaði bloggið The Vanilla Bean Blog einfaldlega vegna þess að hún elskar að baka. Hún er sjálflærður bakari en hefur viðað að sér reynslu og þekkingu með því að vinna í ýmsum bakaríum í Minneapolis í Bandaríkjunum. The Vanilla Bean Blog var valið besta bökunar- og eftirréttablogg ársins 2014 af lesendum vefsíðunnar Saveur en Sarah sjálf segir að hún hafi ekki viljað að bloggið innihéldi aðeins fullt af uppskriftum. Hún vildi búa til arfleifð fyrir fjölskyldu sína því þegar hún gekk með blogghugmyndina í maganum gerði hún sér grein fyrir því að fjölskylda hennar ætti engar matarminningar. Sarah á tvö börn og þau eru drifkraftur hennar. Hún vill skilja eitthvað eftir fyrir þau og einnig skapa minningar tengdar mat fyrir fjölskyldu sína. Það er því skemmtilegt að gramsa í blogginu hennar því oftar en ekki fléttast skemmtilegar fjölskyldusögur inn í matarfróðleik og uppskriftir. Samfélagsmiðlar Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið
Sarah Kieffer stofnaði bloggið The Vanilla Bean Blog einfaldlega vegna þess að hún elskar að baka. Hún er sjálflærður bakari en hefur viðað að sér reynslu og þekkingu með því að vinna í ýmsum bakaríum í Minneapolis í Bandaríkjunum. The Vanilla Bean Blog var valið besta bökunar- og eftirréttablogg ársins 2014 af lesendum vefsíðunnar Saveur en Sarah sjálf segir að hún hafi ekki viljað að bloggið innihéldi aðeins fullt af uppskriftum. Hún vildi búa til arfleifð fyrir fjölskyldu sína því þegar hún gekk með blogghugmyndina í maganum gerði hún sér grein fyrir því að fjölskylda hennar ætti engar matarminningar. Sarah á tvö börn og þau eru drifkraftur hennar. Hún vill skilja eitthvað eftir fyrir þau og einnig skapa minningar tengdar mat fyrir fjölskyldu sína. Það er því skemmtilegt að gramsa í blogginu hennar því oftar en ekki fléttast skemmtilegar fjölskyldusögur inn í matarfróðleik og uppskriftir.
Samfélagsmiðlar Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið