Rokk og rólegheit Freyr Bjarnason skrifar 14. júlí 2014 11:00 Kurt Vile hljómar kannski betur á plötum en á tónleikum. vísir/getty Tónleikar Fimmtudagskvöld Kurt Vile ATP-tónlistarhátíðin Bandaríkjamaðurinn síðhærði Kurt Vile hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir fyrstu tvær plötur sínar. Á þeirri fyrri gutlaði hann lágstemmt á kassagítarinn og raulaði með en á hinni stækkaði hann hljóminn, búinn að bæta við sig heilli hljómsveit. Vile skiptist einmitt á því að vera einn með kassagítarinn og með hljómsveitina á sviðinu. Allt var þetta hippa-þjóðlagarokk nokkuð áreynslulaust. Ekki mikið um hæðir og ekki mikið um lægðir. Stöku sinnum hristi Vile upp í hlutunum og spilaði þyngra rokk og beitti hann röddinni þá öðruvísi. Eftir að hafa spilað í eina og hálfa klukkustund var maður kominn á þá skoðun að Vile hljómaði kannski betur á plötum en á tónleikum. Smá vonbrigði en samt sem áður ágætis tónleikar, enda á Vile fullt af góðum lögum í pokahorninu.Niðurstaða: Áreynslulaust þjóðlagarokk hjá Kurt Vile. ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Kanónur í jólakósí Menning Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Tónleikar Fimmtudagskvöld Kurt Vile ATP-tónlistarhátíðin Bandaríkjamaðurinn síðhærði Kurt Vile hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir fyrstu tvær plötur sínar. Á þeirri fyrri gutlaði hann lágstemmt á kassagítarinn og raulaði með en á hinni stækkaði hann hljóminn, búinn að bæta við sig heilli hljómsveit. Vile skiptist einmitt á því að vera einn með kassagítarinn og með hljómsveitina á sviðinu. Allt var þetta hippa-þjóðlagarokk nokkuð áreynslulaust. Ekki mikið um hæðir og ekki mikið um lægðir. Stöku sinnum hristi Vile upp í hlutunum og spilaði þyngra rokk og beitti hann röddinni þá öðruvísi. Eftir að hafa spilað í eina og hálfa klukkustund var maður kominn á þá skoðun að Vile hljómaði kannski betur á plötum en á tónleikum. Smá vonbrigði en samt sem áður ágætis tónleikar, enda á Vile fullt af góðum lögum í pokahorninu.Niðurstaða: Áreynslulaust þjóðlagarokk hjá Kurt Vile.
ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Kanónur í jólakósí Menning Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira