Körfubolti

Man óljóst eftir fyrsta landsleiknum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hildur setur landsleikjamet á næstunni.
Hildur setur landsleikjamet á næstunni. fréttablaðið/valli
Hildur Sigurðardóttir mun að öllu óbreyttu slá landsleikjametið hjá A-landsliði kvenna í Evrópukeppni smáþjóða sem fram fer í Austurríki.

Birna Valgarðsdóttir á metið en það er 76 leikir og var sett árið 2009. Hildur er búin að spila 73 leiki. Ísland mun spila tvo vináttulandsleiki gegn Dönum á morgun og fimmtudag. Svo er það EM smáþjóða þann 14. júlí og þá slær Hildur væntanlega metið í leik gegn Möltu.

„Ég er ekki mikið að hugsa um metið en þetta hefur verið langur og skemmtilegur tími með landsliðinu,“ segir hin 32 ára gamla Hildur. „Ég man óljóst eftir fyrsta landsleiknum en ég er frekar fljót að gleyma. Leikurinn var samt úti í Lúxemborg árið 1999. Það eru komin nokkur ár síðan og vonandi eru nokkur eftir. Á meðan skrokkurinn er í lagi og ég hef gaman af þessu þá held ég áfram. Þetta er stuttur kafli í lífi manns og um að gera að njóta þess á meðan er.“

Stelpurnar fá fínan undirbúning fyrir EM í Austurríki með leikjunum gegn Dönum en þetta verða fyrstu landsleikir kvennaliðsins á heimavelli í fimm ár.

Á morgun spila þjóðirnar á Ásvöllum í Hafnarfirði og á fimmtudag mætast þau í Fjarhúsinu í Stykkishólmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×