Hef stefnt að þessu undanfarin tvö ár Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. júlí 2014 07:00 Sigurbergur hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar undanfarin tvö ár. Fréttablaðið/Vilhelm Stórskyttan Sigurbergur Sveinsson snýr aftur í atvinnumennsku næsta haust eftir að hann skrifaði undir eins árs samning við HC Erlangen um helgina. Sigurbergur sem hefur leikið með Haukum undanfarin tvö ár þarf því að rifja upp þýskukunnáttuna en hann lék áður fyrr með Hannover-Burgdorf og Rheiland í Þýskalandi og Basel í Sviss. „Þýskan er ekkert sérstök en ég ætla mér að læra hana í þetta skiptið. Það gerir dvölina miklu betri að geta talað tungumálið. Það hjálpar manni að aðlagast,“ sagði Sigurbergur.Eins árs samningur Sigurbergur skrifaði undir eins árs samning hjá Erlangen en félagið leikur í fyrsta sinn í efstu deild í þýska handboltanum. Það verður önnur barátta en Sigurbergur þekkir en hann hefur leikið með Haukum undanfarin tvö ár sem hafa barist um alla titla sem í boði voru. „Ég er búinn að stefna að því allt frá því ég kom heim að fara aftur út og ég er búinn að vera að vinna í þessu í smátíma núna. Vonandi eru góð ár framundan en aðalatriðið er að haldast heill næstu árin. Þetta var alltaf markmiðið, ég hafði metnað fyrir því að komast aftur út í atvinnumennsku. Mig langar að sjá hvert ég get náð í handboltanum, það var ástæðan fyrir því að ég gerði aðeins eins árs samning,“ sagði Sigurbergur sem vildi aðeins eins árs samning. „Þeir buðu mér tveggja ára samning en ég ætla að gefa allt sem ég á í þetta eina ár og sjá hvar við stöndum eftir það. Ég hafði gott af því að koma heim á sínum tíma og ég hef verið heppinn með þjálfara. Aron Kristjánsson og Patrekur Jóhannesson eru búnir að hjálpa mér mikið og gera mig að betri leikmanni,“ sagði Sigurbergur sem ætlar aðeins að einbeita sér að handboltanum og sjá hvernig staðan verður eftir eitt ár. „Félagið er að leika í fyrsta sinn í efstu deild og það er búin að vera gríðarlega mikil uppbygging síðustu ár. Ég hreifst af umgjörðinni þarna, það er vel staðið að öllu og það verður eflaust mikil stemning þegar liðið leikur í fyrsta sinn í efstu deild. Ég mun keppa við ungan strák um stöðu og fæ vonandi að spila töluvert sem ætti að gera mig að betri leikmanni.“Blendnar tilfinningar Patrekur Jóhannesson, þjálfari Sigurbergs hjá Haukum, viðurkenndi að það væri skrýtin tilfinning að sjá á eftir Sigurbergi. „Það eru vissulega blendnar tilfinningar. Annars vegar er þetta frábært fyrir hann og fyrir félagið að við séum að framleiða atvinnumenn en við erum auðvitað að missa góðan leikmann,“ sagði Patrekur sem hefur fulla trú á að Sigurbergur muni standa sig vel í Þýskalandi. „Ég held að hann sé betur í stakk búinn að takast á við þetta og það var einfaldlega kominn tími á þetta. Þegar menn eru orðnir nógu góðir kemur alltaf áhugi erlendis frá. Markmiðið í Haukum er alltaf að gera leikmennina betri og maður er stoltur af að sjá hann fara út. Hann er öflugur leikmaður og það var mjög gaman að vinna með honum í vetur,“ sagði Patrekur stoltur af sínum manni. Olís-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sjá meira
Stórskyttan Sigurbergur Sveinsson snýr aftur í atvinnumennsku næsta haust eftir að hann skrifaði undir eins árs samning við HC Erlangen um helgina. Sigurbergur sem hefur leikið með Haukum undanfarin tvö ár þarf því að rifja upp þýskukunnáttuna en hann lék áður fyrr með Hannover-Burgdorf og Rheiland í Þýskalandi og Basel í Sviss. „Þýskan er ekkert sérstök en ég ætla mér að læra hana í þetta skiptið. Það gerir dvölina miklu betri að geta talað tungumálið. Það hjálpar manni að aðlagast,“ sagði Sigurbergur.Eins árs samningur Sigurbergur skrifaði undir eins árs samning hjá Erlangen en félagið leikur í fyrsta sinn í efstu deild í þýska handboltanum. Það verður önnur barátta en Sigurbergur þekkir en hann hefur leikið með Haukum undanfarin tvö ár sem hafa barist um alla titla sem í boði voru. „Ég er búinn að stefna að því allt frá því ég kom heim að fara aftur út og ég er búinn að vera að vinna í þessu í smátíma núna. Vonandi eru góð ár framundan en aðalatriðið er að haldast heill næstu árin. Þetta var alltaf markmiðið, ég hafði metnað fyrir því að komast aftur út í atvinnumennsku. Mig langar að sjá hvert ég get náð í handboltanum, það var ástæðan fyrir því að ég gerði aðeins eins árs samning,“ sagði Sigurbergur sem vildi aðeins eins árs samning. „Þeir buðu mér tveggja ára samning en ég ætla að gefa allt sem ég á í þetta eina ár og sjá hvar við stöndum eftir það. Ég hafði gott af því að koma heim á sínum tíma og ég hef verið heppinn með þjálfara. Aron Kristjánsson og Patrekur Jóhannesson eru búnir að hjálpa mér mikið og gera mig að betri leikmanni,“ sagði Sigurbergur sem ætlar aðeins að einbeita sér að handboltanum og sjá hvernig staðan verður eftir eitt ár. „Félagið er að leika í fyrsta sinn í efstu deild og það er búin að vera gríðarlega mikil uppbygging síðustu ár. Ég hreifst af umgjörðinni þarna, það er vel staðið að öllu og það verður eflaust mikil stemning þegar liðið leikur í fyrsta sinn í efstu deild. Ég mun keppa við ungan strák um stöðu og fæ vonandi að spila töluvert sem ætti að gera mig að betri leikmanni.“Blendnar tilfinningar Patrekur Jóhannesson, þjálfari Sigurbergs hjá Haukum, viðurkenndi að það væri skrýtin tilfinning að sjá á eftir Sigurbergi. „Það eru vissulega blendnar tilfinningar. Annars vegar er þetta frábært fyrir hann og fyrir félagið að við séum að framleiða atvinnumenn en við erum auðvitað að missa góðan leikmann,“ sagði Patrekur sem hefur fulla trú á að Sigurbergur muni standa sig vel í Þýskalandi. „Ég held að hann sé betur í stakk búinn að takast á við þetta og það var einfaldlega kominn tími á þetta. Þegar menn eru orðnir nógu góðir kemur alltaf áhugi erlendis frá. Markmiðið í Haukum er alltaf að gera leikmennina betri og maður er stoltur af að sjá hann fara út. Hann er öflugur leikmaður og það var mjög gaman að vinna með honum í vetur,“ sagði Patrekur stoltur af sínum manni.
Olís-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sjá meira