Normann Copenhagen kaupir fugla Sigurjóns Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 5. júlí 2014 12:00 Sigurjón Pálsson, rithöfundur og húsgagnahönnuður, fékk símtal frá danska hönnunarfyrirtækinu Normann Copenhagen nokkrum klukkustundum eftir að hann sendi þeim myndir af fuglunum sínum. mynd/gva Ég fór að fást við fuglana síðasta sumar, milli þess sem ég sat við skriftir. Þeir höfðu lúrt einhvers staðar baka til í höfðinu á mér,“ segir Sigurjón Pálsson, húsgagnahönnuður og rithöfundur, en danska hönnunarfyrirtækið Normann Copenhagen hefur keypt hönnun Sigurjóns til framleiðslu. Fuglarnir verða fáanlegir í verslun Normann Copenhagen í Kaupmannahöfn um næstu mánaðamót og í framhaldinu hér á landi í Epal. Óhætt er að segja að þeir dönsku hafi kolfallið fyrir fuglunum. „Ég var að skoða heimasíðuna þeirra að kvöldlagi í september í fyrra og þar kom fram að fyrirtækið fær að meðaltali tíu tillögur daglega frá hönnuðum. Ég sendi á þá fuglana þarna um kvöldið og strax morguninn eftir fékk ég símtal,“ segir Sigurjón. Við tók frekari útfærsla á fuglunum sem Sigurjón vann í samvinnu við Normann Copenhagen. Fuglarnir eru renndir úr eik og standa á mislitum fótum.mynd/normann copenhagenSpói, stelkur og sendlingur „Fyrirmyndirnar sæki ég í íslensku vaðfuglana, spóa, stelk og sendling. Þeir eru gerðir fyrir rennibekk en upphaflega gekk ég út frá því að fuglarnir yrðu framleiddir á Íslandi og varð því að hafa í huga þann tækjabúnað sem er hér fyrir hendi,“ útskýrir Sigurjón. „Sá sem ég hafði fundið til verksins varð hins vegar bara feginn þegar úr varð að Normann Copenhagen annast framleiðsluna. Hann sá fram á að gera ekki annað en að renna fugla,“ bætir hann sposkur við.mynd/normann copenhagenFyrsta bókin sló í gegn Sigurjón lærði húsgagnahönnun í Danmarks Designskole og á tíunda áratugnum voru framleiddir stólar eftir hann í Þýskalandi. Hann hafði þó lagt húsgagnahönnunina á hilluna um tíma þegar hann hóf að hanna aftur eftir hrunið og skrifa skáldsögur. Fyrsta bók Sigurjóns, Klækir, kom út árið 2011 og hlaut verðlaun Hins íslenska glæpafélags, Blóðdropann 2012. Önnur bók hans, Blekking, gekk einnig vel í lesendur. Sigurjón er ættaður frá Húsavík og hefur sögusvið bókanna gjarnan tengst Norðurlandinu. Það verður einnig raunin í þriðju bókinni sem nú er í smíðum. Sigurjón segir hönnunarvinnuna og skriftirnar fara ágætlega saman. „Það er gott að skipta sér á milli tveggja ólíkra greina sem þó reyna báðar á ímyndunaraflið.“Gróska í íslenskri hönnun Sigurjón er þriðji íslenski hönnuðurinn sem heillar útsendara Normann Copenhagen en í framleiðslulínu fyrirtækisins eru vörur eftir Bryndísi Bolladóttur og Helgu I. Sigurbjarnadóttur. Sigurjón segir þetta merki um hve mikla grósku sé að finna í íslenskri hönnun í dag. „Það sést vel á HönnunarMars hversu mikil gróska er í íslenskri hönnu. Það er því mikilvægt að það unga fólk sem héðan útskrifast sé samkeppnishæft að námi loknu, við aðra hönnuði á alþjóðlega vísu, bæði á vinnumarkað og á hönnunarsviðinu.“ HönnunarMars Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Ég fór að fást við fuglana síðasta sumar, milli þess sem ég sat við skriftir. Þeir höfðu lúrt einhvers staðar baka til í höfðinu á mér,“ segir Sigurjón Pálsson, húsgagnahönnuður og rithöfundur, en danska hönnunarfyrirtækið Normann Copenhagen hefur keypt hönnun Sigurjóns til framleiðslu. Fuglarnir verða fáanlegir í verslun Normann Copenhagen í Kaupmannahöfn um næstu mánaðamót og í framhaldinu hér á landi í Epal. Óhætt er að segja að þeir dönsku hafi kolfallið fyrir fuglunum. „Ég var að skoða heimasíðuna þeirra að kvöldlagi í september í fyrra og þar kom fram að fyrirtækið fær að meðaltali tíu tillögur daglega frá hönnuðum. Ég sendi á þá fuglana þarna um kvöldið og strax morguninn eftir fékk ég símtal,“ segir Sigurjón. Við tók frekari útfærsla á fuglunum sem Sigurjón vann í samvinnu við Normann Copenhagen. Fuglarnir eru renndir úr eik og standa á mislitum fótum.mynd/normann copenhagenSpói, stelkur og sendlingur „Fyrirmyndirnar sæki ég í íslensku vaðfuglana, spóa, stelk og sendling. Þeir eru gerðir fyrir rennibekk en upphaflega gekk ég út frá því að fuglarnir yrðu framleiddir á Íslandi og varð því að hafa í huga þann tækjabúnað sem er hér fyrir hendi,“ útskýrir Sigurjón. „Sá sem ég hafði fundið til verksins varð hins vegar bara feginn þegar úr varð að Normann Copenhagen annast framleiðsluna. Hann sá fram á að gera ekki annað en að renna fugla,“ bætir hann sposkur við.mynd/normann copenhagenFyrsta bókin sló í gegn Sigurjón lærði húsgagnahönnun í Danmarks Designskole og á tíunda áratugnum voru framleiddir stólar eftir hann í Þýskalandi. Hann hafði þó lagt húsgagnahönnunina á hilluna um tíma þegar hann hóf að hanna aftur eftir hrunið og skrifa skáldsögur. Fyrsta bók Sigurjóns, Klækir, kom út árið 2011 og hlaut verðlaun Hins íslenska glæpafélags, Blóðdropann 2012. Önnur bók hans, Blekking, gekk einnig vel í lesendur. Sigurjón er ættaður frá Húsavík og hefur sögusvið bókanna gjarnan tengst Norðurlandinu. Það verður einnig raunin í þriðju bókinni sem nú er í smíðum. Sigurjón segir hönnunarvinnuna og skriftirnar fara ágætlega saman. „Það er gott að skipta sér á milli tveggja ólíkra greina sem þó reyna báðar á ímyndunaraflið.“Gróska í íslenskri hönnun Sigurjón er þriðji íslenski hönnuðurinn sem heillar útsendara Normann Copenhagen en í framleiðslulínu fyrirtækisins eru vörur eftir Bryndísi Bolladóttur og Helgu I. Sigurbjarnadóttur. Sigurjón segir þetta merki um hve mikla grósku sé að finna í íslenskri hönnun í dag. „Það sést vel á HönnunarMars hversu mikil gróska er í íslenskri hönnu. Það er því mikilvægt að það unga fólk sem héðan útskrifast sé samkeppnishæft að námi loknu, við aðra hönnuði á alþjóðlega vísu, bæði á vinnumarkað og á hönnunarsviðinu.“
HönnunarMars Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira