Hefði þurft niðurskurð Jónas Sen skrifar 3. júlí 2014 13:00 Olga Vocal Ensemble. "Þetta er efnilegur hópur sem gæti áorkað heilmiklu með aukinni reynslu. Hún fæst auðvitað ekki nema með því að halda áfram.“ MYND: Felipe Pipi Tónlist: Olga Vocal Ensemble og sönghópurinn Elfur Tónleikar í Langholtskirkju þriðjudaginn 1. júlí. Í bók sinni On Writing segir Stephen King að munurinn á fyrsta og öðru uppkasti bókar felist í eftirfarandi formúlu: Annað uppkast = fyrsta uppkast mínus 10 prósent. Ef þetta væri yfirfært yfir á tónlist þá má segja að tónleikar sönghópsins Olgu í Langholtskirkju á þriðjudagskvöldið hafi verið fyrsta uppkast. Tónleikarnir voru einfaldlega of langir. Næstum tveggja tíma og þrjátíu mínútna dagskrá með heilli sinfóníuhljómsveit, sem getur verið ótrúlega fjölbreytt þegar hafðir eru í huga allir mismunandi möguleikarnir er leynast í slíkri hljómsveit, væri býsna löng. Svo langir tónleikar með fámennum sönghóp og engum hljóðfæraleik jaðra við að vera óþolandi. Þar með er ekki sagt að tónleikarnir hafi verið alslæmir. Áður en karlarnir stigu á sviðið kom fram sönghópurinn Elfur, sem samanstendur af sex konum. Þær sungu fimm lög, þar af tvö bítlalög. Söngurinn var fallegur og tær en neðri raddirnar voru dálítið litlausar fyrst, sem gerði að verkum að það vantaði botninn í heildarhljóminn. Þetta batnaði eftir því sem á leið. Elfur fær plús fyrir blístrið í síðasta laginu, en það var Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir sem flautaði. Að flauta hreint er aldeilis ekki gefið, jafnvel ekki hjá fólki sem hefur tóneyra. Thelma flautaði afar fallega, það var rúsínan í pylsuendanum í dagskrá hópsins. Næst stigu karlarnir fram og sungu fyrst Krummi svaf í klettagjá. Síðan tóku við lög á borð við Á Sprengisandi (sem er ekki íslenskt þjóðlag eins og stóð í tónleikaskránni heldur eftir Sigvalda Kaldalóns), Loch Lomond, Vor í Vaglaskógi, ýmis þjóðlög og fáein popplög, þar á meðal Try Sleeping With a Broken Heart. Almennt talað var söngurinn fremur misjafn. Sumt var vissulega fallega sungið, eins og til dæmis Blunda, barnið góða eftir Carl Mortensen og hinn fyrrnefndi Krummi. En ýmislegt annað leið fyrir nokkra ónákvæmni, sérstaklega í undirröddunum ef söngurinn var hraður, auk þess sem einstaka tenórstrófur heppnuðust ekki sem skyldi. Það skorti líka meiri kraft í túlkunina. Að sjálfsögðu þurfa fimm karlsöngvarar að vanda sig og passa upp á að tæknilegar hliðar séu akkúrat. En það má ekki vera á kostnað einlægninnar og innlifunarinnar. Svona löng dagskrá verður að vera stuð! Það var of mikið af flatneskjulegum atriðum á tónleikunum til að hægt sé að segja að þeir hafi verið skemmtilegir. Ég vil þó ekki dæma Olgu úr leik. Söngvararnir eru góðir, og eins og áður sagði var sumt fallegt hjá þeim. En þeir hefðu mátt stytta tónleikana, og svo held ég að þeir þurfi einfaldlega meiri þjálfun í að koma fram fyrir áheyrendur. Þeir þurfa líka að huga betur að því hvernig tónleikadagskrá er samansett. Þetta er efnilegur hópur sem gæti áorkað heilmiklu með aukinni reynslu. Hún fæst auðvitað ekki nema með því að halda áfram.Niðurstaða: Misjafnir tónleikar sem voru í þokkabót alltof langir. Gagnrýni Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist: Olga Vocal Ensemble og sönghópurinn Elfur Tónleikar í Langholtskirkju þriðjudaginn 1. júlí. Í bók sinni On Writing segir Stephen King að munurinn á fyrsta og öðru uppkasti bókar felist í eftirfarandi formúlu: Annað uppkast = fyrsta uppkast mínus 10 prósent. Ef þetta væri yfirfært yfir á tónlist þá má segja að tónleikar sönghópsins Olgu í Langholtskirkju á þriðjudagskvöldið hafi verið fyrsta uppkast. Tónleikarnir voru einfaldlega of langir. Næstum tveggja tíma og þrjátíu mínútna dagskrá með heilli sinfóníuhljómsveit, sem getur verið ótrúlega fjölbreytt þegar hafðir eru í huga allir mismunandi möguleikarnir er leynast í slíkri hljómsveit, væri býsna löng. Svo langir tónleikar með fámennum sönghóp og engum hljóðfæraleik jaðra við að vera óþolandi. Þar með er ekki sagt að tónleikarnir hafi verið alslæmir. Áður en karlarnir stigu á sviðið kom fram sönghópurinn Elfur, sem samanstendur af sex konum. Þær sungu fimm lög, þar af tvö bítlalög. Söngurinn var fallegur og tær en neðri raddirnar voru dálítið litlausar fyrst, sem gerði að verkum að það vantaði botninn í heildarhljóminn. Þetta batnaði eftir því sem á leið. Elfur fær plús fyrir blístrið í síðasta laginu, en það var Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir sem flautaði. Að flauta hreint er aldeilis ekki gefið, jafnvel ekki hjá fólki sem hefur tóneyra. Thelma flautaði afar fallega, það var rúsínan í pylsuendanum í dagskrá hópsins. Næst stigu karlarnir fram og sungu fyrst Krummi svaf í klettagjá. Síðan tóku við lög á borð við Á Sprengisandi (sem er ekki íslenskt þjóðlag eins og stóð í tónleikaskránni heldur eftir Sigvalda Kaldalóns), Loch Lomond, Vor í Vaglaskógi, ýmis þjóðlög og fáein popplög, þar á meðal Try Sleeping With a Broken Heart. Almennt talað var söngurinn fremur misjafn. Sumt var vissulega fallega sungið, eins og til dæmis Blunda, barnið góða eftir Carl Mortensen og hinn fyrrnefndi Krummi. En ýmislegt annað leið fyrir nokkra ónákvæmni, sérstaklega í undirröddunum ef söngurinn var hraður, auk þess sem einstaka tenórstrófur heppnuðust ekki sem skyldi. Það skorti líka meiri kraft í túlkunina. Að sjálfsögðu þurfa fimm karlsöngvarar að vanda sig og passa upp á að tæknilegar hliðar séu akkúrat. En það má ekki vera á kostnað einlægninnar og innlifunarinnar. Svona löng dagskrá verður að vera stuð! Það var of mikið af flatneskjulegum atriðum á tónleikunum til að hægt sé að segja að þeir hafi verið skemmtilegir. Ég vil þó ekki dæma Olgu úr leik. Söngvararnir eru góðir, og eins og áður sagði var sumt fallegt hjá þeim. En þeir hefðu mátt stytta tónleikana, og svo held ég að þeir þurfi einfaldlega meiri þjálfun í að koma fram fyrir áheyrendur. Þeir þurfa líka að huga betur að því hvernig tónleikadagskrá er samansett. Þetta er efnilegur hópur sem gæti áorkað heilmiklu með aukinni reynslu. Hún fæst auðvitað ekki nema með því að halda áfram.Niðurstaða: Misjafnir tónleikar sem voru í þokkabót alltof langir.
Gagnrýni Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira