Ekki tolla í tísku – en gerðu það samt Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. júní 2014 13:00 Hér sést ofurfyrirsætan Cara Delevingne í of stórri hettupeysu. Hún fær tíu í Normcore-kladdann. Hugtakið Normcore sameinar orðin „normal“, eða eðlilegt og „hardcore“, eða harður, og var búið til af K-Hole, fyrirtæki sem spáir um hvað koma skal í hinum ýmsu tískustefnum. Hugmyndin á bak við Normcore er einföld. Þeir sem aðhyllast stefnuna passa sig að skera sig ekki úr fjöldanum með því að klæðast hversdagslegum fötum. Þetta fólk er sem sagt í tísku án þess að vera í tísku. Þetta þýðir þó ekki að Normcore-arar séu ekki hipp og kúl. Þeir klæðast ekki hverju sem er heldur velja Normcore-fatnaðinn af kostgæfni. Það sem flokkast undir Normcore eru meðal annars bolir, flíspeysur, hettupeysur, kakíbuxur, gallabuxur og póló-bolir. Bindi og blússur tilheyra til dæmis ekki Normcore-tískunni. Þá mega fylgismenn Normcore alls ekki klikka á því að vera í hvítum sokkum við opna sandala á tyllidögum. Fatnaður sem gæti kallast Normcore er fjöldaframleiddur, oftast nær í Asíulöndum, fyrir stórar verslunarkeðjur, svo sem GAP, Jack & Jones og Abercrombie & Fitch.Hönnuðurinn Andrea Crews bauð upp á hið geysivinsæla sokka- og sandalakombó á tískuvikunni í París í vikunni.Á tískuvikunni í París, þar sem vor- og sumartíska næsta árs var kynnt fyrir stuttu, sáu hins vegar glöggir tískuspekúlantar að Normcore-tískan hefur rutt sér til rúms hjá heimsfrægum hönnuðum. Það er því um að gera að draga fram gömlu Fruit of the Loom-bolina og jafnvel Carhart-buxurnar sem fögnuðu mikilli velgengni fyrir aldamótin síðustu og tolla í tísku – án þess þó að gera það. Ert þú Normcore? Ef þú svarar meirihluta af eftirfarandi spurningum rétt smellpassar þú í normcore-tískusveifluna: 1. Lítur þú á Barack Obama sem tískutákn? 2. Lítur þú á karakterana í Seinfeld sem tískutákn? 3. Borðar þú franskbrauð oftar en einu sinni í mánuði? 4. Verslar þú í Hagkaup? 5. Gengur þú allajafna með derhúfu? 6. Horfir þú á The Big Bang Theory? 7. Gengur þú í khaki-buxum? 8. Gætirðu hugsað þér að vera í sokkum við opna sandala? 9. Borðar þú unnar kjötvörur eða frosnar, tilbúnar máltíðir? 10. Hlustar þú á U2? Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Hugtakið Normcore sameinar orðin „normal“, eða eðlilegt og „hardcore“, eða harður, og var búið til af K-Hole, fyrirtæki sem spáir um hvað koma skal í hinum ýmsu tískustefnum. Hugmyndin á bak við Normcore er einföld. Þeir sem aðhyllast stefnuna passa sig að skera sig ekki úr fjöldanum með því að klæðast hversdagslegum fötum. Þetta fólk er sem sagt í tísku án þess að vera í tísku. Þetta þýðir þó ekki að Normcore-arar séu ekki hipp og kúl. Þeir klæðast ekki hverju sem er heldur velja Normcore-fatnaðinn af kostgæfni. Það sem flokkast undir Normcore eru meðal annars bolir, flíspeysur, hettupeysur, kakíbuxur, gallabuxur og póló-bolir. Bindi og blússur tilheyra til dæmis ekki Normcore-tískunni. Þá mega fylgismenn Normcore alls ekki klikka á því að vera í hvítum sokkum við opna sandala á tyllidögum. Fatnaður sem gæti kallast Normcore er fjöldaframleiddur, oftast nær í Asíulöndum, fyrir stórar verslunarkeðjur, svo sem GAP, Jack & Jones og Abercrombie & Fitch.Hönnuðurinn Andrea Crews bauð upp á hið geysivinsæla sokka- og sandalakombó á tískuvikunni í París í vikunni.Á tískuvikunni í París, þar sem vor- og sumartíska næsta árs var kynnt fyrir stuttu, sáu hins vegar glöggir tískuspekúlantar að Normcore-tískan hefur rutt sér til rúms hjá heimsfrægum hönnuðum. Það er því um að gera að draga fram gömlu Fruit of the Loom-bolina og jafnvel Carhart-buxurnar sem fögnuðu mikilli velgengni fyrir aldamótin síðustu og tolla í tísku – án þess þó að gera það. Ert þú Normcore? Ef þú svarar meirihluta af eftirfarandi spurningum rétt smellpassar þú í normcore-tískusveifluna: 1. Lítur þú á Barack Obama sem tískutákn? 2. Lítur þú á karakterana í Seinfeld sem tískutákn? 3. Borðar þú franskbrauð oftar en einu sinni í mánuði? 4. Verslar þú í Hagkaup? 5. Gengur þú allajafna með derhúfu? 6. Horfir þú á The Big Bang Theory? 7. Gengur þú í khaki-buxum? 8. Gætirðu hugsað þér að vera í sokkum við opna sandala? 9. Borðar þú unnar kjötvörur eða frosnar, tilbúnar máltíðir? 10. Hlustar þú á U2?
Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira