
Kína nær og fjær
Alveg séríslensk útgáfa af stefnumörkun eftir Hrunið, var sá boðskapur þeirra forseta landsins og þáverandi utanríkisráðherra, að Íslendingar ættu að setja hald sitt og traust á Alþýðulýðveldið Kína. Gerð fríverslunarsamnings við Kína, aðalstoð svokallaðrar Asíugáttar, átti að opna nýja viðskiptamöguleika sem skipti máli. Þetta er fjarri lagi. Sjávarafurðir og flugþjónusta, uppistaða útflutnings vara og þjónustu, beinist eðlilega til nálægra hátekjumarkaða beggja vegna Atlantshafs. Þar vantar herslumuninn á fullkomið viðskiptafrelsi, sem fæst með aðild að Evrópusambandinu og þátttöku í fríverslunarsvæði þess og Bandaríkjanna sem samið er um.
Þakkarverð er sú áminning Hjörleifs Sveinbjörnssonar, kunnáttumanns um málefni Kína, í Fréttablaðinu 4. júní, að fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar í Peking fyrir 25 árum séu óuppgert voðaverk. Kínverski kommúnistaflokkurinn, allsráðandi í landinu, hefur aldrei viðurkennt þann glæp sem þá var framinn. Amnesty staðreynir að andófsmenn hafi verið látnir sæta varðhaldi í aðdraganda tímamótanna 4. júní 1989 – 2014.
Því fer mjög fjarri að mannréttindi þar nálgist það sem er frumréttur Íslendinga og allra sem búa við lýðfrelsi. Nægir þar að benda á harða ritskoðun með fjölmiðlum sem áróðursdeild kommúnistaflokksins hefur með höndum. Var það ekki úr þeim starfsvettvangi sem við fengum skáldið Huang Nubo, auðmann og fjárfesti, áhugasaman sem landgreifa að Grímsstöðum? Á hinum óheppilegasta tíma er hafin bygging sameiginlegrar norðurljósastofnunar Íslands og Kína í Norðurþingi og efnt til málþings með þeim um norðurslóðamál. Leynd virðist hvíla yfir athugunum fyrir stórhöfn og atvinnurekstur í Finnafirði.
Samfallandi hagsmunir
Sá tími er kominn að líta beri á Rússa og Kínverja, á ný vinaríki, sem bandamenn í lengri tíma áætlun um yfirráð á Norðurslóðum og í framhaldinu á Norður-Atlantshafi. Af ýmsum ástæðum eru hagsmunir þeirra samfallandi og nýgerður samningur um sölu til Kína á gríðarlegu magni rússnesks jarðgass til 30 ára, staðfestir nána samvinnu. Bæði ríkin hafa þegar gripið til fjandsamlegra aðgerða gegn Evrópulöndum og Bandaríkjunum; í Úkraínu annars vegar og hins vegar með yfirtroðslu Kínverja í Suður-Kínahafi við Filippseyjar og Víetnam.
Í Kínahafi eru Kínverjar greinilega að kanna viðbrögð Bandaríkjamanna sem eru bundnir samningum við Japani og Filippseyinga um varnir. Eru Bandaríkjamenn svo fullsaddir af stríðsaðgerðum eftir Írak og Afganistan, að þeir skeyta ekki deilum út af skerjagörðum, smáeyjum og tengdu hafsvæði, og láti þetta afskiptalaust? Það kann að vera. Á hinn bóginn er staðreyndin sú, að Bandaríkjamenn hafa verið seinteknir til stríðsaðgerða, eins og í Evrópustórstyrjöldum 20. aldarinnar, en höfðu þá úthald til að ná sigri. Þannig gæti yfirgangur Kínverja við grannríkin reynst þeim þau afdrifaríku mistök að hafa unnið sýndarsigra en tapað lokauppgjöri.
Þetta mikla traust Íslendinga á friðarást og samstarfsvilja Kínverja á sér að virðist helst sögulega hliðstæðu í samskiptum þeirra við Indland. Pandit Nehru, stjórnmálaleiðtogi Indverja eftir að þeir hlutu sjálfstæði, dáðist mjög að framgangi byltingar kommúnista í Kína. Friðarstefna (e. appeasement) var mörkuð og tekið að hampa Kína í þeirri trú að þar með yrði tryggð vinátta þjóðanna. Þessi stefna reyndist Indverjum gagnslaus. Kínverjar hafa fyrr og síðar litið á Indland sem þann eina aðila sem gæti skákað þeim í Asíu og hafa því stefnt að einangrun þeirra í suðurhluta álfunnar. Vináttusamband við Íslendinga er fyrir Kínverja tæki til mikillar stöðu áhrifa og ábata, bæði varðandi siglingaleiðina sem senn opnast um Norðausturleiðina og nýtingu jarðefna og olíu í nágrenni við Ísland. Og hvað boðar bandalag þeirra og Rússa, sem nú eru að koma upp miklum hernaðarmætti á svæðinu? Herstöð á Íslandi væri stóri vinningurinn en henni fylgja sem fyrr veruleg yfirráð í Norður-Atlantshafi.
Íslendingar verða nú sem aldrei fyrr að sýna frumkvæði um varnarsamstarf við Bandaríkin. Það snertir sameiginlegt varnarátak Norðurlandanna og Bandaríkjanna á norðurslóðum en þar hefur orðið sú heillavænlega þróun að Svíar og Finnar taka þátt í loftrýmisgæslu á Íslandi sem borin er uppi af bandaríska flughernum.
Skoðun

Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Til hvers að læra iðnnám?
Jakob Þór Möller skrifar

Komir þú á Grænlands grund
Gunnar Pálsson skrifar

Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg
Ósk Sigurðardóttir skrifar

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar