Hafði ekki áhuga á að vera lengur í Noregi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. júní 2014 06:00 Hreiðar er með mikla reynslu úr landsliðinu og á eftir að styrkja lið Akureyrar mikið. Hann fagnar hér á ÓL í London Fréttablaðið/Valli „Þeir höfðu ekkert samband við mig þannig að sá möguleiki var aldrei uppi á borðinu,“ segir markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson aðspurður hvort ekki hafi komið til greina að spila með ÍR næsta vetur. Margir bjuggust við því að hann færi aftur í Breiðholtið með fyrrverandi félögum sínum en þess í stað samdi hann við Akureyri og tók með sér vin sinn og ÍR-inginn Ingimund Ingimundarson. „Ég hafði ekki áhuga á að vera lengur í Noregi. Ég var með spennandi dæmi í Noregi en það gekk ekki upp þar sem ég er á leið í aðgerð á hné og get þar af leiðandi ekki spilað fyrr en í fyrsta lagi í október,“ segir Hreiðar en hann er spenntur fyrir því að koma heim. „Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun að fara til Akureyrar og ekki verra að fá Didda [Ingimund] með mér. Svo á ég góða vini frá tíma mínum þarna áður þannig að þetta verður bara spennandi.“Átti ekki von á því að semja Hreiðar lék með Akureyri Handboltafélagi fyrstu leiktíðina eftir að það var stofnað, 2006-07. Hann hélt síðan utan í atvinnumennsku og kemur heim frá norska félaginu Nötteroy. „Ég var nú ekkert að reikna með því að semja núna. Ég bjóst allt eins við því að vera samningslaus fram á árið en þá komu Akureyringar inn. Ég skrifaði undir tveggja ára samning með möguleika á eins árs framlengingu. Þetta blessaðist því allt saman.“ Markvörðurinn segir að lífið í Noregi hafi verið mjög gott að mörgu leyti en það verði gott að komast aftur heim. Hreiðar íhugar jafnvel að taka með sér heim rafmagnsbíl sem hann ekur á ytra. „Fyrst eftir að ég kom út þá keypti ég mér Benz-bíl en hann eyddi óhemju miklu bensíni. Ég var að eyða 100 þúsund krónum á mánuði í bensín. Það var alveg að gera mig bilaðan,“ segir Hreiðar og hlær við. „Ég fór því alveg á hinn endann og keypti mér rafmagnsbíl. Það kostar lítið að reka hann og ég er ánægður með bílinn. Eina vesenið er náttúrulega að hlaða hann. Það er ekkert sérstakt að verða straumlaus úti á miðjum þjóðvegi. Þá labbar maður bara ekkert út á næstu bensínstöð. Bíllinn er góður og aldrei að vita nema fólk muni sjá mig á honum á Akureyri.“ Næst á dagskrá hjá honum er að koma skemmdu húsi fjölskyldunnar í almennilegt stand. Svo verður hægt að selja það en húsið var gallað og hefur Hreiðar staðið í málaferlum í tvö ár vegna þessa. „Það á eftir að vinna mörg handtök í þessu húsi og ég er að spá í að slá bara upp veislu fyrir alla í götunni sem vilja hjálpa þannig að þetta taki sem stystan tíma. Það er bara eitt púsl í einu hjá mér og þetta þarf allt að klárast áður en ég kem heim.“ Olís-deild karla Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
„Þeir höfðu ekkert samband við mig þannig að sá möguleiki var aldrei uppi á borðinu,“ segir markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson aðspurður hvort ekki hafi komið til greina að spila með ÍR næsta vetur. Margir bjuggust við því að hann færi aftur í Breiðholtið með fyrrverandi félögum sínum en þess í stað samdi hann við Akureyri og tók með sér vin sinn og ÍR-inginn Ingimund Ingimundarson. „Ég hafði ekki áhuga á að vera lengur í Noregi. Ég var með spennandi dæmi í Noregi en það gekk ekki upp þar sem ég er á leið í aðgerð á hné og get þar af leiðandi ekki spilað fyrr en í fyrsta lagi í október,“ segir Hreiðar en hann er spenntur fyrir því að koma heim. „Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun að fara til Akureyrar og ekki verra að fá Didda [Ingimund] með mér. Svo á ég góða vini frá tíma mínum þarna áður þannig að þetta verður bara spennandi.“Átti ekki von á því að semja Hreiðar lék með Akureyri Handboltafélagi fyrstu leiktíðina eftir að það var stofnað, 2006-07. Hann hélt síðan utan í atvinnumennsku og kemur heim frá norska félaginu Nötteroy. „Ég var nú ekkert að reikna með því að semja núna. Ég bjóst allt eins við því að vera samningslaus fram á árið en þá komu Akureyringar inn. Ég skrifaði undir tveggja ára samning með möguleika á eins árs framlengingu. Þetta blessaðist því allt saman.“ Markvörðurinn segir að lífið í Noregi hafi verið mjög gott að mörgu leyti en það verði gott að komast aftur heim. Hreiðar íhugar jafnvel að taka með sér heim rafmagnsbíl sem hann ekur á ytra. „Fyrst eftir að ég kom út þá keypti ég mér Benz-bíl en hann eyddi óhemju miklu bensíni. Ég var að eyða 100 þúsund krónum á mánuði í bensín. Það var alveg að gera mig bilaðan,“ segir Hreiðar og hlær við. „Ég fór því alveg á hinn endann og keypti mér rafmagnsbíl. Það kostar lítið að reka hann og ég er ánægður með bílinn. Eina vesenið er náttúrulega að hlaða hann. Það er ekkert sérstakt að verða straumlaus úti á miðjum þjóðvegi. Þá labbar maður bara ekkert út á næstu bensínstöð. Bíllinn er góður og aldrei að vita nema fólk muni sjá mig á honum á Akureyri.“ Næst á dagskrá hjá honum er að koma skemmdu húsi fjölskyldunnar í almennilegt stand. Svo verður hægt að selja það en húsið var gallað og hefur Hreiðar staðið í málaferlum í tvö ár vegna þessa. „Það á eftir að vinna mörg handtök í þessu húsi og ég er að spá í að slá bara upp veislu fyrir alla í götunni sem vilja hjálpa þannig að þetta taki sem stystan tíma. Það er bara eitt púsl í einu hjá mér og þetta þarf allt að klárast áður en ég kem heim.“
Olís-deild karla Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira