Hafði ekki áhuga á að vera lengur í Noregi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. júní 2014 06:00 Hreiðar er með mikla reynslu úr landsliðinu og á eftir að styrkja lið Akureyrar mikið. Hann fagnar hér á ÓL í London Fréttablaðið/Valli „Þeir höfðu ekkert samband við mig þannig að sá möguleiki var aldrei uppi á borðinu,“ segir markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson aðspurður hvort ekki hafi komið til greina að spila með ÍR næsta vetur. Margir bjuggust við því að hann færi aftur í Breiðholtið með fyrrverandi félögum sínum en þess í stað samdi hann við Akureyri og tók með sér vin sinn og ÍR-inginn Ingimund Ingimundarson. „Ég hafði ekki áhuga á að vera lengur í Noregi. Ég var með spennandi dæmi í Noregi en það gekk ekki upp þar sem ég er á leið í aðgerð á hné og get þar af leiðandi ekki spilað fyrr en í fyrsta lagi í október,“ segir Hreiðar en hann er spenntur fyrir því að koma heim. „Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun að fara til Akureyrar og ekki verra að fá Didda [Ingimund] með mér. Svo á ég góða vini frá tíma mínum þarna áður þannig að þetta verður bara spennandi.“Átti ekki von á því að semja Hreiðar lék með Akureyri Handboltafélagi fyrstu leiktíðina eftir að það var stofnað, 2006-07. Hann hélt síðan utan í atvinnumennsku og kemur heim frá norska félaginu Nötteroy. „Ég var nú ekkert að reikna með því að semja núna. Ég bjóst allt eins við því að vera samningslaus fram á árið en þá komu Akureyringar inn. Ég skrifaði undir tveggja ára samning með möguleika á eins árs framlengingu. Þetta blessaðist því allt saman.“ Markvörðurinn segir að lífið í Noregi hafi verið mjög gott að mörgu leyti en það verði gott að komast aftur heim. Hreiðar íhugar jafnvel að taka með sér heim rafmagnsbíl sem hann ekur á ytra. „Fyrst eftir að ég kom út þá keypti ég mér Benz-bíl en hann eyddi óhemju miklu bensíni. Ég var að eyða 100 þúsund krónum á mánuði í bensín. Það var alveg að gera mig bilaðan,“ segir Hreiðar og hlær við. „Ég fór því alveg á hinn endann og keypti mér rafmagnsbíl. Það kostar lítið að reka hann og ég er ánægður með bílinn. Eina vesenið er náttúrulega að hlaða hann. Það er ekkert sérstakt að verða straumlaus úti á miðjum þjóðvegi. Þá labbar maður bara ekkert út á næstu bensínstöð. Bíllinn er góður og aldrei að vita nema fólk muni sjá mig á honum á Akureyri.“ Næst á dagskrá hjá honum er að koma skemmdu húsi fjölskyldunnar í almennilegt stand. Svo verður hægt að selja það en húsið var gallað og hefur Hreiðar staðið í málaferlum í tvö ár vegna þessa. „Það á eftir að vinna mörg handtök í þessu húsi og ég er að spá í að slá bara upp veislu fyrir alla í götunni sem vilja hjálpa þannig að þetta taki sem stystan tíma. Það er bara eitt púsl í einu hjá mér og þetta þarf allt að klárast áður en ég kem heim.“ Olís-deild karla Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
„Þeir höfðu ekkert samband við mig þannig að sá möguleiki var aldrei uppi á borðinu,“ segir markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson aðspurður hvort ekki hafi komið til greina að spila með ÍR næsta vetur. Margir bjuggust við því að hann færi aftur í Breiðholtið með fyrrverandi félögum sínum en þess í stað samdi hann við Akureyri og tók með sér vin sinn og ÍR-inginn Ingimund Ingimundarson. „Ég hafði ekki áhuga á að vera lengur í Noregi. Ég var með spennandi dæmi í Noregi en það gekk ekki upp þar sem ég er á leið í aðgerð á hné og get þar af leiðandi ekki spilað fyrr en í fyrsta lagi í október,“ segir Hreiðar en hann er spenntur fyrir því að koma heim. „Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun að fara til Akureyrar og ekki verra að fá Didda [Ingimund] með mér. Svo á ég góða vini frá tíma mínum þarna áður þannig að þetta verður bara spennandi.“Átti ekki von á því að semja Hreiðar lék með Akureyri Handboltafélagi fyrstu leiktíðina eftir að það var stofnað, 2006-07. Hann hélt síðan utan í atvinnumennsku og kemur heim frá norska félaginu Nötteroy. „Ég var nú ekkert að reikna með því að semja núna. Ég bjóst allt eins við því að vera samningslaus fram á árið en þá komu Akureyringar inn. Ég skrifaði undir tveggja ára samning með möguleika á eins árs framlengingu. Þetta blessaðist því allt saman.“ Markvörðurinn segir að lífið í Noregi hafi verið mjög gott að mörgu leyti en það verði gott að komast aftur heim. Hreiðar íhugar jafnvel að taka með sér heim rafmagnsbíl sem hann ekur á ytra. „Fyrst eftir að ég kom út þá keypti ég mér Benz-bíl en hann eyddi óhemju miklu bensíni. Ég var að eyða 100 þúsund krónum á mánuði í bensín. Það var alveg að gera mig bilaðan,“ segir Hreiðar og hlær við. „Ég fór því alveg á hinn endann og keypti mér rafmagnsbíl. Það kostar lítið að reka hann og ég er ánægður með bílinn. Eina vesenið er náttúrulega að hlaða hann. Það er ekkert sérstakt að verða straumlaus úti á miðjum þjóðvegi. Þá labbar maður bara ekkert út á næstu bensínstöð. Bíllinn er góður og aldrei að vita nema fólk muni sjá mig á honum á Akureyri.“ Næst á dagskrá hjá honum er að koma skemmdu húsi fjölskyldunnar í almennilegt stand. Svo verður hægt að selja það en húsið var gallað og hefur Hreiðar staðið í málaferlum í tvö ár vegna þessa. „Það á eftir að vinna mörg handtök í þessu húsi og ég er að spá í að slá bara upp veislu fyrir alla í götunni sem vilja hjálpa þannig að þetta taki sem stystan tíma. Það er bara eitt púsl í einu hjá mér og þetta þarf allt að klárast áður en ég kem heim.“
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita