Fengu hönnunarstyrk til að virkja kraftinn og endurnýta fatnað Marín Manda skrifar 6. júní 2014 12:30 Helga Ólafsdóttir yfirhönnuður og Guðrún Tinna Ólafsdóttir frmakvæmdastjóri Ígló&Indí. Helga Ólafsdóttir og Guðrún Tinna Ólafsdóttir, eigendur Ígló&Indí fengu úthlutaðan styrk frá hönnunarsjóði til að halda áfram samstarfi við Enza-konur í Afríku. „Styrkurinn þýðir það að við getum haldið áfram því starfi sem við höfum hafið með Enza og hannað og þróað með þeim breiðari vörulínu. Núna fáum við tækifæri til að fara út til þeirra og þróa með þeim vörurnar á staðnum og miðla kunnáttu okkar í framleiðslu á vörum,“ segir Helga Ólafsdóttir, stofnandi og yfirhönnuður barnafatamerkisins Ígló&Indí. Á dögunum var Ígló&Indí úthlutaður styrkur frá Hönnunarsjóði Íslands fyrir verkefnið Songs from the horizon – Ígló&Indí – Spring/Summer 2015. Verkefnið snýst um að stuðla að verðmætasköpun með því að virkja kraft og byggja brú á milli íslenskrar hönnunar og hugvits og fátækra suður-afrískra kvenna, með atvinnuskapandi verkefnum, stuðningi og sjálfbærni við rekstur smáfyrirtækja sem stofnuð eru af Enza-konum á heimaslóðum þeirra í Suður-Afríku.Ígló&Indí„Það skiptir okkur lykilmáli að vita til þess að verkefnið geti stuðlað að því að Enza-konur öðlist fjárhagslegt sjálfstæði og fái greitt vestrænt markaðsvirði fyrir að framleiða okkar vöru. Einnig er mikilvægt að virðiskeðjan sé sjálfbær alla leið frá hönnun til viðskiptavina,“ segir Helga. Sumarið 2013 tók Ígló&Indí fyrsta skrefið til samstarfs við The Enza Women Social Enterprise með samfélagsábyrgð að leiðarljósi með kennslu á endurnýtingu afgangsfatnaðar. Fatnaðurinn gengur svo í endurnýjun lífdaga í formi fallegra nytjamuna fyrir börn sem seldir eru í verslunum Ígló&Indí. Nú hefur gefist tækifæri til að halda samstarfinu áfram með framleiðslu á línunni Songs from the horizon sem samanstendur af 10 flíkum fyrir stúlkur og drengi. Línan er viðbót við þá sumarlínu sem Ígló&Indí hannar árlega. Flíkurnar eru allar hannaðar með það að leiðarljósi að nýttar séu „nýjar“ ósöluhæfar flíkur og efnisafskurðir. Ígló&Indí rekur í dag tvær eigin verslanir, í Kringlunni og á Skólavörðustíg 4, og vefverslun. Mest lesið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Fleiri fréttir Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
Helga Ólafsdóttir og Guðrún Tinna Ólafsdóttir, eigendur Ígló&Indí fengu úthlutaðan styrk frá hönnunarsjóði til að halda áfram samstarfi við Enza-konur í Afríku. „Styrkurinn þýðir það að við getum haldið áfram því starfi sem við höfum hafið með Enza og hannað og þróað með þeim breiðari vörulínu. Núna fáum við tækifæri til að fara út til þeirra og þróa með þeim vörurnar á staðnum og miðla kunnáttu okkar í framleiðslu á vörum,“ segir Helga Ólafsdóttir, stofnandi og yfirhönnuður barnafatamerkisins Ígló&Indí. Á dögunum var Ígló&Indí úthlutaður styrkur frá Hönnunarsjóði Íslands fyrir verkefnið Songs from the horizon – Ígló&Indí – Spring/Summer 2015. Verkefnið snýst um að stuðla að verðmætasköpun með því að virkja kraft og byggja brú á milli íslenskrar hönnunar og hugvits og fátækra suður-afrískra kvenna, með atvinnuskapandi verkefnum, stuðningi og sjálfbærni við rekstur smáfyrirtækja sem stofnuð eru af Enza-konum á heimaslóðum þeirra í Suður-Afríku.Ígló&Indí„Það skiptir okkur lykilmáli að vita til þess að verkefnið geti stuðlað að því að Enza-konur öðlist fjárhagslegt sjálfstæði og fái greitt vestrænt markaðsvirði fyrir að framleiða okkar vöru. Einnig er mikilvægt að virðiskeðjan sé sjálfbær alla leið frá hönnun til viðskiptavina,“ segir Helga. Sumarið 2013 tók Ígló&Indí fyrsta skrefið til samstarfs við The Enza Women Social Enterprise með samfélagsábyrgð að leiðarljósi með kennslu á endurnýtingu afgangsfatnaðar. Fatnaðurinn gengur svo í endurnýjun lífdaga í formi fallegra nytjamuna fyrir börn sem seldir eru í verslunum Ígló&Indí. Nú hefur gefist tækifæri til að halda samstarfinu áfram með framleiðslu á línunni Songs from the horizon sem samanstendur af 10 flíkum fyrir stúlkur og drengi. Línan er viðbót við þá sumarlínu sem Ígló&Indí hannar árlega. Flíkurnar eru allar hannaðar með það að leiðarljósi að nýttar séu „nýjar“ ósöluhæfar flíkur og efnisafskurðir. Ígló&Indí rekur í dag tvær eigin verslanir, í Kringlunni og á Skólavörðustíg 4, og vefverslun.
Mest lesið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Fleiri fréttir Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira