Búdda í hverju horni á heimilinu Marín Manda skrifar 6. júní 2014 16:30 Inga Dóra Gunnarsdóttir. "Lampinn til hliðar er uppáhaldið á heimilinu og birtan er svo falleg og þægileg. Heimilið mitt er ekki heimili fyrr en hann er kominn á góðan stað." „Ég er mjög hrifin af hvítu, stílhreinu og skandinavískri hönnun í bland við persónulega hluti sem skapa heimilið. Þú getur til dæmis hvergi verið í íbúðinni án þess að sjá Búdda,“ segir Inga Dóra A. Gunnarsdóttir en hún starfar sem framkvæmdastjóri Sif Jakobs Jewellery og býr í Garðabænum. Inga Dóra hefur ferðast töluvert í gegnum tíðina og búið víða um heim. Meðal annars í Kína, Bandaríkjunum, Bretlandi og Danmörku. Hjartað er þó ætíð á Íslandi. Stofan Stólarnir eru frá Ikea og ég ákvað að hafa þá þægilega og munstrið passar vel við svo margt. Málverkið er eftir Húbert Nóa Jóhannesson en ég fæ að geyma það fyrir hann. Sófaborðið er úr Ikea og á borðinu stendur kínverskur antíkdrykkjarbrúsi. Hönnunarstóllinn Stóllinn er frá Cassina og heitir LC4 Chaise Lounge. Það er æðislegt að slappa af í honum og spjalla í símann, fletta tímaritum eða lesa góða bók. Borðið er frá Ikea og stóra kertastjakann fann ég á genbrugssölu í Köben. Hillan Þessa hillu bjó pabbi minn til. Ég er búin að eiga hana síðan ég man eftir mér. Allt dótið í henni er eitthvað sem ég hef safnað að mér á ferðalögum því ég vil ekki kaupa stóra muni. Þarna er að finna ýmislegt frá Róm, Kína og fleiri spennandi stöðum. Körfurnar Þennan stól fékk ég í genbrugsverslun í Danmörku. Málverkið fékk ég í stúdentsgjöf en það er eftir Húbert Nóa. Karfan á gólfinu eru frá Kína. Púðinn Púðann fékk ég í fertugsafmælisgjöf og er einstaklega ánægð með hann. Svefnherbergið Guðný Helga vinkona mín gaf mér myndina í svefnherberginu. Hún fékk hana í Kína og lét ramma inn. Rúmið er gamalt en ég lakkaði það hvítt og það sama á við um náttborðin. Lamparnir eru eldgamlir en ég fékk þá í Ikea og hef reglulega skipt um skerm á þeim. Hús og heimili Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Ég er mjög hrifin af hvítu, stílhreinu og skandinavískri hönnun í bland við persónulega hluti sem skapa heimilið. Þú getur til dæmis hvergi verið í íbúðinni án þess að sjá Búdda,“ segir Inga Dóra A. Gunnarsdóttir en hún starfar sem framkvæmdastjóri Sif Jakobs Jewellery og býr í Garðabænum. Inga Dóra hefur ferðast töluvert í gegnum tíðina og búið víða um heim. Meðal annars í Kína, Bandaríkjunum, Bretlandi og Danmörku. Hjartað er þó ætíð á Íslandi. Stofan Stólarnir eru frá Ikea og ég ákvað að hafa þá þægilega og munstrið passar vel við svo margt. Málverkið er eftir Húbert Nóa Jóhannesson en ég fæ að geyma það fyrir hann. Sófaborðið er úr Ikea og á borðinu stendur kínverskur antíkdrykkjarbrúsi. Hönnunarstóllinn Stóllinn er frá Cassina og heitir LC4 Chaise Lounge. Það er æðislegt að slappa af í honum og spjalla í símann, fletta tímaritum eða lesa góða bók. Borðið er frá Ikea og stóra kertastjakann fann ég á genbrugssölu í Köben. Hillan Þessa hillu bjó pabbi minn til. Ég er búin að eiga hana síðan ég man eftir mér. Allt dótið í henni er eitthvað sem ég hef safnað að mér á ferðalögum því ég vil ekki kaupa stóra muni. Þarna er að finna ýmislegt frá Róm, Kína og fleiri spennandi stöðum. Körfurnar Þennan stól fékk ég í genbrugsverslun í Danmörku. Málverkið fékk ég í stúdentsgjöf en það er eftir Húbert Nóa. Karfan á gólfinu eru frá Kína. Púðinn Púðann fékk ég í fertugsafmælisgjöf og er einstaklega ánægð með hann. Svefnherbergið Guðný Helga vinkona mín gaf mér myndina í svefnherberginu. Hún fékk hana í Kína og lét ramma inn. Rúmið er gamalt en ég lakkaði það hvítt og það sama á við um náttborðin. Lamparnir eru eldgamlir en ég fékk þá í Ikea og hef reglulega skipt um skerm á þeim.
Hús og heimili Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira