Eiður enn inn í myndinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. júní 2014 07:00 Bræðurnir Aron Einar Gunnarsson og Arnór Þór Gunnarsson. Fréttablaðið/Daníel „Það verður engin tilraunastarfsemi í þessum leik enda engin tilraunadýr í hópnum,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari léttur. Strákarnir hans og Lars Lagerbäck spila gegn Eistum á Laugardalsvelli annað kvöld en þetta er seinni vináttulandsleikur Íslands í þessari landsleikjahrinu. Strákarnir gerðu 1-1 jafntefli gegn Austurríki ytra á dögunum og það voru fín úrslit gegn liði sem er í 40. sæti á FIFA-listanum. Ísland er í 58. sæti á listanum og það er krafa á sigur gegn Eistum annað kvöld en þeir eru í 93. sæti listans. Leikina þarf líka að nýta vel þar sem Ísland fær engan vináttulandsleik í ágúst. „Þetta eru mikilvægir leikir fyrir okkur áður en alvaran byrjar í september. Við fáum enga æfingaleiki í ágúst en stóru liðin sem taka þátt í stórmótum eru saman í einn og hálfan mánuð. Það segir sig sjálft að bilið á milli stóru og litlu liðanna mun aukast. Það eru því miður engar líkur á því að við fáum leik í ágúst.“Hentugir andstæðingar Heimir segir fínt að fá leiki gegn Austurríki og Eistum, enda eigi þau margt sameiginlegt með liðunum sem Ísland mætir í undankeppni EM. „Austurríkismenn eru svipaðir í styrkleika og Tyrkir og Tékkar. Að sama skapi eru Eistarnir á svipuðum slóðum og Lettar og Kasakstan. Við getum því verið með sínar áherslurnar í hvorum leiknum, sem er kærkomið,“ segir Heimir. Lars Lagerbäck deilir nú landsliðsþjálfarastöðunni með Heimi og hann tekur í svipaðan streng. „Það sem er gott við okkar lið er hvað leikmenn leggja mikið á sig. Það er mjög gott að hafa tekið inn unga stráka sem geta kynnst okkar vinnu og við þeim,“ segir Svíinn og tekur undir að Lettar spili svipað og Eistar. „Þetta eru mjög svipuð lið og því er gott fyrir okkur að fá þennan leik. Þau gerðu markalaust jafntefli á dögunum sem styður það. Við stefnum að sjálfsögðu á sigur og það væru vonbrigði að vinna ekki þennan leik. Við erum lið sem stefnir á lokamót EM og þá eigum við að vinna lið eins og Eistland með fullri virðingu fyrir þeim. Sérstaklega á heimavelli.“ Það er vissulega mjög slæmt að Ísland fái enga leiki í ágúst enda byrjar undankeppni EM á mjög mikilvægum leikjum gegn Tyrkjum og Lettum. „Það skiptir öllu máli að byrja þessa keppni vel. Markmið okkar er að vera í topp tveimur og því verðum við að byrja vel,“ segir Heimir en Lars býst ekki við miklum breytingum á hópnum í næstu keppni þó svo að þeir séu að prófa nýja menn núna. „Flestir strákarnir í liðinu eru á flottum aldri og að spila mikið. Auðvitað þurfum við samt að taka stöðuna aftur í haust og sjá til hverjir eru í formi og svona áður en við veljum hópinn. Það eru vissulega áhugaverðir ungir strákar að banka upp á og það er mjög jákvætt.“Óvissa með Eið Smára Eiður Smári Guðjohnsen færði liðinu mikið í síðustu undankeppni en framtíð hans er í lausu lofti sem og framhaldið með landsliðinu. „Við höfum rætt við Eið og munum ekki taka neina ákvörðun um framhaldið hjá honum með landsliðinu fyrr en hann hefur ákveðið hvað hann ætlar að gera. Það er alls ekki búið að loka neinum dyrum. Ef hann heldur áfram að spila með góðu liði og heldur sér í formi þá verður hann klárlega áfram í hópnum hjá okkur. Hann segist ekki hafa hugmynd um hvað gerist hjá honum í sumar,“ segir Lars Lagerbäck. Íslenski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
„Það verður engin tilraunastarfsemi í þessum leik enda engin tilraunadýr í hópnum,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari léttur. Strákarnir hans og Lars Lagerbäck spila gegn Eistum á Laugardalsvelli annað kvöld en þetta er seinni vináttulandsleikur Íslands í þessari landsleikjahrinu. Strákarnir gerðu 1-1 jafntefli gegn Austurríki ytra á dögunum og það voru fín úrslit gegn liði sem er í 40. sæti á FIFA-listanum. Ísland er í 58. sæti á listanum og það er krafa á sigur gegn Eistum annað kvöld en þeir eru í 93. sæti listans. Leikina þarf líka að nýta vel þar sem Ísland fær engan vináttulandsleik í ágúst. „Þetta eru mikilvægir leikir fyrir okkur áður en alvaran byrjar í september. Við fáum enga æfingaleiki í ágúst en stóru liðin sem taka þátt í stórmótum eru saman í einn og hálfan mánuð. Það segir sig sjálft að bilið á milli stóru og litlu liðanna mun aukast. Það eru því miður engar líkur á því að við fáum leik í ágúst.“Hentugir andstæðingar Heimir segir fínt að fá leiki gegn Austurríki og Eistum, enda eigi þau margt sameiginlegt með liðunum sem Ísland mætir í undankeppni EM. „Austurríkismenn eru svipaðir í styrkleika og Tyrkir og Tékkar. Að sama skapi eru Eistarnir á svipuðum slóðum og Lettar og Kasakstan. Við getum því verið með sínar áherslurnar í hvorum leiknum, sem er kærkomið,“ segir Heimir. Lars Lagerbäck deilir nú landsliðsþjálfarastöðunni með Heimi og hann tekur í svipaðan streng. „Það sem er gott við okkar lið er hvað leikmenn leggja mikið á sig. Það er mjög gott að hafa tekið inn unga stráka sem geta kynnst okkar vinnu og við þeim,“ segir Svíinn og tekur undir að Lettar spili svipað og Eistar. „Þetta eru mjög svipuð lið og því er gott fyrir okkur að fá þennan leik. Þau gerðu markalaust jafntefli á dögunum sem styður það. Við stefnum að sjálfsögðu á sigur og það væru vonbrigði að vinna ekki þennan leik. Við erum lið sem stefnir á lokamót EM og þá eigum við að vinna lið eins og Eistland með fullri virðingu fyrir þeim. Sérstaklega á heimavelli.“ Það er vissulega mjög slæmt að Ísland fái enga leiki í ágúst enda byrjar undankeppni EM á mjög mikilvægum leikjum gegn Tyrkjum og Lettum. „Það skiptir öllu máli að byrja þessa keppni vel. Markmið okkar er að vera í topp tveimur og því verðum við að byrja vel,“ segir Heimir en Lars býst ekki við miklum breytingum á hópnum í næstu keppni þó svo að þeir séu að prófa nýja menn núna. „Flestir strákarnir í liðinu eru á flottum aldri og að spila mikið. Auðvitað þurfum við samt að taka stöðuna aftur í haust og sjá til hverjir eru í formi og svona áður en við veljum hópinn. Það eru vissulega áhugaverðir ungir strákar að banka upp á og það er mjög jákvætt.“Óvissa með Eið Smára Eiður Smári Guðjohnsen færði liðinu mikið í síðustu undankeppni en framtíð hans er í lausu lofti sem og framhaldið með landsliðinu. „Við höfum rætt við Eið og munum ekki taka neina ákvörðun um framhaldið hjá honum með landsliðinu fyrr en hann hefur ákveðið hvað hann ætlar að gera. Það er alls ekki búið að loka neinum dyrum. Ef hann heldur áfram að spila með góðu liði og heldur sér í formi þá verður hann klárlega áfram í hópnum hjá okkur. Hann segist ekki hafa hugmynd um hvað gerist hjá honum í sumar,“ segir Lars Lagerbäck.
Íslenski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira