ATP og Secret Solstice með þeim bestu í Evrópu Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. maí 2014 12:30 Tómas Young, skipuleggjandi ATP-hátíðarinnar er ánægður með að komast á lista með nokkrum af þekktustu tónlistarhátíðum heims. visir/vilhelm Tvær tónlistarhátíðir sem fram fara á Íslandi í sumar eru á lista yfir topp tíu tónlistarhátíðir í Evrópu í sumar, þetta kemur fram á hinni virtu tónlistarheimasíðu Consequence of Sound. Um er að ræða tónlistarhátíðirnar ATP-hátíðina sem fram fer á Ásbrú í Keflavík dagana 10. til 12. júlí og Secret Solstice-hátíðina sem fram fer 20. til 22. júní í Laugardalnum í Reykjavík. ATP er í sjöunda sæti listans og Secret Solstice er í tíunda sæti listans. „Það er mjög gaman að vera kominn á lista með svona stórum hátíðum. Þetta er mjög skemmtileg viðurkenning,” segir Tómas Young, skipuleggjandi ATP-tónlistarhátíðarinnar, en á sama lista má finna hátíðir á borð við Hróarskelduhátíðina í Danmörku sem er í þriðja sæti, Glastonbury á Bretlandi í öðru sæti og Primavera Sound í Barcelona sem er í fyrsta sæti listans.Hljómsveitin Portishead kemur fram á ATP-hátíðinni í sumar.mynd/einkasafnTómas segist þekkja til þessarar virtu síðu. „Þetta er nokkurs konar tónlistarblogg þar sem tónlist og tónlistarviðburðir fá umfjöllun,“ bætir Tómas við. Mikil aðsókn er að ATP-hátíðinni en að sögn Tómasar eru um 1.300 erlendir gestir væntanlegir á hátíðina. Helstu hljómsveitir á ATP eru Portishead, Interpol og Mogwai svo nokkrar séu nefndar. Á Secret Solstice koma fram hljómsveitir á borð við Massive Attack, Schoolboy Q og Disclosure svo nokkrar séu nefndar. Þá kemur fram fjöldi íslenskra hljómsveita á báðum hátíðunum. ATP í Keflavík Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Tvær tónlistarhátíðir sem fram fara á Íslandi í sumar eru á lista yfir topp tíu tónlistarhátíðir í Evrópu í sumar, þetta kemur fram á hinni virtu tónlistarheimasíðu Consequence of Sound. Um er að ræða tónlistarhátíðirnar ATP-hátíðina sem fram fer á Ásbrú í Keflavík dagana 10. til 12. júlí og Secret Solstice-hátíðina sem fram fer 20. til 22. júní í Laugardalnum í Reykjavík. ATP er í sjöunda sæti listans og Secret Solstice er í tíunda sæti listans. „Það er mjög gaman að vera kominn á lista með svona stórum hátíðum. Þetta er mjög skemmtileg viðurkenning,” segir Tómas Young, skipuleggjandi ATP-tónlistarhátíðarinnar, en á sama lista má finna hátíðir á borð við Hróarskelduhátíðina í Danmörku sem er í þriðja sæti, Glastonbury á Bretlandi í öðru sæti og Primavera Sound í Barcelona sem er í fyrsta sæti listans.Hljómsveitin Portishead kemur fram á ATP-hátíðinni í sumar.mynd/einkasafnTómas segist þekkja til þessarar virtu síðu. „Þetta er nokkurs konar tónlistarblogg þar sem tónlist og tónlistarviðburðir fá umfjöllun,“ bætir Tómas við. Mikil aðsókn er að ATP-hátíðinni en að sögn Tómasar eru um 1.300 erlendir gestir væntanlegir á hátíðina. Helstu hljómsveitir á ATP eru Portishead, Interpol og Mogwai svo nokkrar séu nefndar. Á Secret Solstice koma fram hljómsveitir á borð við Massive Attack, Schoolboy Q og Disclosure svo nokkrar séu nefndar. Þá kemur fram fjöldi íslenskra hljómsveita á báðum hátíðunum.
ATP í Keflavík Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira