Kvenlínan Berg á markað Marín Manda skrifar 16. maí 2014 11:30 Jóhannes Arnljóts Ottósson, gullsmiður og skartgripahönnuður. Jóhannes Arnljóts Ottósson, gullsmiður og skartgripahönnuður, með nýja línu hjá NOX. „Ég hanna frekar þunga skartgripi fyrir karlmennina. Ég reyni að gera karlmannshlutina stóra, mikla og sterklega en á móti kemur að kvenlínan, Berg, sem er að koma á markað, er fíngerð rétt eins og konan og það er hvergi sparað til efnið,“ segir Jóhannes Arnljóts Ottósson sem hannar undir skartgripamerkinu NOX. Nýja kvenlínan hans, Berg, samanstendur af hring, lokkum og hálsmenum en Jóhannes segist ekki einblína á heilsteypta línu hverju sinni.„Ég reyni að tengja skartið við einhverja ákveðna sögu. Ég er ekki að rembast við að vera með heila línu því það verður oft svo þvingað. Ég gef mér allan þann tíma sem til þarf að vinna að margs konar mismunandi pælingum og set ekkert frá mér nema að allt í kringum vöruna sé í 100 prósent lagi.“ Jóhannes lærði gullsmíði í Tekniske skolen í Kaupmannahöfn og bjó þar í heil níu ár. Þaðan fór hann til Flórens á Ítalíu að læra skartgripahönnun í Alcimia. „Þar vorum við að búa til villta skartgripi úr svínamögum og -þörmum og gúmmíi. Sá skóli víkkaði sjóndeildarhringinn virkilega og hjálpaði mér mikið að koma mér út úr þessu boxi.“ Íslensku landvættirnir heilluðu og hannaði hann karlmannshringa sem nefnast Vættir. Garry Kasparov fékk einn slíkan hring í gjöf frá Jóhannesi sem er mikill aðdáandi. Skartgripirnir eru til sölu í verslununum Epal, hjá Gilberti úrsmið, Rodio, Kraum og Iceland Around. Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fleiri fréttir Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Jóhannes Arnljóts Ottósson, gullsmiður og skartgripahönnuður, með nýja línu hjá NOX. „Ég hanna frekar þunga skartgripi fyrir karlmennina. Ég reyni að gera karlmannshlutina stóra, mikla og sterklega en á móti kemur að kvenlínan, Berg, sem er að koma á markað, er fíngerð rétt eins og konan og það er hvergi sparað til efnið,“ segir Jóhannes Arnljóts Ottósson sem hannar undir skartgripamerkinu NOX. Nýja kvenlínan hans, Berg, samanstendur af hring, lokkum og hálsmenum en Jóhannes segist ekki einblína á heilsteypta línu hverju sinni.„Ég reyni að tengja skartið við einhverja ákveðna sögu. Ég er ekki að rembast við að vera með heila línu því það verður oft svo þvingað. Ég gef mér allan þann tíma sem til þarf að vinna að margs konar mismunandi pælingum og set ekkert frá mér nema að allt í kringum vöruna sé í 100 prósent lagi.“ Jóhannes lærði gullsmíði í Tekniske skolen í Kaupmannahöfn og bjó þar í heil níu ár. Þaðan fór hann til Flórens á Ítalíu að læra skartgripahönnun í Alcimia. „Þar vorum við að búa til villta skartgripi úr svínamögum og -þörmum og gúmmíi. Sá skóli víkkaði sjóndeildarhringinn virkilega og hjálpaði mér mikið að koma mér út úr þessu boxi.“ Íslensku landvættirnir heilluðu og hannaði hann karlmannshringa sem nefnast Vættir. Garry Kasparov fékk einn slíkan hring í gjöf frá Jóhannesi sem er mikill aðdáandi. Skartgripirnir eru til sölu í verslununum Epal, hjá Gilberti úrsmið, Rodio, Kraum og Iceland Around.
Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fleiri fréttir Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira