Af hverju? Einar Benediktsson skrifar 10. maí 2014 10:00 Líta verður til ESB-aðildar í víðara samhengi en þrálátu karpi um niðurstöður aðildarsamnings, þar sem Íslendingar semja við sig sjálfa. Evrópusambandið stendur með Atlantshafsbandalaginu í að tryggja landamæri Evrópusambandsins við Rússland gegn frekari ágangi en orðinn er í Úkraínu. Áður fyrr var talað um nytsama sakleysingja, en pólskur sérfræðingur, Slawomir Sierakowski, segir í grein í International New York Times, þá Vesturlandabúa sem líta fram hjá hættunni af yfirgangi Rússa vera „Putin"s useful idiots“. En varðandi norðurmörk Evrópu er því miður um stefnu- og áhugaleysi að ræða í varnar- og öryggismálum Vesturlanda og ræður þar miklu brottför Bandaríkjamanna frá Keflavík 2006. Það var eitt fyrsta merki hins sögulega fráhvarfs Bandaríkjahers frá Evrópu, sem nú er ótvíræð stefna þings og þjóðar vestan hafs. Spurt er af hverju aðild að Evrópusambandinu er hagsmunamál Íslands. Svarið er meðal annars að með því að vera innan landamæra sambandsins er sinnt þjóðaröryggi okkar. Íslendingar búa við vaxandi ógn vegna hervæðingar Rússa við Íshafið. Sama má segja um fyrirætlanir Kínverja, þótt þær birtist ekki í bráðina sem hernaðarleg ógn heldur yfirþyrmandi efnahagsleg umsvif. Þeir segjast munu fjárfesta fyrir 500 milljarða dollara erlendis með ótilteknu meira fjármagni til Íslands, væntanlega m.a. í risahöfn í Finnafirði, olíuvinnslu á Drekasvæðinu af CNOOC og áformum Huangs Nubo. Ísland gæti víst verið heimsvæðingarsetur Kína, miðstöð leitar og björgunarstarfsemi og þjálfunar. Stórfjárfestingar Kínverja í okkar litla landi fela í sér efnahagslega áþján en aðild að Evrópusambandinu tryggingu til hins gagnstæða. Afnám haftanna verður eitt helsta samningsatriðið en ESB og Evrópski seðlabankinn hafa þegar gefið ádrátt um frumkvæði um stofnun vinnuhóps um afnám hafta. Yrði þá vonandi fundin leið til að rjúfa þá hættustöðu, sem Ísland hefur ratað í vegna kröfuhafa í slitabú föllnu bankanna. Með því að forðast að þvinga föllnu bankana í gjaldþrot gegn vilja kröfuhafa yrði komist hjá erfiðum og langdrægum málaferlum samfara einangrun frá fjármálmörkuðum, sem sí fátækari Argentína hefur mátt búa við af sömu ástæðum. Afnám gjaldeyrishafta er liður í aðild að Myntbandalaginu og upptöku evru sem felur í sér gríðarlegan velferðarábata fyrir Ísland. Á árunum 1989 til 2001 studdist Ísland við fastgengi og uppfyllti Maastricht-skilyrðin. Sú staðreynd og reynsla átta smáríkja sem tekið hafa upp evru með aðild að ERM II, bendir til þess að Ísland ætti að geta gengið í gegnum það ferli á lágmarkstíma eða 2-3 árum, eftir að höftin hafa verið afnumin og jafnvægisgengi fengið. Það ríkir einhver óskiljanleg tregða hjá stjórnvöldum að þjóðin fái vitneskju um hvað býr á bak við endurteknar yfirlýsingar Evrópuleiðtoga að við séum velkomnir í ESB. Allt tal um aðrar leiðir en trygga stöðu í Evrópu með aðildarsamningi, er fullkomlega út í bláinn. En málum er þar með ekki lokið varðandi þá framtíðarmöguleika sem ESB-aðild boðar. Samningar milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um Sáttmálann um viðskipti og fjárfestingar (Transatlantic Trade and Investment Pact – TTIP) hófust 2013. Fjórðu samningalotunni er nýlokið. Sem staðfastur umsækjandi hefur Ísland þá stöðu, samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB, að geta fylgst með samningunum; þeir snerta viðskiptahagsmuni okkar, sérstaklega líka vegna mótunar umhverfis fyrir erlenda fjárfesta. TTIP er annar grunnur framtíðar Íslands. Hann nýtur stuðnings öflugustu hagsmunasamtaka austan hafs og vestan. Vonandi er það liðin tíð, að einhverjum Íslendingum hugnist að hleypa Kínverjum hér inn á gafl í frekari fjárfestingar, sem væntanlega kemur upp ef aðildarsamningnum er klúðrað. Þá gætu þeir vafalaust séð sér hag í stórfjárfestingum í atvinnuvegum og bankakerfinu í landi miðstýringar með höftum. Hin hliðin á þeim pening yrði herbækistöð og þá má minnast þeirra orða Churchills, að sá sem ræður Íslandi hefur stjórn á Atlantshafi. Yrði það þá ekki rökrétt framlenging af hervæðingu Rússa við Íshafið, að næst kæmi Norðurslóðabandalag þessara einræðisríkja með sögulegan grunn í kommúnismanum? Er ekki mál til komið að Íslendingar svari kalli fortíðar sinnar sem öflugur hlekkur í vörnum hins vestræna heims um að tryggja öryggið með endurvöktu varnarsamstarfi við Bandaríkin í Keflavík og aðild að Evrópusambandinu. Nú þarf að koma til frumkvæði Íslendinga. Af hverju er auðsætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Líta verður til ESB-aðildar í víðara samhengi en þrálátu karpi um niðurstöður aðildarsamnings, þar sem Íslendingar semja við sig sjálfa. Evrópusambandið stendur með Atlantshafsbandalaginu í að tryggja landamæri Evrópusambandsins við Rússland gegn frekari ágangi en orðinn er í Úkraínu. Áður fyrr var talað um nytsama sakleysingja, en pólskur sérfræðingur, Slawomir Sierakowski, segir í grein í International New York Times, þá Vesturlandabúa sem líta fram hjá hættunni af yfirgangi Rússa vera „Putin"s useful idiots“. En varðandi norðurmörk Evrópu er því miður um stefnu- og áhugaleysi að ræða í varnar- og öryggismálum Vesturlanda og ræður þar miklu brottför Bandaríkjamanna frá Keflavík 2006. Það var eitt fyrsta merki hins sögulega fráhvarfs Bandaríkjahers frá Evrópu, sem nú er ótvíræð stefna þings og þjóðar vestan hafs. Spurt er af hverju aðild að Evrópusambandinu er hagsmunamál Íslands. Svarið er meðal annars að með því að vera innan landamæra sambandsins er sinnt þjóðaröryggi okkar. Íslendingar búa við vaxandi ógn vegna hervæðingar Rússa við Íshafið. Sama má segja um fyrirætlanir Kínverja, þótt þær birtist ekki í bráðina sem hernaðarleg ógn heldur yfirþyrmandi efnahagsleg umsvif. Þeir segjast munu fjárfesta fyrir 500 milljarða dollara erlendis með ótilteknu meira fjármagni til Íslands, væntanlega m.a. í risahöfn í Finnafirði, olíuvinnslu á Drekasvæðinu af CNOOC og áformum Huangs Nubo. Ísland gæti víst verið heimsvæðingarsetur Kína, miðstöð leitar og björgunarstarfsemi og þjálfunar. Stórfjárfestingar Kínverja í okkar litla landi fela í sér efnahagslega áþján en aðild að Evrópusambandinu tryggingu til hins gagnstæða. Afnám haftanna verður eitt helsta samningsatriðið en ESB og Evrópski seðlabankinn hafa þegar gefið ádrátt um frumkvæði um stofnun vinnuhóps um afnám hafta. Yrði þá vonandi fundin leið til að rjúfa þá hættustöðu, sem Ísland hefur ratað í vegna kröfuhafa í slitabú föllnu bankanna. Með því að forðast að þvinga föllnu bankana í gjaldþrot gegn vilja kröfuhafa yrði komist hjá erfiðum og langdrægum málaferlum samfara einangrun frá fjármálmörkuðum, sem sí fátækari Argentína hefur mátt búa við af sömu ástæðum. Afnám gjaldeyrishafta er liður í aðild að Myntbandalaginu og upptöku evru sem felur í sér gríðarlegan velferðarábata fyrir Ísland. Á árunum 1989 til 2001 studdist Ísland við fastgengi og uppfyllti Maastricht-skilyrðin. Sú staðreynd og reynsla átta smáríkja sem tekið hafa upp evru með aðild að ERM II, bendir til þess að Ísland ætti að geta gengið í gegnum það ferli á lágmarkstíma eða 2-3 árum, eftir að höftin hafa verið afnumin og jafnvægisgengi fengið. Það ríkir einhver óskiljanleg tregða hjá stjórnvöldum að þjóðin fái vitneskju um hvað býr á bak við endurteknar yfirlýsingar Evrópuleiðtoga að við séum velkomnir í ESB. Allt tal um aðrar leiðir en trygga stöðu í Evrópu með aðildarsamningi, er fullkomlega út í bláinn. En málum er þar með ekki lokið varðandi þá framtíðarmöguleika sem ESB-aðild boðar. Samningar milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um Sáttmálann um viðskipti og fjárfestingar (Transatlantic Trade and Investment Pact – TTIP) hófust 2013. Fjórðu samningalotunni er nýlokið. Sem staðfastur umsækjandi hefur Ísland þá stöðu, samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB, að geta fylgst með samningunum; þeir snerta viðskiptahagsmuni okkar, sérstaklega líka vegna mótunar umhverfis fyrir erlenda fjárfesta. TTIP er annar grunnur framtíðar Íslands. Hann nýtur stuðnings öflugustu hagsmunasamtaka austan hafs og vestan. Vonandi er það liðin tíð, að einhverjum Íslendingum hugnist að hleypa Kínverjum hér inn á gafl í frekari fjárfestingar, sem væntanlega kemur upp ef aðildarsamningnum er klúðrað. Þá gætu þeir vafalaust séð sér hag í stórfjárfestingum í atvinnuvegum og bankakerfinu í landi miðstýringar með höftum. Hin hliðin á þeim pening yrði herbækistöð og þá má minnast þeirra orða Churchills, að sá sem ræður Íslandi hefur stjórn á Atlantshafi. Yrði það þá ekki rökrétt framlenging af hervæðingu Rússa við Íshafið, að næst kæmi Norðurslóðabandalag þessara einræðisríkja með sögulegan grunn í kommúnismanum? Er ekki mál til komið að Íslendingar svari kalli fortíðar sinnar sem öflugur hlekkur í vörnum hins vestræna heims um að tryggja öryggið með endurvöktu varnarsamstarfi við Bandaríkin í Keflavík og aðild að Evrópusambandinu. Nú þarf að koma til frumkvæði Íslendinga. Af hverju er auðsætt.
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar