Ófrumlegt verk um ófrjósemi Eva Guðrún Gunnbjörnsdóttir skrifar 16. apríl 2014 11:30 Útundan í Tjarnarbíói. "Kannski hefði það þjónað verkinu betur ef það hefði verið aðlagað íslenskum veruleika.“ Vísir/Pjetur Leiklist: Útundan eftir Alison Farina McGlynn Háaloftið í samstarfi við Tjarnarbíó Þýðing og Leikstjórn: Tinna Hrafnsdóttir. Leikmynd: Jóní Jónsdóttir. Ljósahönnun: Arnar Ingvarsson. Tónlist: Sveinn Geirsson. Búningar: Ólöf Benediktsdóttir. Leikgervi: Kristín Júlla Kristjánsdóttir. Leikritið Útundan var frumsýnt um helgina í Tjarnarbíói í uppsetningu Háaloftsins. Verkið er eftir hina bresku Alison Farina McGlynn í þýðingu Tinnu Hrafnsdóttur sem einnig leikstýrir verkinu. Útundan er fyrsta leikritið sem hún leikstýrir. Útundan varpar ljósi á þann vanda sem fylgir því að geta ekki eignast barn. Verkið er dramatískt en einnig er slegið á létta strengi. Það fjallar um þrjú pör sem eru að berjast við ófrjósemi. Það eru þau Margrét og Símon, Sylvía og Davíð og Júlía og Jón. Hvert par á við sama vanda að stríða en öll eru þau í ólíkum aðstæðum. Persónur verksins eru allar fremur dæmigerðar. Það gerir áhorfendum auðvelt fyrir að átta sig á stöðu hvers og eins en hins vegar eru þær ekki sérlega áhugaverðar. Sýningin var mjög vel leikin. Elma Lísa Gunnarsdóttir fór afar vel með hlutverk Margrétar og sýndi hversu yfirþyrmandi lífið getur orðið þegar eini tilgangur þess er að reyna að eignast barn en ekkert gengur. Eins var gaman að sjá Björn Stefánsson á sviði og stóð hann sig sérstaklega vel sem hinn ógeðfelldi Símon. Svandís Dóra Einarsdóttir fór með hlutverk aðalpersónunnar Sylvíu sem var að mínu mati áhugaverðust. Sylvía var sterk persóna og húmoristi en harmur hennar máði út lífsgleðina. Benedikt Karl Gröndal átti virkilega sannfærandi spretti sem Davíð og hreyfði við áhorfendum. María Heba Þorkelsdóttir og Magnús Guðmundsson mynduðu samstillt dúó. Samband karaktera þeirra, Júlíu og Jóns, stóð sterkast. Einnig fór Arnmundur Ernst Bachman vel með hlutverk Magga litla, bróður Jóns, og var mikið hlegið að honum. Sýningin líður fyrir að textinn er einfaldlega ekki mjög frumlegur. Kannski hefði það þjónað verkinu betur ef það hefði verið aðlagað íslenskum veruleika. Eins tel ég að það hefði verið hægt að leggja meiri vinnu í búningana. Allir kvenkarakterar voru í pilsi eða kjól en mér fannst til dæmis að það hefði getað gefið karakter Sylvíu styrkleika ef hún hefði klæðst buxum. Kynhlutverk voru öll mjög skýr og jafnvel gamaldags. Leikmyndin var einföld og sögnin í henni átti vel við umfjöllunarefni verksins. Þó voru tilfæringar á leikmyndinni á milli sena ívið miklar. Þrátt fyrir að senurnar ættu að eiga sér stað á mismunandi stöðum hefði það líklega ekki komið að sök að sleppa þessum tilfæringum og nýta heldur lýsinguna. Þetta virkaði truflandi á flæði sýningarinnar. Hins vegar þjónaði það sýningunni vel að gera ekki á henni hlé. Enda var ákveðið ris fyrir lok sýningarinnar sem hefði ekki orðið jafn áhrifaríkt ella. Tónlistin hentaði sýningunni og studdi vel við upplifunina. Það er auðvelt að mæla með verkinu Útundan á þeim grundvelli hve mikil þörf er fyrir umræðuna um ófrjósemi. Sýningin er virkilega vel leikin og sýnir hversu reynir á sambönd og geðheilsu einstaklinga sem eru að kljást við þennan vanda. Það eru skemmtilegir tímar í Tjarnabíói og verður áhugavert að fylgjast áfram með framtíðaruppsetningum Háaloftsins. Sumt var athyglisvert og skemmtilegt, en fleira missti marks.Niðurstaða: Vel leikin sýning sem gaman hefði verið að sjá í tilraunakenndari búningi. Gagnrýni Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leiklist: Útundan eftir Alison Farina McGlynn Háaloftið í samstarfi við Tjarnarbíó Þýðing og Leikstjórn: Tinna Hrafnsdóttir. Leikmynd: Jóní Jónsdóttir. Ljósahönnun: Arnar Ingvarsson. Tónlist: Sveinn Geirsson. Búningar: Ólöf Benediktsdóttir. Leikgervi: Kristín Júlla Kristjánsdóttir. Leikritið Útundan var frumsýnt um helgina í Tjarnarbíói í uppsetningu Háaloftsins. Verkið er eftir hina bresku Alison Farina McGlynn í þýðingu Tinnu Hrafnsdóttur sem einnig leikstýrir verkinu. Útundan er fyrsta leikritið sem hún leikstýrir. Útundan varpar ljósi á þann vanda sem fylgir því að geta ekki eignast barn. Verkið er dramatískt en einnig er slegið á létta strengi. Það fjallar um þrjú pör sem eru að berjast við ófrjósemi. Það eru þau Margrét og Símon, Sylvía og Davíð og Júlía og Jón. Hvert par á við sama vanda að stríða en öll eru þau í ólíkum aðstæðum. Persónur verksins eru allar fremur dæmigerðar. Það gerir áhorfendum auðvelt fyrir að átta sig á stöðu hvers og eins en hins vegar eru þær ekki sérlega áhugaverðar. Sýningin var mjög vel leikin. Elma Lísa Gunnarsdóttir fór afar vel með hlutverk Margrétar og sýndi hversu yfirþyrmandi lífið getur orðið þegar eini tilgangur þess er að reyna að eignast barn en ekkert gengur. Eins var gaman að sjá Björn Stefánsson á sviði og stóð hann sig sérstaklega vel sem hinn ógeðfelldi Símon. Svandís Dóra Einarsdóttir fór með hlutverk aðalpersónunnar Sylvíu sem var að mínu mati áhugaverðust. Sylvía var sterk persóna og húmoristi en harmur hennar máði út lífsgleðina. Benedikt Karl Gröndal átti virkilega sannfærandi spretti sem Davíð og hreyfði við áhorfendum. María Heba Þorkelsdóttir og Magnús Guðmundsson mynduðu samstillt dúó. Samband karaktera þeirra, Júlíu og Jóns, stóð sterkast. Einnig fór Arnmundur Ernst Bachman vel með hlutverk Magga litla, bróður Jóns, og var mikið hlegið að honum. Sýningin líður fyrir að textinn er einfaldlega ekki mjög frumlegur. Kannski hefði það þjónað verkinu betur ef það hefði verið aðlagað íslenskum veruleika. Eins tel ég að það hefði verið hægt að leggja meiri vinnu í búningana. Allir kvenkarakterar voru í pilsi eða kjól en mér fannst til dæmis að það hefði getað gefið karakter Sylvíu styrkleika ef hún hefði klæðst buxum. Kynhlutverk voru öll mjög skýr og jafnvel gamaldags. Leikmyndin var einföld og sögnin í henni átti vel við umfjöllunarefni verksins. Þó voru tilfæringar á leikmyndinni á milli sena ívið miklar. Þrátt fyrir að senurnar ættu að eiga sér stað á mismunandi stöðum hefði það líklega ekki komið að sök að sleppa þessum tilfæringum og nýta heldur lýsinguna. Þetta virkaði truflandi á flæði sýningarinnar. Hins vegar þjónaði það sýningunni vel að gera ekki á henni hlé. Enda var ákveðið ris fyrir lok sýningarinnar sem hefði ekki orðið jafn áhrifaríkt ella. Tónlistin hentaði sýningunni og studdi vel við upplifunina. Það er auðvelt að mæla með verkinu Útundan á þeim grundvelli hve mikil þörf er fyrir umræðuna um ófrjósemi. Sýningin er virkilega vel leikin og sýnir hversu reynir á sambönd og geðheilsu einstaklinga sem eru að kljást við þennan vanda. Það eru skemmtilegir tímar í Tjarnabíói og verður áhugavert að fylgjast áfram með framtíðaruppsetningum Háaloftsins. Sumt var athyglisvert og skemmtilegt, en fleira missti marks.Niðurstaða: Vel leikin sýning sem gaman hefði verið að sjá í tilraunakenndari búningi.
Gagnrýni Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira