Vantar að þora að gera krakkana eins góða og hægt er Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. apríl 2014 06:30 Íslandsmeistarinn Tinna Helgadóttir starfar sem yfirþjálfari hjá Værlöse í Danmörku en henni býðst ekki starf hér heima. Vísir/Daníel Tinna Helgadóttir varð á sunnudaginn Íslandsmeistari í badminton í þriðja skiptið. Hún starfar sem yfirþjálfari hjá Værlöse í Danmörku en fær ekki starf hér heima. Ýmsu er ábótavant í barna- og unglingastarfinu á Íslandi að hennar mati. „Mér finnst vanta svolitla nýjungagirni í þjálfunina. Það eru búnir að vera sömu þjálfararnir í félögunum í mörg ár. Ef maður á að halda áfram að taka framförum sem þjálfari verður maður að fylgjast með hvað er að gerast. Það vantar líka að sambandið ýti undir þetta. Það er ekki nógu mikil samvinna milli þess og félaganna. Þjálfararnir eru ekki að uppfæra sig nóg,“ segir Tinna og bendir á að yngri þjálfarar eins og hún og bróðir hennar, Magnús Ingi, hafi farið út til að mennta sig í fræðunum. Sama gildir um tvær aðrar stúlkur sem Tinna þekkir til. Sjálf fór Tinna til Álaborgar í þjálfaraskóla í eitt ár 2005-2006 í boði TBR en þegar hún kom aftur heim var ekkert starf á lausu í félaginu. „Mér var í raun sagt að það væri ekkert í boði. Mér finnst vanta miklu meira að yngri kynslóðin sé notuð til þess að reyna að vekja áhuga á badmintoni aftur. Það eru sömu mennirnir búnir að þjálfa hjá TBR í 25 ár. Ég er ekkert að skjóta á eitthvert eitt félag eða einn mann. Alls ekki. Mér finnst bara að það eigi að nota það fólk sem er fullt eldmóðs og vill gefa eitthvað af sér. Ég er búin að vera yfirþjálfari í fjögur ár hér í Danmörku og finnst þetta ótrúlega gaman. Mér finnst vanta sama eldmóð í starfið heima,“ segir Tinna.Fá ekki bestu krakkana Útbreiðslustarf er einnig eitthvað sem þarf að bæta að mati Tinnu. Hún bendir á að badminton sé á grafarbakkanum eða nánast dautt á stöðum úti á landi líkt og Keflavík, Akureyri, Siglufirði og fyrir austan þar sem það lifði góðu lífi áður. „Badminton er eiginlega bara í Reykjavík. Pabbi minn er aðeins að þjálfa á Akranesi, svo er badminton í Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Útbreiðslustarfið er ekki nógu gott. Badminton er íþróttagrein sem Íslendingar eiga að geta orðið góðir í því þetta er einstaklingsgrein. Það eru möguleikar í þessu en við verðum ekki betri á meðan unglingastarfið er ekki betra. Núna er þetta bara happa og glappa ef það kemur upp eitthvert náttúrutalent,“ segir Tinna. Hvað varðar þjálfunina sjálfa segir hún að það þurfi að þora að fara lengra með hana. Það séu oft ekki bestu íþróttamennirnir sem sækja í badminton og því þurfi að haga þjálfuninni eftir því. „Mér finnst vanta hérna heima að þora að gera krakkana eins góða og þeir geta orðið. Þegar ég flutti til Danmerkur opnaðist nýr heimur fyrir mér. Ég hef virkilega séð hvernig hægt er að æfa og gera þessa litlu krakka mjög góða og hvað maður getur kennt þeim,“ segir Tinna. „Vandamálið heima, eins og erlendis, er að við fáum oft afgangana frá fótbolta og handbolta. Krakkar sem virkilega eru góðir íþróttum byrja annars staðar. Það þýðir að maður þarf að vera framsæknari í þjálfuninni,“ segir Tinna Helgadóttir, Íslandsmeistari í badminton og yfirþjálfari hjá Værlöse í Danmörku. Innlendar Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Tinna Helgadóttir varð á sunnudaginn Íslandsmeistari í badminton í þriðja skiptið. Hún starfar sem yfirþjálfari hjá Værlöse í Danmörku en fær ekki starf hér heima. Ýmsu er ábótavant í barna- og unglingastarfinu á Íslandi að hennar mati. „Mér finnst vanta svolitla nýjungagirni í þjálfunina. Það eru búnir að vera sömu þjálfararnir í félögunum í mörg ár. Ef maður á að halda áfram að taka framförum sem þjálfari verður maður að fylgjast með hvað er að gerast. Það vantar líka að sambandið ýti undir þetta. Það er ekki nógu mikil samvinna milli þess og félaganna. Þjálfararnir eru ekki að uppfæra sig nóg,“ segir Tinna og bendir á að yngri þjálfarar eins og hún og bróðir hennar, Magnús Ingi, hafi farið út til að mennta sig í fræðunum. Sama gildir um tvær aðrar stúlkur sem Tinna þekkir til. Sjálf fór Tinna til Álaborgar í þjálfaraskóla í eitt ár 2005-2006 í boði TBR en þegar hún kom aftur heim var ekkert starf á lausu í félaginu. „Mér var í raun sagt að það væri ekkert í boði. Mér finnst vanta miklu meira að yngri kynslóðin sé notuð til þess að reyna að vekja áhuga á badmintoni aftur. Það eru sömu mennirnir búnir að þjálfa hjá TBR í 25 ár. Ég er ekkert að skjóta á eitthvert eitt félag eða einn mann. Alls ekki. Mér finnst bara að það eigi að nota það fólk sem er fullt eldmóðs og vill gefa eitthvað af sér. Ég er búin að vera yfirþjálfari í fjögur ár hér í Danmörku og finnst þetta ótrúlega gaman. Mér finnst vanta sama eldmóð í starfið heima,“ segir Tinna.Fá ekki bestu krakkana Útbreiðslustarf er einnig eitthvað sem þarf að bæta að mati Tinnu. Hún bendir á að badminton sé á grafarbakkanum eða nánast dautt á stöðum úti á landi líkt og Keflavík, Akureyri, Siglufirði og fyrir austan þar sem það lifði góðu lífi áður. „Badminton er eiginlega bara í Reykjavík. Pabbi minn er aðeins að þjálfa á Akranesi, svo er badminton í Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Útbreiðslustarfið er ekki nógu gott. Badminton er íþróttagrein sem Íslendingar eiga að geta orðið góðir í því þetta er einstaklingsgrein. Það eru möguleikar í þessu en við verðum ekki betri á meðan unglingastarfið er ekki betra. Núna er þetta bara happa og glappa ef það kemur upp eitthvert náttúrutalent,“ segir Tinna. Hvað varðar þjálfunina sjálfa segir hún að það þurfi að þora að fara lengra með hana. Það séu oft ekki bestu íþróttamennirnir sem sækja í badminton og því þurfi að haga þjálfuninni eftir því. „Mér finnst vanta hérna heima að þora að gera krakkana eins góða og þeir geta orðið. Þegar ég flutti til Danmerkur opnaðist nýr heimur fyrir mér. Ég hef virkilega séð hvernig hægt er að æfa og gera þessa litlu krakka mjög góða og hvað maður getur kennt þeim,“ segir Tinna. „Vandamálið heima, eins og erlendis, er að við fáum oft afgangana frá fótbolta og handbolta. Krakkar sem virkilega eru góðir íþróttum byrja annars staðar. Það þýðir að maður þarf að vera framsæknari í þjálfuninni,“ segir Tinna Helgadóttir, Íslandsmeistari í badminton og yfirþjálfari hjá Værlöse í Danmörku.
Innlendar Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira