Kaleo, Mammút og Skítamórall í Eyjum Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. apríl 2014 10:30 Hljómsveitin fékk bara að heita Mórall þegar hún tróð upp í fyrsta sinn á Þjóðhátíð árið 1991. fréttablaðið/stefán „Þetta gerist á fimm ára fresti, við spiluðum síðast árið 2009, þar á undan árið 2004 og ég held meira að segja að við höfum spilað í Eyjum árið 1999. Það er mikil tilhlökkun innan hópsins,“ segir Herbert Viðarsson, bassaleikari hljómsveitarinnar Skítamórals. Hljómsveitin treður upp á Þjóðhátíð í Eyjum ásamt hljómsveitunum Kaleo og Mammút. Þjóðhátíð í Eyjum fagnar 140 ára afmæli í ár og verður meira lagt í dagskrána í ár en oft áður. Kaleo, Mammút og Skítamórall eru fyrstu þrjú böndin sem tilkynnt eru á hátíðinni og verða fleiri listamenn tilkynntir á næstunni. „Þetta verður geðveikt. Við reynum alltaf að toppa síðasta skiptið og það var ógeðslega gaman fyrir fimm árum. Þetta verður hápunktur sumarsins og flott að loka sumrinu þarna,“ bætir Herbert við. Hljómsveitin gaf nýverið út lagið Þú ert ein af þeim og segir Herbert að þeir ætli að bjóða upp á fleiri ný lög í Eyjum um verslunarmannahelgina. Skítamórall spilaði fyrst á Þjóðhátíð árið 1991 og man Herbert vel eftir því. Þá voru meðlimir sveitarinnar aðeins fimmtán ára gamlir. „Við sættum okkur við allt og kipptum okkur ekkert upp við það þegar við vorum sóttir á pallbíl sem var fullur af fiski og þurftum við að sitja innan um fiskikörin. Svo fengum við ekki að heita Skítamórall. Árna Johnsen og þeim í þjóðhátíðarnefnd fannst það fulldónalegt nafn þannig að þeir tóku skítinn framan af nafninu og við hétum bara Mórall frá Selfossi.“Sveitin Kaleo var valin nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum og plata hennar Kaleo plata ársins.„Við erum súper spenntir. Við erum byrjaðir að vinna í nýju efni sem skilar sér í spilun á næstunni. Við tökum klárlega nýtt efni á Þjóðhátíð ásamt einhverju af plötunni okkar, Kaleo,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari hljómsveitarinnar Kaleo. Hann segir að hljómsveitarmeðlimirnir hafi ekki hikað þegar þeir voru beðnir um að troða upp á hátíðinni. „Það var aldrei spurning þegar okkur bauðst að spila á Þjóðhátíð. Þetta er örugglega langskemmtilegasta gigg sem maður fær á Íslandi.“ Þetta er í fyrsta sinn sem sveitin spilar á Þjóðhátíð en sveitin var sigursæl á nýafstöðnum Hlustendaverðlaunum og sópaði til sín þrennum verðlaunum. „Hinir strákarnir hafa farið áður á Þjóðhátíð að skemmta sér en ég hef aldrei farið þannig að þetta er aukagleði fyrir mig,“ bætir Jökull við.Mammút hlaut þrenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum. Plata sveitarinnar, Komdu til mín svarta systir, var valin plata ársins í flokknum popp og rokk og plötuumslagið það besta. Þá var lagið Salt með hljómsveitinni einnig valið lag ársins í sama flokki.Alexandra Baldursdóttir í hljómsveitinni Mammút er líka full tilhlökkunar fyrir hátíðinni en meðlimir sveitarinnar hafa aldrei sótt hana heim. „Við erum mjög spennt. Við höfum aldrei farið á Þjóðhátíð. Tónlistarstefnan okkar hefur ekki beint verið fyrir markhópinn á hátíðinni þannig að við vorum mjög ánægð með að vera beðin að spila. Við erum sérstaklega ánægð því það eru alltaf einhverjir fordómar gagnvart Þjóðhátíð þannig að þetta verður góð vísindaferð. Við erum mjög spennt fyrir því að prófa að spila fyrir nýtt fólk og ánægð með að fá þetta tækifæri,“ segir Alexandra, en árið er fullbókað hjá sveitinni. „Við erum að spila rosalega mikið í sumar. Gítarleikarinn okkar, hann Arnar, er búinn að vera í Finnlandi í tvo mánuði og kemur heim á morgun. Við iðum í skinninu að komast í húsnæði og æfa saman. Við ætlum eiginlega að taka íslenskan festivalatúr í sumar og erum búin að bóka okkur á flestar hátíðir.“ Tengdar fréttir Manstu hvað var gaman í fyrra? Myndband með brot af því besta frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2013. 7. apríl 2014 15:30 Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Þetta gerist á fimm ára fresti, við spiluðum síðast árið 2009, þar á undan árið 2004 og ég held meira að segja að við höfum spilað í Eyjum árið 1999. Það er mikil tilhlökkun innan hópsins,“ segir Herbert Viðarsson, bassaleikari hljómsveitarinnar Skítamórals. Hljómsveitin treður upp á Þjóðhátíð í Eyjum ásamt hljómsveitunum Kaleo og Mammút. Þjóðhátíð í Eyjum fagnar 140 ára afmæli í ár og verður meira lagt í dagskrána í ár en oft áður. Kaleo, Mammút og Skítamórall eru fyrstu þrjú böndin sem tilkynnt eru á hátíðinni og verða fleiri listamenn tilkynntir á næstunni. „Þetta verður geðveikt. Við reynum alltaf að toppa síðasta skiptið og það var ógeðslega gaman fyrir fimm árum. Þetta verður hápunktur sumarsins og flott að loka sumrinu þarna,“ bætir Herbert við. Hljómsveitin gaf nýverið út lagið Þú ert ein af þeim og segir Herbert að þeir ætli að bjóða upp á fleiri ný lög í Eyjum um verslunarmannahelgina. Skítamórall spilaði fyrst á Þjóðhátíð árið 1991 og man Herbert vel eftir því. Þá voru meðlimir sveitarinnar aðeins fimmtán ára gamlir. „Við sættum okkur við allt og kipptum okkur ekkert upp við það þegar við vorum sóttir á pallbíl sem var fullur af fiski og þurftum við að sitja innan um fiskikörin. Svo fengum við ekki að heita Skítamórall. Árna Johnsen og þeim í þjóðhátíðarnefnd fannst það fulldónalegt nafn þannig að þeir tóku skítinn framan af nafninu og við hétum bara Mórall frá Selfossi.“Sveitin Kaleo var valin nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum og plata hennar Kaleo plata ársins.„Við erum súper spenntir. Við erum byrjaðir að vinna í nýju efni sem skilar sér í spilun á næstunni. Við tökum klárlega nýtt efni á Þjóðhátíð ásamt einhverju af plötunni okkar, Kaleo,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari hljómsveitarinnar Kaleo. Hann segir að hljómsveitarmeðlimirnir hafi ekki hikað þegar þeir voru beðnir um að troða upp á hátíðinni. „Það var aldrei spurning þegar okkur bauðst að spila á Þjóðhátíð. Þetta er örugglega langskemmtilegasta gigg sem maður fær á Íslandi.“ Þetta er í fyrsta sinn sem sveitin spilar á Þjóðhátíð en sveitin var sigursæl á nýafstöðnum Hlustendaverðlaunum og sópaði til sín þrennum verðlaunum. „Hinir strákarnir hafa farið áður á Þjóðhátíð að skemmta sér en ég hef aldrei farið þannig að þetta er aukagleði fyrir mig,“ bætir Jökull við.Mammút hlaut þrenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum. Plata sveitarinnar, Komdu til mín svarta systir, var valin plata ársins í flokknum popp og rokk og plötuumslagið það besta. Þá var lagið Salt með hljómsveitinni einnig valið lag ársins í sama flokki.Alexandra Baldursdóttir í hljómsveitinni Mammút er líka full tilhlökkunar fyrir hátíðinni en meðlimir sveitarinnar hafa aldrei sótt hana heim. „Við erum mjög spennt. Við höfum aldrei farið á Þjóðhátíð. Tónlistarstefnan okkar hefur ekki beint verið fyrir markhópinn á hátíðinni þannig að við vorum mjög ánægð með að vera beðin að spila. Við erum sérstaklega ánægð því það eru alltaf einhverjir fordómar gagnvart Þjóðhátíð þannig að þetta verður góð vísindaferð. Við erum mjög spennt fyrir því að prófa að spila fyrir nýtt fólk og ánægð með að fá þetta tækifæri,“ segir Alexandra, en árið er fullbókað hjá sveitinni. „Við erum að spila rosalega mikið í sumar. Gítarleikarinn okkar, hann Arnar, er búinn að vera í Finnlandi í tvo mánuði og kemur heim á morgun. Við iðum í skinninu að komast í húsnæði og æfa saman. Við ætlum eiginlega að taka íslenskan festivalatúr í sumar og erum búin að bóka okkur á flestar hátíðir.“
Tengdar fréttir Manstu hvað var gaman í fyrra? Myndband með brot af því besta frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2013. 7. apríl 2014 15:30 Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Manstu hvað var gaman í fyrra? Myndband með brot af því besta frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2013. 7. apríl 2014 15:30