Tíska og hönnun

Stórslys á tískupöllunum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir. skrifar
Vísir/Getty
Tískusýning kínverska fatahönnuðarins Seccry Hu Sheguang á tískuvikunni í Kína fyrir stuttu vakti mikla athygli. Það voru þó ekki fötin sem voru í aðalhlutverki heldur fyrirsæturnar, sem áttu í mestu erfiðleikum með að ganga á himinháu hælunum sem Seccry lét þær ganga í.

Hver fyrirsætan á fætur annarri hrasaði og datt á tískupallinum en hælarnir voru á bilinu sautján til tuttugu sentimetra háir.

Þó að stolt fyrirsætanna sé eflaust sært geta þær státað sig af því að vera nú komnar í hóp með heimsfrægum fyrirsætum á borð við Naomi Campbell, Agyness Deyn og Jessica Stam sem allar hafa dottið á pöllunum.

Þessi múndering kom fyrirsætunni greinilega úr jafnvægi.Vísir/Getty
Hælarnir fóru með þessa.
Það tíðkast ekki að fyrirsætur hjálpi samstarfsfólki sínu á pöllunum því sýningin verður jú að halda áfram.
Þessi endaði á gólfinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.