Færeysk tónlist kynnt með tónleikaferðalagi Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. apríl 2014 10:30 Laila Av Reyni er mikil listakona og kemur fram á nokkrum tónleikum hér á landi í vikunni. mynd/Høgni Heinesen „Það er frábært að fá hana til landsins, þetta er frábær listamaður,“ segir Kristinn Sæmundsson, skipuleggjandi tónleikaferðarinnar sem kallast Litli Íslandstúrinn 2014, en þar koma fram færeyska tónlistarkonan Laila Av Reyni og íslenska hljómsveitin Sometime. Tónleikaferðalagið hefst í dag í verslun Lucky Records við Rauðarárstíg og hefjast tónleikarnir klukkan 16.30. Laila Av Reyni er mikil listakona og fyrir utan tónlistina er hún yfirkennari og stýrir hönnunardeildar Tekníska Skúlans í Þórshöfn í Færeyjum og hefur til að mynda hannað klæðnað fyrir fegurðardrottningar Danmerkur og Eurovision-keppendur Danmerkur. „Hún er rísandi stjarna í tónlistarheiminum,“ bætir Kristinn við. Hljómsveitina Sometime skipa þau Rósa Birgitta Ísfeld og Daníel Þorsteinsson en þau stofnuðu hana ásamt nokkrum reyndum tónlistarmönnum árið 2005 og hafa með tónleikum sínum skapað sér gott orðspor. „Það sem tengir sveitirnar er að Rósa Birgitta er einn fjórði Færeyingur,“ segir Kristinn léttur í lundu. Þá leika sveitirnar báðar rafskotið popp. Tónleikaferðlagið heldur áfram á fimmtudag en þá eru tónleikar á Café Rosenberg, föstudag í Gamla kaupfélaginu á Akranesi og laugardaginn á Fjörukránni í Hafnarfirði. Kristinn hefur verið iðinn við að kynna Íslendinga fyrir færeyskri tónlist og kynnti til að mynda Eivöru Pálsdóttur og hljómsveitina Tý fyrir landsmönnum á sínum tíma. Eurovision Tónlist Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Það er frábært að fá hana til landsins, þetta er frábær listamaður,“ segir Kristinn Sæmundsson, skipuleggjandi tónleikaferðarinnar sem kallast Litli Íslandstúrinn 2014, en þar koma fram færeyska tónlistarkonan Laila Av Reyni og íslenska hljómsveitin Sometime. Tónleikaferðalagið hefst í dag í verslun Lucky Records við Rauðarárstíg og hefjast tónleikarnir klukkan 16.30. Laila Av Reyni er mikil listakona og fyrir utan tónlistina er hún yfirkennari og stýrir hönnunardeildar Tekníska Skúlans í Þórshöfn í Færeyjum og hefur til að mynda hannað klæðnað fyrir fegurðardrottningar Danmerkur og Eurovision-keppendur Danmerkur. „Hún er rísandi stjarna í tónlistarheiminum,“ bætir Kristinn við. Hljómsveitina Sometime skipa þau Rósa Birgitta Ísfeld og Daníel Þorsteinsson en þau stofnuðu hana ásamt nokkrum reyndum tónlistarmönnum árið 2005 og hafa með tónleikum sínum skapað sér gott orðspor. „Það sem tengir sveitirnar er að Rósa Birgitta er einn fjórði Færeyingur,“ segir Kristinn léttur í lundu. Þá leika sveitirnar báðar rafskotið popp. Tónleikaferðlagið heldur áfram á fimmtudag en þá eru tónleikar á Café Rosenberg, föstudag í Gamla kaupfélaginu á Akranesi og laugardaginn á Fjörukránni í Hafnarfirði. Kristinn hefur verið iðinn við að kynna Íslendinga fyrir færeyskri tónlist og kynnti til að mynda Eivöru Pálsdóttur og hljómsveitina Tý fyrir landsmönnum á sínum tíma.
Eurovision Tónlist Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira