Færeysk tónlist kynnt með tónleikaferðalagi Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. apríl 2014 10:30 Laila Av Reyni er mikil listakona og kemur fram á nokkrum tónleikum hér á landi í vikunni. mynd/Høgni Heinesen „Það er frábært að fá hana til landsins, þetta er frábær listamaður,“ segir Kristinn Sæmundsson, skipuleggjandi tónleikaferðarinnar sem kallast Litli Íslandstúrinn 2014, en þar koma fram færeyska tónlistarkonan Laila Av Reyni og íslenska hljómsveitin Sometime. Tónleikaferðalagið hefst í dag í verslun Lucky Records við Rauðarárstíg og hefjast tónleikarnir klukkan 16.30. Laila Av Reyni er mikil listakona og fyrir utan tónlistina er hún yfirkennari og stýrir hönnunardeildar Tekníska Skúlans í Þórshöfn í Færeyjum og hefur til að mynda hannað klæðnað fyrir fegurðardrottningar Danmerkur og Eurovision-keppendur Danmerkur. „Hún er rísandi stjarna í tónlistarheiminum,“ bætir Kristinn við. Hljómsveitina Sometime skipa þau Rósa Birgitta Ísfeld og Daníel Þorsteinsson en þau stofnuðu hana ásamt nokkrum reyndum tónlistarmönnum árið 2005 og hafa með tónleikum sínum skapað sér gott orðspor. „Það sem tengir sveitirnar er að Rósa Birgitta er einn fjórði Færeyingur,“ segir Kristinn léttur í lundu. Þá leika sveitirnar báðar rafskotið popp. Tónleikaferðlagið heldur áfram á fimmtudag en þá eru tónleikar á Café Rosenberg, föstudag í Gamla kaupfélaginu á Akranesi og laugardaginn á Fjörukránni í Hafnarfirði. Kristinn hefur verið iðinn við að kynna Íslendinga fyrir færeyskri tónlist og kynnti til að mynda Eivöru Pálsdóttur og hljómsveitina Tý fyrir landsmönnum á sínum tíma. Eurovision Tónlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Það er frábært að fá hana til landsins, þetta er frábær listamaður,“ segir Kristinn Sæmundsson, skipuleggjandi tónleikaferðarinnar sem kallast Litli Íslandstúrinn 2014, en þar koma fram færeyska tónlistarkonan Laila Av Reyni og íslenska hljómsveitin Sometime. Tónleikaferðalagið hefst í dag í verslun Lucky Records við Rauðarárstíg og hefjast tónleikarnir klukkan 16.30. Laila Av Reyni er mikil listakona og fyrir utan tónlistina er hún yfirkennari og stýrir hönnunardeildar Tekníska Skúlans í Þórshöfn í Færeyjum og hefur til að mynda hannað klæðnað fyrir fegurðardrottningar Danmerkur og Eurovision-keppendur Danmerkur. „Hún er rísandi stjarna í tónlistarheiminum,“ bætir Kristinn við. Hljómsveitina Sometime skipa þau Rósa Birgitta Ísfeld og Daníel Þorsteinsson en þau stofnuðu hana ásamt nokkrum reyndum tónlistarmönnum árið 2005 og hafa með tónleikum sínum skapað sér gott orðspor. „Það sem tengir sveitirnar er að Rósa Birgitta er einn fjórði Færeyingur,“ segir Kristinn léttur í lundu. Þá leika sveitirnar báðar rafskotið popp. Tónleikaferðlagið heldur áfram á fimmtudag en þá eru tónleikar á Café Rosenberg, föstudag í Gamla kaupfélaginu á Akranesi og laugardaginn á Fjörukránni í Hafnarfirði. Kristinn hefur verið iðinn við að kynna Íslendinga fyrir færeyskri tónlist og kynnti til að mynda Eivöru Pálsdóttur og hljómsveitina Tý fyrir landsmönnum á sínum tíma.
Eurovision Tónlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira