Pólítíkin: Aukið gegnsæi dregur úr spillingu Höskuldur Kári Schram skrifar 29. mars 2014 08:30 Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, vill auka íbúalýðræði í borginni og opna stjórnsýsluna. Hann segir að með auknu gegnsæi sé hægt að draga úr spillingu og koma í veg fyrir sóun á peningum skattgreiðenda. „Í núgildandi kerfi liggja upplýsingar ekki á borðinu heldur þarf að sækja sérstaklega um þær. Draumaumhverfið er þannig að þetta verði allt saman sett út á Netið fyrir utan viðkvæm persónugögn. Það eru engin vitræn rök gegn því að halda upplýsingum frá fólki. Svo geta einhverjir komið og unnið úr þessum gögnum. Gert eitthvað við þau. Ég á t.d. vin sem er með vefsíðu þar sem hann birtir upplýsingar um leiguhúsnæði. Þar er hægt að leita og flokka og fá skilaboð þegar eitthvað kemur upp sem maður hefur áhuga á. Þetta er bara gert með því að sækja upplýsingar af öðrum síðum og taka þær saman. Þetta er hluti af þessari pælingu að dreifa upplýsingum og dreifa valdinu þannig að þetta sé ekki allt á höndum hins opinbera,“ segir Halldór. Hann nefnir Orkuveituna einnig sem dæmi um aukið gegnsæi. „Við erum með þá stefnu að gera bókhald opinbert, þar með talið fyrirtækja í eigu borgarinnar. Það myndi opna fyrir aðhald og skapa hvata til þess að hagræða því þá gætu allir séð hvar menn væru að eyða peningum.“Nýr í pólitík Píratar á Íslandi buðu fyrst fram í síðustu alþingiskosningum og margir í hreyfingunni hafa aldrei komið nálægt stjórnmálum áður. „Ég hef ekki verið virkur áður í einhverju pólitísku starfi. Það vildi bara þannig til að ég heillaðist af því sem Píratar voru að gera fyrir síðustu kosningar. Ég þekkti fólk sem var þarna og núna er ég kominn hingað,“ segir Halldór. Hann segir að reynsluleysi Pírata hafi bæði góð og slæm áhrif á flokkinn. „Góðu áhrifin eru að fólk er ekki með fyrirframgefnar hugmyndir. Það hristir sig saman og er óhrætt við að vera það sjálft. Læra á meðan það gerir þessa hluti og finna sig í þessu starfi. Það slæma birtist kannski í pínu agaleysi en það er líka gott að sumu leyti,“ segir Halldór. „Við vinnum [málefnavinnu] í sameiningu í mjög opnu ferli þar sem allir sem vilja fá að vera með.“Vill kjósa borgarstjóra sérstaklega Halldór vill að borgarstjóri verði kosinn í beinni kosningu. „Borgarstjóri myndi þá sækja umboð sitt beint til allra borgarbúa. Miðað við núverandi sveitarstjórnarlög þá er þetta staða framkvæmdastjóra og æðsta yfirmanns stjórnsýslunnar. Það er hann sem ber ábyrgð á því að ákvörðunum sé fylgt eftir. Miðað við þetta er eðlilegt að okkar mati að hann sæki umboð sitt beint til borgarbúa í sérstökum kosningum,“ segir Halldór.Vinsælir meðal yngri kjósenda Píratar sækja mikið fylgi til yngri kjósenda og virðast höfða sérstaklega til þess aldurshóps. „Við erum ekki endilega að höfða markvisst til þessa aldurshóps. En það virðist vera að okkar áherslur höfði betur til þessa hóps. Þetta er fólk sem er ekki alið upp í því að fylgja hinum eða þessum flokkum eða ríkjandi kerfi í einhverri blindni. Okkar áherslur eru hins vegar að höfða til allra aldurshópa og til allra landsmanna. Það er okkar markmið,“ segir Halldór. Viðtalið við Halldór er hægt að sjá í þættinum Pólitíkin á vísir.is Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, vill auka íbúalýðræði í borginni og opna stjórnsýsluna. Hann segir að með auknu gegnsæi sé hægt að draga úr spillingu og koma í veg fyrir sóun á peningum skattgreiðenda. „Í núgildandi kerfi liggja upplýsingar ekki á borðinu heldur þarf að sækja sérstaklega um þær. Draumaumhverfið er þannig að þetta verði allt saman sett út á Netið fyrir utan viðkvæm persónugögn. Það eru engin vitræn rök gegn því að halda upplýsingum frá fólki. Svo geta einhverjir komið og unnið úr þessum gögnum. Gert eitthvað við þau. Ég á t.d. vin sem er með vefsíðu þar sem hann birtir upplýsingar um leiguhúsnæði. Þar er hægt að leita og flokka og fá skilaboð þegar eitthvað kemur upp sem maður hefur áhuga á. Þetta er bara gert með því að sækja upplýsingar af öðrum síðum og taka þær saman. Þetta er hluti af þessari pælingu að dreifa upplýsingum og dreifa valdinu þannig að þetta sé ekki allt á höndum hins opinbera,“ segir Halldór. Hann nefnir Orkuveituna einnig sem dæmi um aukið gegnsæi. „Við erum með þá stefnu að gera bókhald opinbert, þar með talið fyrirtækja í eigu borgarinnar. Það myndi opna fyrir aðhald og skapa hvata til þess að hagræða því þá gætu allir séð hvar menn væru að eyða peningum.“Nýr í pólitík Píratar á Íslandi buðu fyrst fram í síðustu alþingiskosningum og margir í hreyfingunni hafa aldrei komið nálægt stjórnmálum áður. „Ég hef ekki verið virkur áður í einhverju pólitísku starfi. Það vildi bara þannig til að ég heillaðist af því sem Píratar voru að gera fyrir síðustu kosningar. Ég þekkti fólk sem var þarna og núna er ég kominn hingað,“ segir Halldór. Hann segir að reynsluleysi Pírata hafi bæði góð og slæm áhrif á flokkinn. „Góðu áhrifin eru að fólk er ekki með fyrirframgefnar hugmyndir. Það hristir sig saman og er óhrætt við að vera það sjálft. Læra á meðan það gerir þessa hluti og finna sig í þessu starfi. Það slæma birtist kannski í pínu agaleysi en það er líka gott að sumu leyti,“ segir Halldór. „Við vinnum [málefnavinnu] í sameiningu í mjög opnu ferli þar sem allir sem vilja fá að vera með.“Vill kjósa borgarstjóra sérstaklega Halldór vill að borgarstjóri verði kosinn í beinni kosningu. „Borgarstjóri myndi þá sækja umboð sitt beint til allra borgarbúa. Miðað við núverandi sveitarstjórnarlög þá er þetta staða framkvæmdastjóra og æðsta yfirmanns stjórnsýslunnar. Það er hann sem ber ábyrgð á því að ákvörðunum sé fylgt eftir. Miðað við þetta er eðlilegt að okkar mati að hann sæki umboð sitt beint til borgarbúa í sérstökum kosningum,“ segir Halldór.Vinsælir meðal yngri kjósenda Píratar sækja mikið fylgi til yngri kjósenda og virðast höfða sérstaklega til þess aldurshóps. „Við erum ekki endilega að höfða markvisst til þessa aldurshóps. En það virðist vera að okkar áherslur höfði betur til þessa hóps. Þetta er fólk sem er ekki alið upp í því að fylgja hinum eða þessum flokkum eða ríkjandi kerfi í einhverri blindni. Okkar áherslur eru hins vegar að höfða til allra aldurshópa og til allra landsmanna. Það er okkar markmið,“ segir Halldór. Viðtalið við Halldór er hægt að sjá í þættinum Pólitíkin á vísir.is
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira