Hefur hannað allt frá hjólapumpum til ljósa Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 27. mars 2014 16:00 Kristbjörg María Guðmundsdóttir iðnhönnuður hefur hannað fjölda ólíkra hluta, allt frá hjólapumpum til heilsuvara. Hún hefur nú hannað fjölnota borð sem hún kallar Örk og verður það til sýnis á HönnunarMars sem hefst í dag. „Nafnið vísar í form borðsins og notagildi þess sem blaðagrindar,“ segir Kristbjörg. „Borðið má nota á margvíslegan máta, sem hliðarborð, náttborð, undir ferðatölvu og jafnvel sem blómastand. Það er unnið úr stálgrind og svo er steinplata ofan á. Ég hef unnið með stál áður og finnst gaman að vinna með það. Ofan á er svo steinn sem er unninn úr hágæða, ítölsku efni, framleiddur úr 94 prósent kvarssteini. Hann hefur svipaða áferð og granít. Borðið er einfalt í samsetningu og spenna stálgrindarinnar heldur því saman og eru skrúfur því óþarfar. Það hefur létt yfirbragð og klassískt útlit.“ Kristbjörg lærði iðnhönnun í Ingvar Kamprad Design Centre í Lundi í Svíþjóð og útskrifaðist í fyrravor. „Í skólanum var mikið lagt upp úr fjölbreytileika. Þar hannaði ég til dæmis hjólapumpu, ljós og púða sem er ætlaður fólki með elliglöp. Í framhaldi af hönnun púðans fékk ég svo vinnu hjá fyrirtækinu sem framleiddi hann. Fyrirtækið framleiðir vörur fyrir heilbrigðiskerfið og var starfið skemmtilegt og spennandi,“ segir Kristbjörg. Áður en Kristbjörg fór út hafði hún hannað Sauðabindið sem fékk mikla athygli. Hún hefur lengi haft áhuga á hönnun og hefur verið að föndra frá því í æsku. „Það lá nokkuð beint við að verða iðnhönnuður. Pabbi er húsasmíðameistari og ég fylgdist með honum við störf sín. Ég var ekki gömul þegar ég byggði heilt hús úr mjólkurfernum. Þetta var þó ekki alveg bein leið hjá mér því ég fór í jarðfræði í Háskóla Íslands. Þegar ég komst svo inn í skólann úti varð ég að slá til. Þetta er mjög spennandi skóli, flott aðstaða og allt til alls,“ segir hún. Kristbjörg er alltaf með eitthvað á prjónunum og fer beint í önnur verkefni eftir HönnunarMars. „Ég þarf að fylgja borðunum eftir en svo taka önnur verkefni við. Í iðnhönnun þarf svolítið að skapa sér tækifærin sjálfur og vera duglegur.“ HönnunarMars Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira
Kristbjörg María Guðmundsdóttir iðnhönnuður hefur hannað fjölda ólíkra hluta, allt frá hjólapumpum til heilsuvara. Hún hefur nú hannað fjölnota borð sem hún kallar Örk og verður það til sýnis á HönnunarMars sem hefst í dag. „Nafnið vísar í form borðsins og notagildi þess sem blaðagrindar,“ segir Kristbjörg. „Borðið má nota á margvíslegan máta, sem hliðarborð, náttborð, undir ferðatölvu og jafnvel sem blómastand. Það er unnið úr stálgrind og svo er steinplata ofan á. Ég hef unnið með stál áður og finnst gaman að vinna með það. Ofan á er svo steinn sem er unninn úr hágæða, ítölsku efni, framleiddur úr 94 prósent kvarssteini. Hann hefur svipaða áferð og granít. Borðið er einfalt í samsetningu og spenna stálgrindarinnar heldur því saman og eru skrúfur því óþarfar. Það hefur létt yfirbragð og klassískt útlit.“ Kristbjörg lærði iðnhönnun í Ingvar Kamprad Design Centre í Lundi í Svíþjóð og útskrifaðist í fyrravor. „Í skólanum var mikið lagt upp úr fjölbreytileika. Þar hannaði ég til dæmis hjólapumpu, ljós og púða sem er ætlaður fólki með elliglöp. Í framhaldi af hönnun púðans fékk ég svo vinnu hjá fyrirtækinu sem framleiddi hann. Fyrirtækið framleiðir vörur fyrir heilbrigðiskerfið og var starfið skemmtilegt og spennandi,“ segir Kristbjörg. Áður en Kristbjörg fór út hafði hún hannað Sauðabindið sem fékk mikla athygli. Hún hefur lengi haft áhuga á hönnun og hefur verið að föndra frá því í æsku. „Það lá nokkuð beint við að verða iðnhönnuður. Pabbi er húsasmíðameistari og ég fylgdist með honum við störf sín. Ég var ekki gömul þegar ég byggði heilt hús úr mjólkurfernum. Þetta var þó ekki alveg bein leið hjá mér því ég fór í jarðfræði í Háskóla Íslands. Þegar ég komst svo inn í skólann úti varð ég að slá til. Þetta er mjög spennandi skóli, flott aðstaða og allt til alls,“ segir hún. Kristbjörg er alltaf með eitthvað á prjónunum og fer beint í önnur verkefni eftir HönnunarMars. „Ég þarf að fylgja borðunum eftir en svo taka önnur verkefni við. Í iðnhönnun þarf svolítið að skapa sér tækifærin sjálfur og vera duglegur.“
HönnunarMars Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira