Pólítíkin: Vill setja velferðarmál í forgang Höskuldur Kári Schram skrifar 22. mars 2014 08:00 Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti Dögunar í Reykjavík, telur nauðsynlegt að setja meiri pening í velferðarmál í borginni og byggja upp fleiri félagslegar íbúðir. Hann vill ráða ópólitískan borgarstjóra og auka íbúalýðræði. Þorleifur segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta í Vinstri grænum á sínum tíma en hann var einn af stofnendum flokksins. „Ég var einn af stofnendum Vinstri grænna. Ég fann mig hins vegar ekki lengur í flokknum og hafði ekki liðið vel þarna í nokkur misseri þó að þar sé mikið af góðu fólki,“ segir Þorleifur sem hætti í Vinstri grænum í byrjun árs. Hann segir að það hafi verið erfið ákvörðun. „Auðvitað eru tilfinningar í þessu en stóra málið er að þetta er ekkert persónulegt. Ég hef reynt að halda því þannig að ég hef ekki verið að ráðast á mínu gömlu félaga. Ég á marga góða vini þarna sem ég hef haldið góðu sambandi við. Ég hef viljað halda þessu á málefnalegum nótum en ekki persónulegum.“Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, lýsti í vikunni yfir stuðningi við framboð Þorleifs og þau málefni sem hann stendur fyrir. „Við Ögmundur höfum verið miklir og góðir samstarfsmenn í gegnum tíðina. Þegar ég kem inn í VG á sínum tíma þá var það hann sem tók fyrst á móti mér. Við höfum alla tíð starfað mjög vel saman. Þannig að [stuðningsyfirlýsing Ögmundar] kemur mér ekki á óvart en mér þykir ákaflega vænt um þennan stuðning frá þessum merka manni sem ég lít mikið upp til,“ segir Þorleifur.Tekjutengdar gjaldskrár Dögun hefur ekki áður boðið fram í borgarstjórnarkosningum og Þorleifur segir að málefnavinnu sé ekki lokið. Hann segir þó ljóst að flokkurinn muni leggja áherslu á velferðarmál í komandi kosningum. „Okkar áherslur eru mikið á sviði velferðarmála og gagnvart láglaunafólki í Reykjavík. Við tölum um réttlátara samfélag sem felst í því að allir eigi að hafa í sig og á og þak yfir höfuðið. Öll börn eiga að hafa rétt á því að þroskast á eðlilegan hátt óháð efnahag foreldra. Við viljum að gjaldskrár verði tekjutengdar þannig að fátækasta fólkið geti líka látið börnin sín í leikskóla, í skólamáltíðir og frístundaheimili. Að okkar mati er þetta grunnþjónusta sem á að vera gjaldfrjáls. Ríkið þyrfti að koma meira inn í þetta eins og gengur og gerist í nágrannaríkjum okkar. En á meðan það er ekki þá viljum við taka þetta skref og tryggja að öll börn eigi rétt á sömu þjónustu.“Vill ópólitískan borgarstjóra Þorleifur vill auka íbúalýðræði og setja völdin út í hverfin. Hann segir óeðlilegt að flokkar sem ná oddastöðu setji fram kröfu um borgarstjórastólinn. „Ég myndi aldrei fara fram á það að fá að vera borgarstjóri ef ég myndi komast í oddastöðu. Það er bara ólýðræðislegt í mínum huga. Ég held hins vegar að það væri gáfulegt að hætta að tala um minnihluta og meirihluta. Við eigum bara að ráða framkvæmdastjóra í stól borgarstjóra. Borgarfulltrúar eiga að nálgast málin á málefnalegan hátt en ekki vera bundnir af flokkum. Við eigum bara að taka hvert og eitt mál og afgreiða það málefnalega,“ segir Þorleifur. Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira
Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti Dögunar í Reykjavík, telur nauðsynlegt að setja meiri pening í velferðarmál í borginni og byggja upp fleiri félagslegar íbúðir. Hann vill ráða ópólitískan borgarstjóra og auka íbúalýðræði. Þorleifur segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta í Vinstri grænum á sínum tíma en hann var einn af stofnendum flokksins. „Ég var einn af stofnendum Vinstri grænna. Ég fann mig hins vegar ekki lengur í flokknum og hafði ekki liðið vel þarna í nokkur misseri þó að þar sé mikið af góðu fólki,“ segir Þorleifur sem hætti í Vinstri grænum í byrjun árs. Hann segir að það hafi verið erfið ákvörðun. „Auðvitað eru tilfinningar í þessu en stóra málið er að þetta er ekkert persónulegt. Ég hef reynt að halda því þannig að ég hef ekki verið að ráðast á mínu gömlu félaga. Ég á marga góða vini þarna sem ég hef haldið góðu sambandi við. Ég hef viljað halda þessu á málefnalegum nótum en ekki persónulegum.“Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, lýsti í vikunni yfir stuðningi við framboð Þorleifs og þau málefni sem hann stendur fyrir. „Við Ögmundur höfum verið miklir og góðir samstarfsmenn í gegnum tíðina. Þegar ég kem inn í VG á sínum tíma þá var það hann sem tók fyrst á móti mér. Við höfum alla tíð starfað mjög vel saman. Þannig að [stuðningsyfirlýsing Ögmundar] kemur mér ekki á óvart en mér þykir ákaflega vænt um þennan stuðning frá þessum merka manni sem ég lít mikið upp til,“ segir Þorleifur.Tekjutengdar gjaldskrár Dögun hefur ekki áður boðið fram í borgarstjórnarkosningum og Þorleifur segir að málefnavinnu sé ekki lokið. Hann segir þó ljóst að flokkurinn muni leggja áherslu á velferðarmál í komandi kosningum. „Okkar áherslur eru mikið á sviði velferðarmála og gagnvart láglaunafólki í Reykjavík. Við tölum um réttlátara samfélag sem felst í því að allir eigi að hafa í sig og á og þak yfir höfuðið. Öll börn eiga að hafa rétt á því að þroskast á eðlilegan hátt óháð efnahag foreldra. Við viljum að gjaldskrár verði tekjutengdar þannig að fátækasta fólkið geti líka látið börnin sín í leikskóla, í skólamáltíðir og frístundaheimili. Að okkar mati er þetta grunnþjónusta sem á að vera gjaldfrjáls. Ríkið þyrfti að koma meira inn í þetta eins og gengur og gerist í nágrannaríkjum okkar. En á meðan það er ekki þá viljum við taka þetta skref og tryggja að öll börn eigi rétt á sömu þjónustu.“Vill ópólitískan borgarstjóra Þorleifur vill auka íbúalýðræði og setja völdin út í hverfin. Hann segir óeðlilegt að flokkar sem ná oddastöðu setji fram kröfu um borgarstjórastólinn. „Ég myndi aldrei fara fram á það að fá að vera borgarstjóri ef ég myndi komast í oddastöðu. Það er bara ólýðræðislegt í mínum huga. Ég held hins vegar að það væri gáfulegt að hætta að tala um minnihluta og meirihluta. Við eigum bara að ráða framkvæmdastjóra í stól borgarstjóra. Borgarfulltrúar eiga að nálgast málin á málefnalegan hátt en ekki vera bundnir af flokkum. Við eigum bara að taka hvert og eitt mál og afgreiða það málefnalega,“ segir Þorleifur.
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira