Utan vallar: Áskorun Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. mars 2014 06:00 Pavel Ermolinskij, leikmaður KR. Vísir/Pjetur Fyrirkomulag á úrslitakeppnum í boltaíþróttum á Íslandi er mjög hefðbundið og hefur verið lengi. Efsta lið í deildarkeppni spilar við neðsta liðið sem tryggir sér sæti í úrslitakeppninni og svo koll af kolli. Hingað til hefur ekkert verið viðrað að breyta þessu fyrirkomulagi á einhvern hátt en ég persónulega væri til í að sjá ákveðnar breytingar í þessum efnum. Það verður að viðurkennast að margt upphitunarefni í fjölmiðlum fyrir svona leiki er frekar þurrt. Þjálfarar og leikmenn tala um hvað það sé gott að vera á heimavelli, það megi ekki vanmeta andstæðinginn, það sé aðeins hugsað um einn leik í einu og þar fram eftir í klisjunum. Gott og blessað að sýna virðingu og hógværð en það má stundum sýna meiri lit. Ég er sannfærður um að það myndi gefa þessari umræðu mikið líf ef fyrirkomulagið væri í líkingu við það sem við höfum séð í sænsku íþróttalífi. Tökum sem dæmi að um sé að ræða átta liða úrslitakeppni eins og í Dominos-deild karla. Þá myndu forráðamenn allra liðanna mæta á blaðamannafund þar sem þeir myndu hreinlega velja sér andstæðing.Nigel Moore, ÍR.Vísir/Stefán Deildarmeistarar KR hefðu þá valið sér andstæðing og síðan þurft að færa rök fyrir því af hverju þeir vilji mæta einhverju ákveðnu liði fyrir framan forráðamenn þess félags og annarra. Það gefur andstæðingnum eldsneyti og fyrir vikið er kominn grundvöllur fyrir meira fjöri og líflegri umræðum. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að efsta liðið vilji endilega mæta því sem endaði í áttunda sæti. Svo fengi liðið í öðru sæti að velja sér andstæðing og svo koll af kolli. Slíkt fyrirkomulag væri mjög fjölmiðlavænt og myndi vekja enn meiri áhuga en ella á viðkomandi rimmum og allri úrslitakeppninni. Það myndi líka kveikja enn frekar í áhorfendum liðanna. Þar af leiðandi fengjum við færri klisjur og fleiri áhugaverð viðtöl. Ég er sannfærður um að þetta yrði vel heppnað fyrirkomulag og myndi mælast vel fyrir. Ég vil því nota tækifærið og skora á samböndin að taka upp slíkt fyrirkomulag við fyrsta tækifæri. Úrslitakeppnirnar eru vissulega mjög skemmtilegar í dag en það þýðir ekki að það megi ekki gera þær enn skemmtilegri. Dominos-deild karla Pistillinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Fyrirkomulag á úrslitakeppnum í boltaíþróttum á Íslandi er mjög hefðbundið og hefur verið lengi. Efsta lið í deildarkeppni spilar við neðsta liðið sem tryggir sér sæti í úrslitakeppninni og svo koll af kolli. Hingað til hefur ekkert verið viðrað að breyta þessu fyrirkomulagi á einhvern hátt en ég persónulega væri til í að sjá ákveðnar breytingar í þessum efnum. Það verður að viðurkennast að margt upphitunarefni í fjölmiðlum fyrir svona leiki er frekar þurrt. Þjálfarar og leikmenn tala um hvað það sé gott að vera á heimavelli, það megi ekki vanmeta andstæðinginn, það sé aðeins hugsað um einn leik í einu og þar fram eftir í klisjunum. Gott og blessað að sýna virðingu og hógværð en það má stundum sýna meiri lit. Ég er sannfærður um að það myndi gefa þessari umræðu mikið líf ef fyrirkomulagið væri í líkingu við það sem við höfum séð í sænsku íþróttalífi. Tökum sem dæmi að um sé að ræða átta liða úrslitakeppni eins og í Dominos-deild karla. Þá myndu forráðamenn allra liðanna mæta á blaðamannafund þar sem þeir myndu hreinlega velja sér andstæðing.Nigel Moore, ÍR.Vísir/Stefán Deildarmeistarar KR hefðu þá valið sér andstæðing og síðan þurft að færa rök fyrir því af hverju þeir vilji mæta einhverju ákveðnu liði fyrir framan forráðamenn þess félags og annarra. Það gefur andstæðingnum eldsneyti og fyrir vikið er kominn grundvöllur fyrir meira fjöri og líflegri umræðum. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að efsta liðið vilji endilega mæta því sem endaði í áttunda sæti. Svo fengi liðið í öðru sæti að velja sér andstæðing og svo koll af kolli. Slíkt fyrirkomulag væri mjög fjölmiðlavænt og myndi vekja enn meiri áhuga en ella á viðkomandi rimmum og allri úrslitakeppninni. Það myndi líka kveikja enn frekar í áhorfendum liðanna. Þar af leiðandi fengjum við færri klisjur og fleiri áhugaverð viðtöl. Ég er sannfærður um að þetta yrði vel heppnað fyrirkomulag og myndi mælast vel fyrir. Ég vil því nota tækifærið og skora á samböndin að taka upp slíkt fyrirkomulag við fyrsta tækifæri. Úrslitakeppnirnar eru vissulega mjög skemmtilegar í dag en það þýðir ekki að það megi ekki gera þær enn skemmtilegri.
Dominos-deild karla Pistillinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira