Tónlistarverðlaunin eru tuttugu ára í ár Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. mars 2014 11:30 Björk Guðmundsdóttir hefur hlotið flest verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum eða tuttugu alls. Vísir/Getty Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í 20. sinn í kvöld við hátíðlega athöfn. Fyrsta verðlaunaathöfnin fór fram á Hótel Sögu 1993. Tilnefnt var í fjórtán flokkum og voru tónlistarmenn í popp- og rokkgeiranum aðallega verðlaunir. Í ár verða veitt verðlaun í 24 flokkum. Í ár gefst almenningi í fyrsta skiptið kostur á að mæta á hátíðina og fer miðasala fram á miði.is. Það eru nokkrir tónlistarmenn sem hafa verið tíðir gestir á verðlaununum.Andrea Gylfadóttir, sem tilnefnd er sem söngkona ársins í kvöld, var einnig tilnefnd sem söngkona ársins þegar hátíðin fór fram í fyrsta sinn árið 1993.Bubbi Morthens er tilnefndur sem textahöfundur ársins. Hann var einnig tilnefndur sem textahöfundur ársins árið 1993.Bjartasta vonin árið 1995 var hljómsveitin Botnleðja.Vísir/Anton BrinkÁrið 1999 voru hljóðfæraleikarar ársins valdir í síðasta sinn, það er að segja gítarleikari, bassaleikari, trommuleikari, hljómborðsleikari og blásturshljóðfæraleikari ársins. Í ár eru tilnefningarnar í flokknum Bjartasta vonin í popp-, rokk- og blústónlist:Vök - Kaleo - Kött Grá Pjé Grísalappalísa - Highlands Flokkurinn Bjartasta vonin hefur ávallt staðið undir nafni en árið 1994 var Emilíana Torrini valin bjartasta vonin og átti hún heldur betur eftir að láta á sér kveða. Bjartasta vonin árið 1995 var hljómsveitin Botnleðja. Hún átti Lag ársins 1996, Hausverkun og var einnig valin hljómsveit ársins sama ár.Bjartasta vonin árið 2011, sem var þá valin á Rás 2, var hljómsveitin Of Monsters and Men.Vísir/GettyBjartasta vonin árið 2011, sem var þá valin á Rás 2, var hljómsveitin Of Monsters and Men, en sveitin er í dag orðin heimsfræg og hefur til að mynda hlotið platínuplötu fyrir plötu sína My Head Is an Animal í Bandaríkjunum og því selt yfir 1.000.000 eintaka þar í landi. Þá hefur platan selst um 27.000 eintökum á Íslandi. Bjartasta vonin í fyrra var Ásgeir Trausti. Hann hefur unnið marga sigra að undanförnu og hefur plata hans, In the Silence, fengið prýðisdóma í erlendum miðlum. Hann var í fyrsta sæti á Billboard Hot Overseas-listanum í Japan með smáskífulagið King and Cross og vann einnig Ebba-verðlaunin á síðasta ári. Það má með sanni segja að björtustu vonirnar hafi orðið enn bjartari í kjölfar viðurkenningarinnar. Íslensku tónlistarverðlaunin Kaleo Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í 20. sinn í kvöld við hátíðlega athöfn. Fyrsta verðlaunaathöfnin fór fram á Hótel Sögu 1993. Tilnefnt var í fjórtán flokkum og voru tónlistarmenn í popp- og rokkgeiranum aðallega verðlaunir. Í ár verða veitt verðlaun í 24 flokkum. Í ár gefst almenningi í fyrsta skiptið kostur á að mæta á hátíðina og fer miðasala fram á miði.is. Það eru nokkrir tónlistarmenn sem hafa verið tíðir gestir á verðlaununum.Andrea Gylfadóttir, sem tilnefnd er sem söngkona ársins í kvöld, var einnig tilnefnd sem söngkona ársins þegar hátíðin fór fram í fyrsta sinn árið 1993.Bubbi Morthens er tilnefndur sem textahöfundur ársins. Hann var einnig tilnefndur sem textahöfundur ársins árið 1993.Bjartasta vonin árið 1995 var hljómsveitin Botnleðja.Vísir/Anton BrinkÁrið 1999 voru hljóðfæraleikarar ársins valdir í síðasta sinn, það er að segja gítarleikari, bassaleikari, trommuleikari, hljómborðsleikari og blásturshljóðfæraleikari ársins. Í ár eru tilnefningarnar í flokknum Bjartasta vonin í popp-, rokk- og blústónlist:Vök - Kaleo - Kött Grá Pjé Grísalappalísa - Highlands Flokkurinn Bjartasta vonin hefur ávallt staðið undir nafni en árið 1994 var Emilíana Torrini valin bjartasta vonin og átti hún heldur betur eftir að láta á sér kveða. Bjartasta vonin árið 1995 var hljómsveitin Botnleðja. Hún átti Lag ársins 1996, Hausverkun og var einnig valin hljómsveit ársins sama ár.Bjartasta vonin árið 2011, sem var þá valin á Rás 2, var hljómsveitin Of Monsters and Men.Vísir/GettyBjartasta vonin árið 2011, sem var þá valin á Rás 2, var hljómsveitin Of Monsters and Men, en sveitin er í dag orðin heimsfræg og hefur til að mynda hlotið platínuplötu fyrir plötu sína My Head Is an Animal í Bandaríkjunum og því selt yfir 1.000.000 eintaka þar í landi. Þá hefur platan selst um 27.000 eintökum á Íslandi. Bjartasta vonin í fyrra var Ásgeir Trausti. Hann hefur unnið marga sigra að undanförnu og hefur plata hans, In the Silence, fengið prýðisdóma í erlendum miðlum. Hann var í fyrsta sæti á Billboard Hot Overseas-listanum í Japan með smáskífulagið King and Cross og vann einnig Ebba-verðlaunin á síðasta ári. Það má með sanni segja að björtustu vonirnar hafi orðið enn bjartari í kjölfar viðurkenningarinnar.
Íslensku tónlistarverðlaunin Kaleo Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira