Kjósa um að slíta tengsl við Úkraínu Freyr Bjarnason skrifar 7. mars 2014 07:00 Íbúi í borginni Simferopol á Krímskaga heldur á sovéska fánanum fyrir utan þinghús borgarinnar. Mynd/AP Þingmenn á Krímskaga hafa samþykkt einróma að atkvæðagreiðsla verði haldin sextánda mars þar sem íbúar á svæðinu geta kosið um hvort þeir vilja slíta tengsl sín við Úkraínu og gerast hluti af Rússlandi. „Þetta eru viðbrögð okkar við óskipulaginu og lögleysunni sem ríkir í Kænugarði,“ sagði Sergei Shuvainikov, þingmaður á Krímskaga. „Við ætlum sjálf að ákveða hver framtíð okkar verður.“ Arseni Jatsenjúk, bráðabirgðaforsætisráðherra Úkraínu, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sögðu í gær að atkvæðagreiðslan væri ólögleg. Viðbrögð rússneska þingsins eru aftur á móti þau að ef íbúar Krímskaga samþykkja í atkvæðagreiðslunni að verða hluti af Rússlandi muni það leggja fram frumvarp sem myndi flýta ferlinu. Evrópusambandið hélt neyðarfund í gær vegna ástandsins á Krímskaga. Ákveðið var að hætta umfangsmiklum viðræðum við Rússa um nýjan efnahagssamning og samning um frjálsari ferðir Rússa innan ríkja ESB, vegna þess að Rússar hafa neitað að draga herlið sitt til baka frá svæðinu. ESB hótaði frekari refsiaðgerðum ef Rússar vilja ekki ganga að samningaborðinu af fullri alvöru. Skömmu áður hafði Bandaríkjastjórn sett hömlur á ferðafrelsi þeirra Rússa og annarra sem eru mótfallnir nýrri ríkisstjórn Úkraínu. Herman Van Rompuy, forseti Evrópuráðsins, sagði að frekari refsiaðgerðir gætu m.a. falið í sér eignafrystingu og ferðabönn. Hann bætti því við að ástandið í Úkraínu væri „alvarlegasta aðför að öryggi í heimsálfu okkar frá stríðinu á Balkanskaga“. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hafði fyrr um daginn lagt áherslu á að senda þyrfti mjög sterk skilaboð til rússneskra stjórnvalda um að það sem hafi gerst á Krímskaga væri óásættanlegt og ætti að hafa afleiðingar. Forseti Litháens, Dalia Grybauskaite, var ómyrkur í máli um ástandið á Krímskaga. „Rússland er hættulegt í dag,“ sagði hún og varaði við því að Rússar ætluðu að stækka landamæri sín. „Á eftir Úkraínu kemur Moldóvía og á eftir Moldóvíu koma einhver önnur lönd.“ Rússland er þriðji stærsti viðskiptavinur Evrópuríkja og þar af útvega Rússar þeim mest allra af gasi og olíu. Viðskiptahagsmunirnir eru því miklir þegar kemur að ákvörðunartöku vegna refsiaðgerða. Úkraína Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Þingmenn á Krímskaga hafa samþykkt einróma að atkvæðagreiðsla verði haldin sextánda mars þar sem íbúar á svæðinu geta kosið um hvort þeir vilja slíta tengsl sín við Úkraínu og gerast hluti af Rússlandi. „Þetta eru viðbrögð okkar við óskipulaginu og lögleysunni sem ríkir í Kænugarði,“ sagði Sergei Shuvainikov, þingmaður á Krímskaga. „Við ætlum sjálf að ákveða hver framtíð okkar verður.“ Arseni Jatsenjúk, bráðabirgðaforsætisráðherra Úkraínu, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sögðu í gær að atkvæðagreiðslan væri ólögleg. Viðbrögð rússneska þingsins eru aftur á móti þau að ef íbúar Krímskaga samþykkja í atkvæðagreiðslunni að verða hluti af Rússlandi muni það leggja fram frumvarp sem myndi flýta ferlinu. Evrópusambandið hélt neyðarfund í gær vegna ástandsins á Krímskaga. Ákveðið var að hætta umfangsmiklum viðræðum við Rússa um nýjan efnahagssamning og samning um frjálsari ferðir Rússa innan ríkja ESB, vegna þess að Rússar hafa neitað að draga herlið sitt til baka frá svæðinu. ESB hótaði frekari refsiaðgerðum ef Rússar vilja ekki ganga að samningaborðinu af fullri alvöru. Skömmu áður hafði Bandaríkjastjórn sett hömlur á ferðafrelsi þeirra Rússa og annarra sem eru mótfallnir nýrri ríkisstjórn Úkraínu. Herman Van Rompuy, forseti Evrópuráðsins, sagði að frekari refsiaðgerðir gætu m.a. falið í sér eignafrystingu og ferðabönn. Hann bætti því við að ástandið í Úkraínu væri „alvarlegasta aðför að öryggi í heimsálfu okkar frá stríðinu á Balkanskaga“. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hafði fyrr um daginn lagt áherslu á að senda þyrfti mjög sterk skilaboð til rússneskra stjórnvalda um að það sem hafi gerst á Krímskaga væri óásættanlegt og ætti að hafa afleiðingar. Forseti Litháens, Dalia Grybauskaite, var ómyrkur í máli um ástandið á Krímskaga. „Rússland er hættulegt í dag,“ sagði hún og varaði við því að Rússar ætluðu að stækka landamæri sín. „Á eftir Úkraínu kemur Moldóvía og á eftir Moldóvíu koma einhver önnur lönd.“ Rússland er þriðji stærsti viðskiptavinur Evrópuríkja og þar af útvega Rússar þeim mest allra af gasi og olíu. Viðskiptahagsmunirnir eru því miklir þegar kemur að ákvörðunartöku vegna refsiaðgerða.
Úkraína Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira