Hönnunarferðamenn eyða meiru og dvelja lengur Ólöf Skaftadóttir skrifar 7. mars 2014 13:00 Greipur Gíslason BB/Halldór Sveinbjörnsson HönnunarMars fer fram í sjötta skipti í lok mánaðarins. Undirbúningur stendur sem hæst en endanleg dagskrá hátíðarinnar verður kynnt í næstu viku. Vel yfir 100 viðburðir eru skráðir til leiks en í ár er metfjöldi erlendra þátttakenda í dagskránni. „Hátíðin er farin að vekja meiri athygli meðal hönnuða utan landsteinanna og virðist hafa eitthvert aðdráttarafl,“ segir Greipur Gíslason, verkefnastjóri HönnunarMars. „Þetta stafar sjálfsagt af nokkrum mismunandi hlutum eins og auknum áhuga erlendra blaðamanna sem erlendir hönnuðir vilja komast í, eins er það hátíðin sjálf og stemningin hér sem dregur að.“ Það virðist sem almennum erlendum gestum fjölgi töluvert milli ára. „Við finnum fyrir miklum áhuga meðal skólahópa og fagfólks, frá Evrópu og Ameríku. Hátíðin hefur á sér ferskan og skemmtilegan blæ sem er blanda af Reykjavík, Íslandi, grasrót og vonandi einhverri fag- og atvinnumennsku.“ Greipur segir takmarkið auðvitað vera að fjölga þessum ferðamönnum því dæmin sanni að hönnunarferðamenn séu góðir gestir, dvelji lengur, eyði meiru og gangi vel um. „Já, á næstu fjórum árum vil ég sjá þúsund erlenda gesti á HönnunarMars, það er mjög raunhæft.“ Hápunktur HönnunarMars ár hvert er fyrirlestradagurinn DesignTalks. Í ár er hann stjörnum prýddur. Hefur það ekki jákvæð áhrif? „Auðvitað, flott dagskrá með áhugaverðum atriðum hefur alltaf áhrif og vekur athygli. Mörg stór erlend blöð og tímarit hafa sett sig í samband við HönnunarMars og óskað eftir því að fá að koma til að fjalla sérstaklega um DesignTalks. Þar virðist ameríski tískukóngurinn Calvin Klein eiga stóran hlut að máli en hann heldur mjög sjaldan fyrirlestra eins og hann hyggst gera hér á HönnunarMars.“ HönnunarMars Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Sjá meira
HönnunarMars fer fram í sjötta skipti í lok mánaðarins. Undirbúningur stendur sem hæst en endanleg dagskrá hátíðarinnar verður kynnt í næstu viku. Vel yfir 100 viðburðir eru skráðir til leiks en í ár er metfjöldi erlendra þátttakenda í dagskránni. „Hátíðin er farin að vekja meiri athygli meðal hönnuða utan landsteinanna og virðist hafa eitthvert aðdráttarafl,“ segir Greipur Gíslason, verkefnastjóri HönnunarMars. „Þetta stafar sjálfsagt af nokkrum mismunandi hlutum eins og auknum áhuga erlendra blaðamanna sem erlendir hönnuðir vilja komast í, eins er það hátíðin sjálf og stemningin hér sem dregur að.“ Það virðist sem almennum erlendum gestum fjölgi töluvert milli ára. „Við finnum fyrir miklum áhuga meðal skólahópa og fagfólks, frá Evrópu og Ameríku. Hátíðin hefur á sér ferskan og skemmtilegan blæ sem er blanda af Reykjavík, Íslandi, grasrót og vonandi einhverri fag- og atvinnumennsku.“ Greipur segir takmarkið auðvitað vera að fjölga þessum ferðamönnum því dæmin sanni að hönnunarferðamenn séu góðir gestir, dvelji lengur, eyði meiru og gangi vel um. „Já, á næstu fjórum árum vil ég sjá þúsund erlenda gesti á HönnunarMars, það er mjög raunhæft.“ Hápunktur HönnunarMars ár hvert er fyrirlestradagurinn DesignTalks. Í ár er hann stjörnum prýddur. Hefur það ekki jákvæð áhrif? „Auðvitað, flott dagskrá með áhugaverðum atriðum hefur alltaf áhrif og vekur athygli. Mörg stór erlend blöð og tímarit hafa sett sig í samband við HönnunarMars og óskað eftir því að fá að koma til að fjalla sérstaklega um DesignTalks. Þar virðist ameríski tískukóngurinn Calvin Klein eiga stóran hlut að máli en hann heldur mjög sjaldan fyrirlestra eins og hann hyggst gera hér á HönnunarMars.“
HönnunarMars Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið