ÖSE miðlar málum milli Úkraínu og Rússlands Óli Kristján Ármannsson og Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. mars 2014 07:00 Í Kænugarði þar sem mótmælin beinast að þessu sinni gegn Rússum. Nordicphotos/AFP Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. Georg Streiter, talsmaður stjórnvalda í Þýskalandi, upplýsti að tillagan hefði verið lögð fram í símtali Merkel og Pútíns í gær. Í því sakaði Merkel Pútín um að brjóta alþjóðalög með „óásættanlegu inngripi Rússa á Krímskaga“. Angela MerkelEitt helsta verkefni vinnuhópsins, sem Frank-Walter Steinmeier utanríkisráðherra Þýskalands, kynnti í gær og í eiga að sitja fulltrúar átta helstu iðnríkjanna (G8), er að koma af stað viðræðum milli Rússlands og Úkraínu. „Þegar allt kemur til alls, þarf niðurstaðan að verða sú að rússneskir hermenn snúi aftur í skála sína,“ sagði Steinmeier. Hann nefndi ekki mögulegar refsiaðgerðir en áréttaði að deildar meiningar væru um framtíð Rússlands innan G8. Staðan í samskiptum ríkjanna er mjög eldfim. Þannig lýsti í gær nýskipaður aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, Denis Beresovskí, yfir stuðningi við Krímskaga og Sergeí Akíjonov, leiðtoga svæðisins, sem hliðhollur er Rússum. Beresovskí gaf út tilkynningu um að flotinn ætti ekki að hlýða skipunum sjálfskipaðrar ríkisstjórnar í Kænugarði. Hann hefur í kjölfarið verið kærður fyrir landráð. Úkraína hefur sett allan herafla sinn í viðbragðsstöðu til að bregðast við aðgerðum Rússa á Krímskaga.Vladímír PútínRússneskt herlið hóf um helgina að hreiðra um sig á Krímskaga, en Úkraínustjórn svarar með því að kalla út allt varalið úkraínska hersins og búa sig undir stríð við Rússa. „Þetta er ekki hótun, þetta er í raun stríðsyfirlýsing gegn landinu mínu,“ sagði Arsení Jatsenjúk, forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn Úkraínu, um aðgerðir Rússa. „Það var engin ástæða fyrir Rússa að ráðast á Úkraínu.“ Hann sagðist treysta því að Vesturlönd og alþjóðasamfélagið allt muni nú standa vörð um Úkraínu. Olexander Túrtsjínov, forseti bráðabirgðastjórnarinnar, sagði Rússa hins vegar fyrst og fremst vera að reyna að vekja ótta og óðagot: „Markmiðið er að stöðva efnahag Úkraínu og koma á öngþveiti,“ sagði Túrtsjínov. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur fengið heimild frá rússneska þinginu til að senda herlið til Úkraínu. Bækistöðvar rússneska Svartahafsflotans eru á Krímskaga. Meirihluti íbúa Krímskaga er auk þess rússneskumælandi. Pútín heldur því fram að Rússar hafi því fullan rétt til að verja hagsmuni sína á Krímskaga. Þeir hafa þegar náð tveimur flugvöllum á Krímskaga á sitt vald, ásamt þinghúsinu í Simferopol, sem er höfuðborg Krímhéraðs. Vesturlönd hafa brugðist ókvæða við þessum aðgerðum Rússa. „Það sem Rússar eru að gera núna í Úkraínu ógnar bæði friði og öryggi í Evrópu,“ sagði Anders Fogh Rasmussen, hinn danski framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Efnt var til neyðarfundar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um helgina þar sem rætt var um ástandið í Úkraínu. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjamanna, varaði Rússa í gær við því að þeir eigi á hættu að verða vísað úr G8-klúbbnum, samráðsvettvangi átta helstu efnahagsstórvelda heims. G8-ríkin eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada, Rússland og Þýskaland. „Þetta snýst ekki um austur-vestur, Bandaríkin og Evrópu á móti Rússlandi. Þetta snýst um baráttu úkraínsku þjóðarinnar gegn harðstjórn,“ skrifaði Kerry á Twitter-síðu sína. Kerry segir jafnframt að vel komi til greina að einangra Rússa í alþjóðaviðskiptum og jafnvel samþykkja refsiaðgerðir á borð við eignafrystingu. Bráðabirgðastjórnin í Úkraínu tók við völdum í síðustu viku eftir að Viktor Janúkovítsj forseti hrökklaðist frá völdum. Hann er nú í útlegð í Rússlandi. Úkraína Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. Georg Streiter, talsmaður stjórnvalda í Þýskalandi, upplýsti að tillagan hefði verið lögð fram í símtali Merkel og Pútíns í gær. Í því sakaði Merkel Pútín um að brjóta alþjóðalög með „óásættanlegu inngripi Rússa á Krímskaga“. Angela MerkelEitt helsta verkefni vinnuhópsins, sem Frank-Walter Steinmeier utanríkisráðherra Þýskalands, kynnti í gær og í eiga að sitja fulltrúar átta helstu iðnríkjanna (G8), er að koma af stað viðræðum milli Rússlands og Úkraínu. „Þegar allt kemur til alls, þarf niðurstaðan að verða sú að rússneskir hermenn snúi aftur í skála sína,“ sagði Steinmeier. Hann nefndi ekki mögulegar refsiaðgerðir en áréttaði að deildar meiningar væru um framtíð Rússlands innan G8. Staðan í samskiptum ríkjanna er mjög eldfim. Þannig lýsti í gær nýskipaður aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, Denis Beresovskí, yfir stuðningi við Krímskaga og Sergeí Akíjonov, leiðtoga svæðisins, sem hliðhollur er Rússum. Beresovskí gaf út tilkynningu um að flotinn ætti ekki að hlýða skipunum sjálfskipaðrar ríkisstjórnar í Kænugarði. Hann hefur í kjölfarið verið kærður fyrir landráð. Úkraína hefur sett allan herafla sinn í viðbragðsstöðu til að bregðast við aðgerðum Rússa á Krímskaga.Vladímír PútínRússneskt herlið hóf um helgina að hreiðra um sig á Krímskaga, en Úkraínustjórn svarar með því að kalla út allt varalið úkraínska hersins og búa sig undir stríð við Rússa. „Þetta er ekki hótun, þetta er í raun stríðsyfirlýsing gegn landinu mínu,“ sagði Arsení Jatsenjúk, forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn Úkraínu, um aðgerðir Rússa. „Það var engin ástæða fyrir Rússa að ráðast á Úkraínu.“ Hann sagðist treysta því að Vesturlönd og alþjóðasamfélagið allt muni nú standa vörð um Úkraínu. Olexander Túrtsjínov, forseti bráðabirgðastjórnarinnar, sagði Rússa hins vegar fyrst og fremst vera að reyna að vekja ótta og óðagot: „Markmiðið er að stöðva efnahag Úkraínu og koma á öngþveiti,“ sagði Túrtsjínov. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur fengið heimild frá rússneska þinginu til að senda herlið til Úkraínu. Bækistöðvar rússneska Svartahafsflotans eru á Krímskaga. Meirihluti íbúa Krímskaga er auk þess rússneskumælandi. Pútín heldur því fram að Rússar hafi því fullan rétt til að verja hagsmuni sína á Krímskaga. Þeir hafa þegar náð tveimur flugvöllum á Krímskaga á sitt vald, ásamt þinghúsinu í Simferopol, sem er höfuðborg Krímhéraðs. Vesturlönd hafa brugðist ókvæða við þessum aðgerðum Rússa. „Það sem Rússar eru að gera núna í Úkraínu ógnar bæði friði og öryggi í Evrópu,“ sagði Anders Fogh Rasmussen, hinn danski framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Efnt var til neyðarfundar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um helgina þar sem rætt var um ástandið í Úkraínu. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjamanna, varaði Rússa í gær við því að þeir eigi á hættu að verða vísað úr G8-klúbbnum, samráðsvettvangi átta helstu efnahagsstórvelda heims. G8-ríkin eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada, Rússland og Þýskaland. „Þetta snýst ekki um austur-vestur, Bandaríkin og Evrópu á móti Rússlandi. Þetta snýst um baráttu úkraínsku þjóðarinnar gegn harðstjórn,“ skrifaði Kerry á Twitter-síðu sína. Kerry segir jafnframt að vel komi til greina að einangra Rússa í alþjóðaviðskiptum og jafnvel samþykkja refsiaðgerðir á borð við eignafrystingu. Bráðabirgðastjórnin í Úkraínu tók við völdum í síðustu viku eftir að Viktor Janúkovítsj forseti hrökklaðist frá völdum. Hann er nú í útlegð í Rússlandi.
Úkraína Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira