ÖSE miðlar málum milli Úkraínu og Rússlands Óli Kristján Ármannsson og Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. mars 2014 07:00 Í Kænugarði þar sem mótmælin beinast að þessu sinni gegn Rússum. Nordicphotos/AFP Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. Georg Streiter, talsmaður stjórnvalda í Þýskalandi, upplýsti að tillagan hefði verið lögð fram í símtali Merkel og Pútíns í gær. Í því sakaði Merkel Pútín um að brjóta alþjóðalög með „óásættanlegu inngripi Rússa á Krímskaga“. Angela MerkelEitt helsta verkefni vinnuhópsins, sem Frank-Walter Steinmeier utanríkisráðherra Þýskalands, kynnti í gær og í eiga að sitja fulltrúar átta helstu iðnríkjanna (G8), er að koma af stað viðræðum milli Rússlands og Úkraínu. „Þegar allt kemur til alls, þarf niðurstaðan að verða sú að rússneskir hermenn snúi aftur í skála sína,“ sagði Steinmeier. Hann nefndi ekki mögulegar refsiaðgerðir en áréttaði að deildar meiningar væru um framtíð Rússlands innan G8. Staðan í samskiptum ríkjanna er mjög eldfim. Þannig lýsti í gær nýskipaður aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, Denis Beresovskí, yfir stuðningi við Krímskaga og Sergeí Akíjonov, leiðtoga svæðisins, sem hliðhollur er Rússum. Beresovskí gaf út tilkynningu um að flotinn ætti ekki að hlýða skipunum sjálfskipaðrar ríkisstjórnar í Kænugarði. Hann hefur í kjölfarið verið kærður fyrir landráð. Úkraína hefur sett allan herafla sinn í viðbragðsstöðu til að bregðast við aðgerðum Rússa á Krímskaga.Vladímír PútínRússneskt herlið hóf um helgina að hreiðra um sig á Krímskaga, en Úkraínustjórn svarar með því að kalla út allt varalið úkraínska hersins og búa sig undir stríð við Rússa. „Þetta er ekki hótun, þetta er í raun stríðsyfirlýsing gegn landinu mínu,“ sagði Arsení Jatsenjúk, forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn Úkraínu, um aðgerðir Rússa. „Það var engin ástæða fyrir Rússa að ráðast á Úkraínu.“ Hann sagðist treysta því að Vesturlönd og alþjóðasamfélagið allt muni nú standa vörð um Úkraínu. Olexander Túrtsjínov, forseti bráðabirgðastjórnarinnar, sagði Rússa hins vegar fyrst og fremst vera að reyna að vekja ótta og óðagot: „Markmiðið er að stöðva efnahag Úkraínu og koma á öngþveiti,“ sagði Túrtsjínov. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur fengið heimild frá rússneska þinginu til að senda herlið til Úkraínu. Bækistöðvar rússneska Svartahafsflotans eru á Krímskaga. Meirihluti íbúa Krímskaga er auk þess rússneskumælandi. Pútín heldur því fram að Rússar hafi því fullan rétt til að verja hagsmuni sína á Krímskaga. Þeir hafa þegar náð tveimur flugvöllum á Krímskaga á sitt vald, ásamt þinghúsinu í Simferopol, sem er höfuðborg Krímhéraðs. Vesturlönd hafa brugðist ókvæða við þessum aðgerðum Rússa. „Það sem Rússar eru að gera núna í Úkraínu ógnar bæði friði og öryggi í Evrópu,“ sagði Anders Fogh Rasmussen, hinn danski framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Efnt var til neyðarfundar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um helgina þar sem rætt var um ástandið í Úkraínu. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjamanna, varaði Rússa í gær við því að þeir eigi á hættu að verða vísað úr G8-klúbbnum, samráðsvettvangi átta helstu efnahagsstórvelda heims. G8-ríkin eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada, Rússland og Þýskaland. „Þetta snýst ekki um austur-vestur, Bandaríkin og Evrópu á móti Rússlandi. Þetta snýst um baráttu úkraínsku þjóðarinnar gegn harðstjórn,“ skrifaði Kerry á Twitter-síðu sína. Kerry segir jafnframt að vel komi til greina að einangra Rússa í alþjóðaviðskiptum og jafnvel samþykkja refsiaðgerðir á borð við eignafrystingu. Bráðabirgðastjórnin í Úkraínu tók við völdum í síðustu viku eftir að Viktor Janúkovítsj forseti hrökklaðist frá völdum. Hann er nú í útlegð í Rússlandi. Úkraína Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. Georg Streiter, talsmaður stjórnvalda í Þýskalandi, upplýsti að tillagan hefði verið lögð fram í símtali Merkel og Pútíns í gær. Í því sakaði Merkel Pútín um að brjóta alþjóðalög með „óásættanlegu inngripi Rússa á Krímskaga“. Angela MerkelEitt helsta verkefni vinnuhópsins, sem Frank-Walter Steinmeier utanríkisráðherra Þýskalands, kynnti í gær og í eiga að sitja fulltrúar átta helstu iðnríkjanna (G8), er að koma af stað viðræðum milli Rússlands og Úkraínu. „Þegar allt kemur til alls, þarf niðurstaðan að verða sú að rússneskir hermenn snúi aftur í skála sína,“ sagði Steinmeier. Hann nefndi ekki mögulegar refsiaðgerðir en áréttaði að deildar meiningar væru um framtíð Rússlands innan G8. Staðan í samskiptum ríkjanna er mjög eldfim. Þannig lýsti í gær nýskipaður aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, Denis Beresovskí, yfir stuðningi við Krímskaga og Sergeí Akíjonov, leiðtoga svæðisins, sem hliðhollur er Rússum. Beresovskí gaf út tilkynningu um að flotinn ætti ekki að hlýða skipunum sjálfskipaðrar ríkisstjórnar í Kænugarði. Hann hefur í kjölfarið verið kærður fyrir landráð. Úkraína hefur sett allan herafla sinn í viðbragðsstöðu til að bregðast við aðgerðum Rússa á Krímskaga.Vladímír PútínRússneskt herlið hóf um helgina að hreiðra um sig á Krímskaga, en Úkraínustjórn svarar með því að kalla út allt varalið úkraínska hersins og búa sig undir stríð við Rússa. „Þetta er ekki hótun, þetta er í raun stríðsyfirlýsing gegn landinu mínu,“ sagði Arsení Jatsenjúk, forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn Úkraínu, um aðgerðir Rússa. „Það var engin ástæða fyrir Rússa að ráðast á Úkraínu.“ Hann sagðist treysta því að Vesturlönd og alþjóðasamfélagið allt muni nú standa vörð um Úkraínu. Olexander Túrtsjínov, forseti bráðabirgðastjórnarinnar, sagði Rússa hins vegar fyrst og fremst vera að reyna að vekja ótta og óðagot: „Markmiðið er að stöðva efnahag Úkraínu og koma á öngþveiti,“ sagði Túrtsjínov. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur fengið heimild frá rússneska þinginu til að senda herlið til Úkraínu. Bækistöðvar rússneska Svartahafsflotans eru á Krímskaga. Meirihluti íbúa Krímskaga er auk þess rússneskumælandi. Pútín heldur því fram að Rússar hafi því fullan rétt til að verja hagsmuni sína á Krímskaga. Þeir hafa þegar náð tveimur flugvöllum á Krímskaga á sitt vald, ásamt þinghúsinu í Simferopol, sem er höfuðborg Krímhéraðs. Vesturlönd hafa brugðist ókvæða við þessum aðgerðum Rússa. „Það sem Rússar eru að gera núna í Úkraínu ógnar bæði friði og öryggi í Evrópu,“ sagði Anders Fogh Rasmussen, hinn danski framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Efnt var til neyðarfundar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um helgina þar sem rætt var um ástandið í Úkraínu. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjamanna, varaði Rússa í gær við því að þeir eigi á hættu að verða vísað úr G8-klúbbnum, samráðsvettvangi átta helstu efnahagsstórvelda heims. G8-ríkin eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada, Rússland og Þýskaland. „Þetta snýst ekki um austur-vestur, Bandaríkin og Evrópu á móti Rússlandi. Þetta snýst um baráttu úkraínsku þjóðarinnar gegn harðstjórn,“ skrifaði Kerry á Twitter-síðu sína. Kerry segir jafnframt að vel komi til greina að einangra Rússa í alþjóðaviðskiptum og jafnvel samþykkja refsiaðgerðir á borð við eignafrystingu. Bráðabirgðastjórnin í Úkraínu tók við völdum í síðustu viku eftir að Viktor Janúkovítsj forseti hrökklaðist frá völdum. Hann er nú í útlegð í Rússlandi.
Úkraína Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira