Ekki farin að finna fyrir neinu stressi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. mars 2014 06:00 í beinni frá Colorado. Erna og Jóhann Þór ræða við blaðamenn í gegnum Skype í vikunni. Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður ÍF, fylgist með. fréttablaðið/daníel Senn fer ströngum undirbúningi Ernu Friðriksdóttur og Jóhanns Þórs Hólmgrímssonar fyrir Vetrarólympíumót fatlaðra í Sotsjí að ljúka en mótið verður sett á föstudaginn. Bæði hafa dvalið við æfingar við bestu mögulegu aðstæður í Colorado í Bandaríkjunum síðan í október, ef frá er talið stutt jólafrí hér á landi. „Þetta er enn óraunverulegt fyrir mér og því er ég ekki farinn að finna fyrir neinu stressi enn sem komið er,“ sagði Jóhann Þór í gegnum Skype-samskiptaforritið á blaðamannafundi sem haldinn var í vikunni. Erna, sem varð fyrst Íslendinga til að vinna sér þátttökurétt á Vetrarólympíumóti fatlaðra fyrir fjórum árum, tók í svipaðan streng. „Við erum búin að vera í það stífum æfingum að ég held að þetta muni ekki hellast yfir mann fyrr en við komum til Rússlands,“ sagði hún. Bæði keppa í alpagreinum – svigi og stórsvigi á svokölluðum setskíðum. Bæði eru í fötlunarflokki LW12 en Erna og Jóhann Þór eru með klofinn hrygg. Erna, sem er 26 ára og frá Egilsstöðum, var dæmd úr leik í báðum greinum sínum í Vancouver fyrir fjórum árum en mætir nú til leiks dýrmætri reynslu ríkari. „Okkur finnst hún hafa náð miklum árangri í vetur, sérstaklega í sviginu,“ sagði Kurt Smitz, annar bandarískra þjálfara þeirra. Hinn þjálfarinn, Starlene Kuhns, tók undir það en sagði Jóhann, sem er tvítugur Akureyringur, fara í mótið með það í huga að búa sig undir næsta Ólympíumót, sem fer fram árið 2018. Erna og Jóhann Þór segja bæði mikilvægt að fara með því hugarfari að gera einfaldlega sitt besta. „Ég ætla fyrst og fremst að hugsa um æfingarnar okkar því ég veit að undirbúningurinn hefur verið eins góður og kostur er,“ sagði Erna. „Ég ætla því að gera eins vel og ég get.“ Jóhann ætlar ekki að setja pressu á sjálfan sig. „Ég ætla að gera mitt besta og njóta augnabliksins. Þá verð ég ánægður.“ Íslandi bauðst fyrst þátttaka á Vetrarólympíumóti fatlaðra árið 1994 en fyrsta slíka mótið var haldið í Svíþjóð árið 1976. Síðan þá hefur það stækkað ört en í ár er von á 650 keppendum, sem er fjölgun frá mótinu í Vancouver þar sem 500 íþróttamenn tóku þátt. Jóhann Þór keppir í sínum greinum dagana 13. og 15. mars en Erna keppir 14. og 16. mars. Bein útsending verður frá mótinu á vefsíðunni paralympicsport.tv. Innlendar Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Senn fer ströngum undirbúningi Ernu Friðriksdóttur og Jóhanns Þórs Hólmgrímssonar fyrir Vetrarólympíumót fatlaðra í Sotsjí að ljúka en mótið verður sett á föstudaginn. Bæði hafa dvalið við æfingar við bestu mögulegu aðstæður í Colorado í Bandaríkjunum síðan í október, ef frá er talið stutt jólafrí hér á landi. „Þetta er enn óraunverulegt fyrir mér og því er ég ekki farinn að finna fyrir neinu stressi enn sem komið er,“ sagði Jóhann Þór í gegnum Skype-samskiptaforritið á blaðamannafundi sem haldinn var í vikunni. Erna, sem varð fyrst Íslendinga til að vinna sér þátttökurétt á Vetrarólympíumóti fatlaðra fyrir fjórum árum, tók í svipaðan streng. „Við erum búin að vera í það stífum æfingum að ég held að þetta muni ekki hellast yfir mann fyrr en við komum til Rússlands,“ sagði hún. Bæði keppa í alpagreinum – svigi og stórsvigi á svokölluðum setskíðum. Bæði eru í fötlunarflokki LW12 en Erna og Jóhann Þór eru með klofinn hrygg. Erna, sem er 26 ára og frá Egilsstöðum, var dæmd úr leik í báðum greinum sínum í Vancouver fyrir fjórum árum en mætir nú til leiks dýrmætri reynslu ríkari. „Okkur finnst hún hafa náð miklum árangri í vetur, sérstaklega í sviginu,“ sagði Kurt Smitz, annar bandarískra þjálfara þeirra. Hinn þjálfarinn, Starlene Kuhns, tók undir það en sagði Jóhann, sem er tvítugur Akureyringur, fara í mótið með það í huga að búa sig undir næsta Ólympíumót, sem fer fram árið 2018. Erna og Jóhann Þór segja bæði mikilvægt að fara með því hugarfari að gera einfaldlega sitt besta. „Ég ætla fyrst og fremst að hugsa um æfingarnar okkar því ég veit að undirbúningurinn hefur verið eins góður og kostur er,“ sagði Erna. „Ég ætla því að gera eins vel og ég get.“ Jóhann ætlar ekki að setja pressu á sjálfan sig. „Ég ætla að gera mitt besta og njóta augnabliksins. Þá verð ég ánægður.“ Íslandi bauðst fyrst þátttaka á Vetrarólympíumóti fatlaðra árið 1994 en fyrsta slíka mótið var haldið í Svíþjóð árið 1976. Síðan þá hefur það stækkað ört en í ár er von á 650 keppendum, sem er fjölgun frá mótinu í Vancouver þar sem 500 íþróttamenn tóku þátt. Jóhann Þór keppir í sínum greinum dagana 13. og 15. mars en Erna keppir 14. og 16. mars. Bein útsending verður frá mótinu á vefsíðunni paralympicsport.tv.
Innlendar Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira