Ekki farin að finna fyrir neinu stressi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. mars 2014 06:00 í beinni frá Colorado. Erna og Jóhann Þór ræða við blaðamenn í gegnum Skype í vikunni. Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður ÍF, fylgist með. fréttablaðið/daníel Senn fer ströngum undirbúningi Ernu Friðriksdóttur og Jóhanns Þórs Hólmgrímssonar fyrir Vetrarólympíumót fatlaðra í Sotsjí að ljúka en mótið verður sett á föstudaginn. Bæði hafa dvalið við æfingar við bestu mögulegu aðstæður í Colorado í Bandaríkjunum síðan í október, ef frá er talið stutt jólafrí hér á landi. „Þetta er enn óraunverulegt fyrir mér og því er ég ekki farinn að finna fyrir neinu stressi enn sem komið er,“ sagði Jóhann Þór í gegnum Skype-samskiptaforritið á blaðamannafundi sem haldinn var í vikunni. Erna, sem varð fyrst Íslendinga til að vinna sér þátttökurétt á Vetrarólympíumóti fatlaðra fyrir fjórum árum, tók í svipaðan streng. „Við erum búin að vera í það stífum æfingum að ég held að þetta muni ekki hellast yfir mann fyrr en við komum til Rússlands,“ sagði hún. Bæði keppa í alpagreinum – svigi og stórsvigi á svokölluðum setskíðum. Bæði eru í fötlunarflokki LW12 en Erna og Jóhann Þór eru með klofinn hrygg. Erna, sem er 26 ára og frá Egilsstöðum, var dæmd úr leik í báðum greinum sínum í Vancouver fyrir fjórum árum en mætir nú til leiks dýrmætri reynslu ríkari. „Okkur finnst hún hafa náð miklum árangri í vetur, sérstaklega í sviginu,“ sagði Kurt Smitz, annar bandarískra þjálfara þeirra. Hinn þjálfarinn, Starlene Kuhns, tók undir það en sagði Jóhann, sem er tvítugur Akureyringur, fara í mótið með það í huga að búa sig undir næsta Ólympíumót, sem fer fram árið 2018. Erna og Jóhann Þór segja bæði mikilvægt að fara með því hugarfari að gera einfaldlega sitt besta. „Ég ætla fyrst og fremst að hugsa um æfingarnar okkar því ég veit að undirbúningurinn hefur verið eins góður og kostur er,“ sagði Erna. „Ég ætla því að gera eins vel og ég get.“ Jóhann ætlar ekki að setja pressu á sjálfan sig. „Ég ætla að gera mitt besta og njóta augnabliksins. Þá verð ég ánægður.“ Íslandi bauðst fyrst þátttaka á Vetrarólympíumóti fatlaðra árið 1994 en fyrsta slíka mótið var haldið í Svíþjóð árið 1976. Síðan þá hefur það stækkað ört en í ár er von á 650 keppendum, sem er fjölgun frá mótinu í Vancouver þar sem 500 íþróttamenn tóku þátt. Jóhann Þór keppir í sínum greinum dagana 13. og 15. mars en Erna keppir 14. og 16. mars. Bein útsending verður frá mótinu á vefsíðunni paralympicsport.tv. Innlendar Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Sjá meira
Senn fer ströngum undirbúningi Ernu Friðriksdóttur og Jóhanns Þórs Hólmgrímssonar fyrir Vetrarólympíumót fatlaðra í Sotsjí að ljúka en mótið verður sett á föstudaginn. Bæði hafa dvalið við æfingar við bestu mögulegu aðstæður í Colorado í Bandaríkjunum síðan í október, ef frá er talið stutt jólafrí hér á landi. „Þetta er enn óraunverulegt fyrir mér og því er ég ekki farinn að finna fyrir neinu stressi enn sem komið er,“ sagði Jóhann Þór í gegnum Skype-samskiptaforritið á blaðamannafundi sem haldinn var í vikunni. Erna, sem varð fyrst Íslendinga til að vinna sér þátttökurétt á Vetrarólympíumóti fatlaðra fyrir fjórum árum, tók í svipaðan streng. „Við erum búin að vera í það stífum æfingum að ég held að þetta muni ekki hellast yfir mann fyrr en við komum til Rússlands,“ sagði hún. Bæði keppa í alpagreinum – svigi og stórsvigi á svokölluðum setskíðum. Bæði eru í fötlunarflokki LW12 en Erna og Jóhann Þór eru með klofinn hrygg. Erna, sem er 26 ára og frá Egilsstöðum, var dæmd úr leik í báðum greinum sínum í Vancouver fyrir fjórum árum en mætir nú til leiks dýrmætri reynslu ríkari. „Okkur finnst hún hafa náð miklum árangri í vetur, sérstaklega í sviginu,“ sagði Kurt Smitz, annar bandarískra þjálfara þeirra. Hinn þjálfarinn, Starlene Kuhns, tók undir það en sagði Jóhann, sem er tvítugur Akureyringur, fara í mótið með það í huga að búa sig undir næsta Ólympíumót, sem fer fram árið 2018. Erna og Jóhann Þór segja bæði mikilvægt að fara með því hugarfari að gera einfaldlega sitt besta. „Ég ætla fyrst og fremst að hugsa um æfingarnar okkar því ég veit að undirbúningurinn hefur verið eins góður og kostur er,“ sagði Erna. „Ég ætla því að gera eins vel og ég get.“ Jóhann ætlar ekki að setja pressu á sjálfan sig. „Ég ætla að gera mitt besta og njóta augnabliksins. Þá verð ég ánægður.“ Íslandi bauðst fyrst þátttaka á Vetrarólympíumóti fatlaðra árið 1994 en fyrsta slíka mótið var haldið í Svíþjóð árið 1976. Síðan þá hefur það stækkað ört en í ár er von á 650 keppendum, sem er fjölgun frá mótinu í Vancouver þar sem 500 íþróttamenn tóku þátt. Jóhann Þór keppir í sínum greinum dagana 13. og 15. mars en Erna keppir 14. og 16. mars. Bein útsending verður frá mótinu á vefsíðunni paralympicsport.tv.
Innlendar Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Sjá meira