Hlaut ellefu Óskarsverðlaun af fjórtán Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. mars 2014 16:30 Titanic heillaði heiminn. Á þessum degi árið 1998 varð kvikmyndin Titanic fyrsta kvikmynd í sögunni til að skila meira en milljarði dollara, tæplega 113 milljörðum króna, í miðasölu á alþjóðavísu. Til dagsins í dag hefur myndin skilað 2,18 milljörðum dollara í kassann, rúmlega 245 milljörðum króna. Hún er önnur myndin til að þéna meira en tvo milljarða dollara á alþjóðavísu en fyrsta myndin sem náði því er Avatar. Titanic var leikstýrt, skrifuð, meðframleidd og að hluta til fjármögnuð af James Cameron. Í aðalhlutverkum eru þau Leonardo DiCaprio og Kate Winslet. Myndin hlaut einróma lof gagnrýnenda á sínum tíma og var tilnefnd til fjórtán Óskarsverðlauna. Hún hlaut ellefu verðlaun, þar á meðal sem besta myndin og James Cameron var valinn besti leikstjórinn. Kostnaður við gerð myndarinnar var hins vegar gífurlegur og fór hún langt fram úr fjárhagsáætlun. Að lokum kostaði gerð hennar tvö hundruð milljónir dollara, rúmlega 22 milljarða króna. Yfirmenn hjá kvikmyndaverinu Fox höfðu áhyggjur af þessu og stungu upp á því við James Cameron að klukkutími úr þessari þriggja tíma mynd yrði klipptur út. James þverneitaði og sagði: „Viljið þið klippa myndina mína? Þá þurfið þið að reka mig! Viljið þið reka mig? Þá verðið þið að drepa mig!“ Þeir hjá Fox vildu ekki byrja upp á nýtt og sjá eflaust ekki eftir því í dag. Óskarinn Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Val Kilmer er látinn Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Á þessum degi árið 1998 varð kvikmyndin Titanic fyrsta kvikmynd í sögunni til að skila meira en milljarði dollara, tæplega 113 milljörðum króna, í miðasölu á alþjóðavísu. Til dagsins í dag hefur myndin skilað 2,18 milljörðum dollara í kassann, rúmlega 245 milljörðum króna. Hún er önnur myndin til að þéna meira en tvo milljarða dollara á alþjóðavísu en fyrsta myndin sem náði því er Avatar. Titanic var leikstýrt, skrifuð, meðframleidd og að hluta til fjármögnuð af James Cameron. Í aðalhlutverkum eru þau Leonardo DiCaprio og Kate Winslet. Myndin hlaut einróma lof gagnrýnenda á sínum tíma og var tilnefnd til fjórtán Óskarsverðlauna. Hún hlaut ellefu verðlaun, þar á meðal sem besta myndin og James Cameron var valinn besti leikstjórinn. Kostnaður við gerð myndarinnar var hins vegar gífurlegur og fór hún langt fram úr fjárhagsáætlun. Að lokum kostaði gerð hennar tvö hundruð milljónir dollara, rúmlega 22 milljarða króna. Yfirmenn hjá kvikmyndaverinu Fox höfðu áhyggjur af þessu og stungu upp á því við James Cameron að klukkutími úr þessari þriggja tíma mynd yrði klipptur út. James þverneitaði og sagði: „Viljið þið klippa myndina mína? Þá þurfið þið að reka mig! Viljið þið reka mig? Þá verðið þið að drepa mig!“ Þeir hjá Fox vildu ekki byrja upp á nýtt og sjá eflaust ekki eftir því í dag.
Óskarinn Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Val Kilmer er látinn Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein