Tveir af þremur vilja ljúka ESB-viðræðum Brjánn Jónsson skrifar 1. mars 2014 00:01 Mannfjöldi í miðbænum. Minnihluti stuðningsmanna stjórnarflokkanna myndi greiða atkvæði með áframhaldandi viðræðum við ESB en meirihluti stuðningsmanna annarra flokka. Fréttablaðið/Vilhelm Nærri tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja ljúka aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og myndu greiða atkvæði í samræmi við það yrði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald málsins. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls myndi 64,1 prósent landsmanna styðja í þjóðaratkvæðagreiðslu að aðildarviðræðum verði lokið. Rúmur þriðjungur, 35,9 prósent, myndi greiða því atkvæði sitt að viðræðum verði slitið. Mikill munur er á afstöðu fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokk það styður. Stuðningsmenn stjórnarflokkanna skera sig verulega frá öðrum landsmönnum.Þannig myndu 25 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins greiða því atkvæði að halda viðræðunum áfram, en 75 prósent myndu greiða viðræðuslitum atkvæði. Nærri fjórir af hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokksins, 39,2 prósent, myndu greiða áframhaldandi aðildarviðræðum atkvæði. Um 60,8 prósent myndu greiða því atkvæði að slíta viðræðunum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar. Meirihluti stuðningsmanna annarra flokka myndi greiða atkvæði með því að ljúka aðildarviðræðum við ESB. Harðastir í afstöðu sinni eru stuðningsmenn Samfylkingarinnar. Af þeim vilja 94,7 prósent ljúka viðræðunum, en 5,3 prósent slíta þeim. Hlutföllin eru svipuð hjá kjósendum Bjartrar framtíðar, 88,2 prósent myndu greiða áframhaldandi viðræðum atkvæði en 11,8 prósent vilja slíta viðræðunum. Munurinn er minni meðal kjósenda Pírata, en 75 prósent þeirra vilja ljúka viðræðunum og 25 prósent slíta þeim. Tveir af hverjum þremur stuðningsmönnum Vinstri grænna, 65,1 prósent, myndu greiða því atkvæði að ljúka viðræðunum, en 34,9 prósent myndu kjósa viðræðuslit. Ekki reyndist marktækur munur á kynjum eða aldri í könnuninni.Helmingur þjóðarinnar andvígur aðild að ESB Helmingur landsmanna er því andvígur að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls eru 50 prósent þjóðarinnar mjög eða frekar andvíg inngöngu Íslands í ESB. Um 26,8 prósent vilja ganga í ESB, og 23,2 prósent segjast hlutlaus. Séu niðurstöður könnunarinnar reiknaðar eingöngu út frá þeim sem tóku afstöðu með eða á móti aðild og þeim sem sögðust hlutlausir sleppt voru um 65 prósent þátttakenda andvíg aðild en 35 prósent vildu að Ísland gengi í ESB. Afar lítil breyting hefur orðið á afstöðu landsmanna frá því síðast var spurt um aðild að Evrópusambandinu í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í lok janúar. Spurt var: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Ísland gangi í Evrópusambandið? Alls tóku 81,5 prósent afstöðu til spurningarinnar.Aðferðafræðin Hringt var í 1.309 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram eða slíta þeim? Fjallað var um niðurstöðuna úr þeirri spurningu í Fréttablaðinu í gær. Í kjölfarið var spurt: Ef atkvæðagreiðslan yrði haldin, hvernig myndir þú kjósa? Alls tóku 81,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. ESB-málið Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Nærri tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja ljúka aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og myndu greiða atkvæði í samræmi við það yrði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald málsins. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls myndi 64,1 prósent landsmanna styðja í þjóðaratkvæðagreiðslu að aðildarviðræðum verði lokið. Rúmur þriðjungur, 35,9 prósent, myndi greiða því atkvæði sitt að viðræðum verði slitið. Mikill munur er á afstöðu fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokk það styður. Stuðningsmenn stjórnarflokkanna skera sig verulega frá öðrum landsmönnum.Þannig myndu 25 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins greiða því atkvæði að halda viðræðunum áfram, en 75 prósent myndu greiða viðræðuslitum atkvæði. Nærri fjórir af hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokksins, 39,2 prósent, myndu greiða áframhaldandi aðildarviðræðum atkvæði. Um 60,8 prósent myndu greiða því atkvæði að slíta viðræðunum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar. Meirihluti stuðningsmanna annarra flokka myndi greiða atkvæði með því að ljúka aðildarviðræðum við ESB. Harðastir í afstöðu sinni eru stuðningsmenn Samfylkingarinnar. Af þeim vilja 94,7 prósent ljúka viðræðunum, en 5,3 prósent slíta þeim. Hlutföllin eru svipuð hjá kjósendum Bjartrar framtíðar, 88,2 prósent myndu greiða áframhaldandi viðræðum atkvæði en 11,8 prósent vilja slíta viðræðunum. Munurinn er minni meðal kjósenda Pírata, en 75 prósent þeirra vilja ljúka viðræðunum og 25 prósent slíta þeim. Tveir af hverjum þremur stuðningsmönnum Vinstri grænna, 65,1 prósent, myndu greiða því atkvæði að ljúka viðræðunum, en 34,9 prósent myndu kjósa viðræðuslit. Ekki reyndist marktækur munur á kynjum eða aldri í könnuninni.Helmingur þjóðarinnar andvígur aðild að ESB Helmingur landsmanna er því andvígur að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls eru 50 prósent þjóðarinnar mjög eða frekar andvíg inngöngu Íslands í ESB. Um 26,8 prósent vilja ganga í ESB, og 23,2 prósent segjast hlutlaus. Séu niðurstöður könnunarinnar reiknaðar eingöngu út frá þeim sem tóku afstöðu með eða á móti aðild og þeim sem sögðust hlutlausir sleppt voru um 65 prósent þátttakenda andvíg aðild en 35 prósent vildu að Ísland gengi í ESB. Afar lítil breyting hefur orðið á afstöðu landsmanna frá því síðast var spurt um aðild að Evrópusambandinu í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í lok janúar. Spurt var: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Ísland gangi í Evrópusambandið? Alls tóku 81,5 prósent afstöðu til spurningarinnar.Aðferðafræðin Hringt var í 1.309 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram eða slíta þeim? Fjallað var um niðurstöðuna úr þeirri spurningu í Fréttablaðinu í gær. Í kjölfarið var spurt: Ef atkvæðagreiðslan yrði haldin, hvernig myndir þú kjósa? Alls tóku 81,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
ESB-málið Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent