Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 25. febrúar 2014 07:00 Mikill fjöldi var á Austurvelli í gær og krafðist þess að ríkisstjórnin tæki til baka þingsályktunartillögu um að aðildarviðræðum yrði hætt við ESB. Mótmælin voru friðsamleg. Fréttablaðið/Pjetur Kröfur þeirra þúsunda sem söfnuðust saman á Austurvelli í gær voru skýrar. Mótmælendur kröfðust þess að ríkisstjórnin tæki til baka þingsályktunartillögu um að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu yrði dregin til baka. Jafnframt krafðist fólk þess að fá að kjósa um hvort halda ætti aðildarviðræðum við ESB áfram. Mótmælin voru fremur friðsamleg. Sumir framkölluðu hávaða með því að berja í járngrindverk sem lögreglan hafði komið upp fyrir framan Alþingishúsið. Nokkrir börðu tómar mackintosh-dósir, potta og pönnur. Þeir sem stóðu við Alþingishúsið hrópuðu: „Meira lýðræði“, aðrir kölluðu „svikstjórn“. „Maður vissi ekki á hverju maður átti von. Þetta var sjálfsprottið framtak hjá einum manni. Ég var glaður og hissa að sjá hversu margir komu og sýndu vilja sinn í verki í skítakulda,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður samtakanna Já, Ísland, félags þeirra sem vilja ganga í Evrópusambandið. Jón Steindór segir ekkert ákveðið um frekari mótmæli á Austurvelli. Mótmælin í gær sýni hins vegar að fólk hafi mikinn áhuga á málefninu. „Þátttakan í þeim sýnir okkur svart á hvítu að fólk er tilbúið að leggja ýmislegt á sig. Það er augljóst að við munum halda baráttunni áfram,“ segir Jón Steindór. ESB-málið Tengdar fréttir Mótmælin mynduð í bak og fyrir á Instagram Hér má sjá tugir Instagram-mynda og Twitter-tísta frá fólki sem var á staðnum. 24. febrúar 2014 14:40 Öfgar og ofríki segja mótmælendur Mótmælendur á Austurvelli í gær sökuðu ríkisstjórnina um að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðsluir um framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. 25. febrúar 2014 07:00 Tvenn mótmæli fyrirhuguð á Austurvelli í dag Svavar Knútur, Emmsjé Gauti, Johnny and the rest og Amaba Dama stíga á stokk á samstöðufundi með námsmönnum. 25. febrúar 2014 10:12 Fólkið í landinu lætur í sér heyra "Ég var að vona að ég myndi ekki lifa svo lengi að ég ætti eftir að upplifa svona hluti í landinu mínu.“ 24. febrúar 2014 19:05 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Kröfur þeirra þúsunda sem söfnuðust saman á Austurvelli í gær voru skýrar. Mótmælendur kröfðust þess að ríkisstjórnin tæki til baka þingsályktunartillögu um að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu yrði dregin til baka. Jafnframt krafðist fólk þess að fá að kjósa um hvort halda ætti aðildarviðræðum við ESB áfram. Mótmælin voru fremur friðsamleg. Sumir framkölluðu hávaða með því að berja í járngrindverk sem lögreglan hafði komið upp fyrir framan Alþingishúsið. Nokkrir börðu tómar mackintosh-dósir, potta og pönnur. Þeir sem stóðu við Alþingishúsið hrópuðu: „Meira lýðræði“, aðrir kölluðu „svikstjórn“. „Maður vissi ekki á hverju maður átti von. Þetta var sjálfsprottið framtak hjá einum manni. Ég var glaður og hissa að sjá hversu margir komu og sýndu vilja sinn í verki í skítakulda,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður samtakanna Já, Ísland, félags þeirra sem vilja ganga í Evrópusambandið. Jón Steindór segir ekkert ákveðið um frekari mótmæli á Austurvelli. Mótmælin í gær sýni hins vegar að fólk hafi mikinn áhuga á málefninu. „Þátttakan í þeim sýnir okkur svart á hvítu að fólk er tilbúið að leggja ýmislegt á sig. Það er augljóst að við munum halda baráttunni áfram,“ segir Jón Steindór.
ESB-málið Tengdar fréttir Mótmælin mynduð í bak og fyrir á Instagram Hér má sjá tugir Instagram-mynda og Twitter-tísta frá fólki sem var á staðnum. 24. febrúar 2014 14:40 Öfgar og ofríki segja mótmælendur Mótmælendur á Austurvelli í gær sökuðu ríkisstjórnina um að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðsluir um framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. 25. febrúar 2014 07:00 Tvenn mótmæli fyrirhuguð á Austurvelli í dag Svavar Knútur, Emmsjé Gauti, Johnny and the rest og Amaba Dama stíga á stokk á samstöðufundi með námsmönnum. 25. febrúar 2014 10:12 Fólkið í landinu lætur í sér heyra "Ég var að vona að ég myndi ekki lifa svo lengi að ég ætti eftir að upplifa svona hluti í landinu mínu.“ 24. febrúar 2014 19:05 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Mótmælin mynduð í bak og fyrir á Instagram Hér má sjá tugir Instagram-mynda og Twitter-tísta frá fólki sem var á staðnum. 24. febrúar 2014 14:40
Öfgar og ofríki segja mótmælendur Mótmælendur á Austurvelli í gær sökuðu ríkisstjórnina um að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðsluir um framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. 25. febrúar 2014 07:00
Tvenn mótmæli fyrirhuguð á Austurvelli í dag Svavar Knútur, Emmsjé Gauti, Johnny and the rest og Amaba Dama stíga á stokk á samstöðufundi með námsmönnum. 25. febrúar 2014 10:12
Fólkið í landinu lætur í sér heyra "Ég var að vona að ég myndi ekki lifa svo lengi að ég ætti eftir að upplifa svona hluti í landinu mínu.“ 24. febrúar 2014 19:05