Fimm Grindvíkingar bættu sig mikið í bikarúrslitum milli ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2014 06:00 Þorleifur Ólafsson og Ómar Sævarsson tóku við bikarnum fyrir Grindavík. Vísir/Daníel Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur á ÍR, 89-77, í úrslitaleik í Laugardalshöll og fögnuðu eðlilega vel og innilega. Grindvíkingum var augljóslega létt eftir að hafa loks unnið bikarinn en þeir höfðu tapað þremur bikarúrslitaleikjum á fjórum árum, síðast gegn Stjörnunni í fyrra. ÍR-ingar héngu í Grindvíkingum lengi vel þrátt fyrir vissa yfirburði Íslandsmeistaranna en Breiðhyltingar gáfust aldrei upp. Þeir gulu fóru að sigla fram úr í fjórða leikhluta og unnu á endanum tólf stiga sigur. Sveinbjörn Claessen, leiðtogi ÍR-liðsins, skoraði mest fyrir Breiðhyltinga eða 18 stig.Mikil bæting Lewis Clinch, Bandaríkja-maðurinn í liði Grindavíkur, var mjög góður í leiknum með 20 stig og 9 stoðsendingar. Það var þó mikil bæting fimm leikmanna Grindavíkur: Jóhanns Árna Ólafssonar, Ómars Sævarssonar, Þorleifs Árna Ólafssonar, Ólafs Ólafssonar og Sigurðar Gunnar Þorsteinssonar, sem gerði það helst að verkum að Grindavík vann leikinn. Þeir áttu allir nokkuð dapran dag þegar liðið tapaði fyrir Stjörnunni í úrslitum í fyrra og voru staðráðnir í að bæta fyrir það. Allir fimm skoruðu meira en í úrslitaleiknum í fyrra, skotnýting fimmmenninganna var betri og þá var heildarframlag allra hærra en á síðasta ári. Samtals skoruðu þeir 39 stig í fyrra en 59 stig í ár. Skotnýtingin hækkaði úr 29,7 prósentum í 52,3 prósent og þá hækkaði framlagið hjá þeim fimm samtals úr 39 í 82. Íslands- og bikarmeistararnir fengu framlag úr öllum áttum en Jón Axel Guðmundsson, sonur goðsagnarinnar Guðmundar Bragasonar, spilaði rúmar 16 mínútur og stóð sig frábærlega. Hann skoraði tíu stig og var með 100 prósenta skotnýtingu, þar af tvær þriggja stiga körfur. Eftirminnilegur dagur fyrir hann sem og aðra Grindvíkinga. Bikarinn loksins kominn í Röstina eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir á undanförnum árum.Hér má sjá hvernig strákarnir fimm bættu sig á milli ára.Grafík/Fréttablaðið Íslenski körfuboltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur á ÍR, 89-77, í úrslitaleik í Laugardalshöll og fögnuðu eðlilega vel og innilega. Grindvíkingum var augljóslega létt eftir að hafa loks unnið bikarinn en þeir höfðu tapað þremur bikarúrslitaleikjum á fjórum árum, síðast gegn Stjörnunni í fyrra. ÍR-ingar héngu í Grindvíkingum lengi vel þrátt fyrir vissa yfirburði Íslandsmeistaranna en Breiðhyltingar gáfust aldrei upp. Þeir gulu fóru að sigla fram úr í fjórða leikhluta og unnu á endanum tólf stiga sigur. Sveinbjörn Claessen, leiðtogi ÍR-liðsins, skoraði mest fyrir Breiðhyltinga eða 18 stig.Mikil bæting Lewis Clinch, Bandaríkja-maðurinn í liði Grindavíkur, var mjög góður í leiknum með 20 stig og 9 stoðsendingar. Það var þó mikil bæting fimm leikmanna Grindavíkur: Jóhanns Árna Ólafssonar, Ómars Sævarssonar, Þorleifs Árna Ólafssonar, Ólafs Ólafssonar og Sigurðar Gunnar Þorsteinssonar, sem gerði það helst að verkum að Grindavík vann leikinn. Þeir áttu allir nokkuð dapran dag þegar liðið tapaði fyrir Stjörnunni í úrslitum í fyrra og voru staðráðnir í að bæta fyrir það. Allir fimm skoruðu meira en í úrslitaleiknum í fyrra, skotnýting fimmmenninganna var betri og þá var heildarframlag allra hærra en á síðasta ári. Samtals skoruðu þeir 39 stig í fyrra en 59 stig í ár. Skotnýtingin hækkaði úr 29,7 prósentum í 52,3 prósent og þá hækkaði framlagið hjá þeim fimm samtals úr 39 í 82. Íslands- og bikarmeistararnir fengu framlag úr öllum áttum en Jón Axel Guðmundsson, sonur goðsagnarinnar Guðmundar Bragasonar, spilaði rúmar 16 mínútur og stóð sig frábærlega. Hann skoraði tíu stig og var með 100 prósenta skotnýtingu, þar af tvær þriggja stiga körfur. Eftirminnilegur dagur fyrir hann sem og aðra Grindvíkinga. Bikarinn loksins kominn í Röstina eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir á undanförnum árum.Hér má sjá hvernig strákarnir fimm bættu sig á milli ára.Grafík/Fréttablaðið
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira