Fimm Grindvíkingar bættu sig mikið í bikarúrslitum milli ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2014 06:00 Þorleifur Ólafsson og Ómar Sævarsson tóku við bikarnum fyrir Grindavík. Vísir/Daníel Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur á ÍR, 89-77, í úrslitaleik í Laugardalshöll og fögnuðu eðlilega vel og innilega. Grindvíkingum var augljóslega létt eftir að hafa loks unnið bikarinn en þeir höfðu tapað þremur bikarúrslitaleikjum á fjórum árum, síðast gegn Stjörnunni í fyrra. ÍR-ingar héngu í Grindvíkingum lengi vel þrátt fyrir vissa yfirburði Íslandsmeistaranna en Breiðhyltingar gáfust aldrei upp. Þeir gulu fóru að sigla fram úr í fjórða leikhluta og unnu á endanum tólf stiga sigur. Sveinbjörn Claessen, leiðtogi ÍR-liðsins, skoraði mest fyrir Breiðhyltinga eða 18 stig.Mikil bæting Lewis Clinch, Bandaríkja-maðurinn í liði Grindavíkur, var mjög góður í leiknum með 20 stig og 9 stoðsendingar. Það var þó mikil bæting fimm leikmanna Grindavíkur: Jóhanns Árna Ólafssonar, Ómars Sævarssonar, Þorleifs Árna Ólafssonar, Ólafs Ólafssonar og Sigurðar Gunnar Þorsteinssonar, sem gerði það helst að verkum að Grindavík vann leikinn. Þeir áttu allir nokkuð dapran dag þegar liðið tapaði fyrir Stjörnunni í úrslitum í fyrra og voru staðráðnir í að bæta fyrir það. Allir fimm skoruðu meira en í úrslitaleiknum í fyrra, skotnýting fimmmenninganna var betri og þá var heildarframlag allra hærra en á síðasta ári. Samtals skoruðu þeir 39 stig í fyrra en 59 stig í ár. Skotnýtingin hækkaði úr 29,7 prósentum í 52,3 prósent og þá hækkaði framlagið hjá þeim fimm samtals úr 39 í 82. Íslands- og bikarmeistararnir fengu framlag úr öllum áttum en Jón Axel Guðmundsson, sonur goðsagnarinnar Guðmundar Bragasonar, spilaði rúmar 16 mínútur og stóð sig frábærlega. Hann skoraði tíu stig og var með 100 prósenta skotnýtingu, þar af tvær þriggja stiga körfur. Eftirminnilegur dagur fyrir hann sem og aðra Grindvíkinga. Bikarinn loksins kominn í Röstina eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir á undanförnum árum.Hér má sjá hvernig strákarnir fimm bættu sig á milli ára.Grafík/Fréttablaðið Íslenski körfuboltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur á ÍR, 89-77, í úrslitaleik í Laugardalshöll og fögnuðu eðlilega vel og innilega. Grindvíkingum var augljóslega létt eftir að hafa loks unnið bikarinn en þeir höfðu tapað þremur bikarúrslitaleikjum á fjórum árum, síðast gegn Stjörnunni í fyrra. ÍR-ingar héngu í Grindvíkingum lengi vel þrátt fyrir vissa yfirburði Íslandsmeistaranna en Breiðhyltingar gáfust aldrei upp. Þeir gulu fóru að sigla fram úr í fjórða leikhluta og unnu á endanum tólf stiga sigur. Sveinbjörn Claessen, leiðtogi ÍR-liðsins, skoraði mest fyrir Breiðhyltinga eða 18 stig.Mikil bæting Lewis Clinch, Bandaríkja-maðurinn í liði Grindavíkur, var mjög góður í leiknum með 20 stig og 9 stoðsendingar. Það var þó mikil bæting fimm leikmanna Grindavíkur: Jóhanns Árna Ólafssonar, Ómars Sævarssonar, Þorleifs Árna Ólafssonar, Ólafs Ólafssonar og Sigurðar Gunnar Þorsteinssonar, sem gerði það helst að verkum að Grindavík vann leikinn. Þeir áttu allir nokkuð dapran dag þegar liðið tapaði fyrir Stjörnunni í úrslitum í fyrra og voru staðráðnir í að bæta fyrir það. Allir fimm skoruðu meira en í úrslitaleiknum í fyrra, skotnýting fimmmenninganna var betri og þá var heildarframlag allra hærra en á síðasta ári. Samtals skoruðu þeir 39 stig í fyrra en 59 stig í ár. Skotnýtingin hækkaði úr 29,7 prósentum í 52,3 prósent og þá hækkaði framlagið hjá þeim fimm samtals úr 39 í 82. Íslands- og bikarmeistararnir fengu framlag úr öllum áttum en Jón Axel Guðmundsson, sonur goðsagnarinnar Guðmundar Bragasonar, spilaði rúmar 16 mínútur og stóð sig frábærlega. Hann skoraði tíu stig og var með 100 prósenta skotnýtingu, þar af tvær þriggja stiga körfur. Eftirminnilegur dagur fyrir hann sem og aðra Grindvíkinga. Bikarinn loksins kominn í Röstina eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir á undanförnum árum.Hér má sjá hvernig strákarnir fimm bættu sig á milli ára.Grafík/Fréttablaðið
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira