Ígló og Indí með nýja verslun í miðbænum Marín Manda skrifar 21. febrúar 2014 16:00 Helga Ólafsdóttir yfirhönnuður og Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Ígló og Indí. Hönnunar- og framleiðslufyrirtækið Ígló og Indí opnar nýja verslun um helgina í hjarta miðborgarinnar. „Við erum fullar tilhlökkunar að opna verslun í miðbænum á ný, í húsi sem er í anda merkisins. Við söknum miðbæjarins gríðarlega mikið og það er búið að vera markmið okkar að opna verslun þar aftur, alveg síðan við misstum húsnæðið á Laugaveginum fyrir tæplega tveimur árum,“ segir Guðrún Tinna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Ígló og Indí. Nýja verslunin verður opnuð á Skólavörðustíg 4 um helgina og er undirbúningur í fullum gangi. Verslunin í Kringlunni heldur áfram að dafna en einnig eru vörur frá Ígló og Indí seldar í tólf verslunum víðs vegar um landið. „Við ætluðum okkur aldrei að yfirgefa miðbæinn en okkur bauðst ekki húsnæði sem hentaði fyrr en núna. Staðsetningin skiptir svo miklu máli. Skólavörðustígurinn er í mikilli uppbyggingu og nú er kominn þéttur og góður kjarni verslunarfólks á þessu svæði sem er að sinna sínum verslunum einstaklega vel.“ Áfram verður lögð rík áhersla á barnahornið og hlýleikann í nýju versluninni og allt annað sem viðkemur Ígló og Indí heiminum. Mest lesið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Fleiri fréttir Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Hönnunar- og framleiðslufyrirtækið Ígló og Indí opnar nýja verslun um helgina í hjarta miðborgarinnar. „Við erum fullar tilhlökkunar að opna verslun í miðbænum á ný, í húsi sem er í anda merkisins. Við söknum miðbæjarins gríðarlega mikið og það er búið að vera markmið okkar að opna verslun þar aftur, alveg síðan við misstum húsnæðið á Laugaveginum fyrir tæplega tveimur árum,“ segir Guðrún Tinna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Ígló og Indí. Nýja verslunin verður opnuð á Skólavörðustíg 4 um helgina og er undirbúningur í fullum gangi. Verslunin í Kringlunni heldur áfram að dafna en einnig eru vörur frá Ígló og Indí seldar í tólf verslunum víðs vegar um landið. „Við ætluðum okkur aldrei að yfirgefa miðbæinn en okkur bauðst ekki húsnæði sem hentaði fyrr en núna. Staðsetningin skiptir svo miklu máli. Skólavörðustígurinn er í mikilli uppbyggingu og nú er kominn þéttur og góður kjarni verslunarfólks á þessu svæði sem er að sinna sínum verslunum einstaklega vel.“ Áfram verður lögð rík áhersla á barnahornið og hlýleikann í nýju versluninni og allt annað sem viðkemur Ígló og Indí heiminum.
Mest lesið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Fleiri fréttir Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira