Snara einu lagi yfir á dönsku Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. febrúar 2014 10:00 Hljómsveitin Grísalappalísa fer í tónleikaferðalag til Danmerkur í næsta mánuði. mynd/Magnus Andersen „Þetta er í fyrsta skiptið sem við komum fram á erlendri grundu. Við ætlum að heimsækja nýlenduherrana í Danmörku,“ segir Gunnar Ragnarsson, söngvari hljómsveitarinnar Grísalappalísu sem heldur til Danaveldis í næsta mánuði. Um er að ræða tónleikaferðlag þar sem sveitin kemur fram á þrennum tónleikum ásamt dönsku rafkenndu popp-rokksveitinni Reptile Youth, 13., 14., og 15. mars í Kaupmannahöfn, Álaborg og Árósum. „Við verðum þarna í tæpa viku. Það er mikil tilhlökkun í sveitinni og það verður forvitnilegt að syngja á íslensku þarna úti,“ segir Gunnar léttur í lundu. Sveitin ætlar þó að snara einum textanum yfir á dönsku í tilefni ferðalagsins. „Við ætlum að snara einu lagi yfir á dönsku. Það er lag sem fjallar um uppvask og önnur heimilisstörf, það verður forvitnilegt að heyra útkomuna.“ Frumraun Grísalappalísu sem ber titilinn Ali var í þriðja sæti yfir bestu plötur síðasta árs að mati sérfræðinga Fréttablaðsins. Sveitin ætlar sér að fylgja þeirri plötu eftir sem allra fyrst. „Við erum á leið í upptökur um helgina og ætlum að byrja á nýrri plötu. Við ætlum að reyna gefa út reglulega og vera ekki að sitja á efninu,“ segir Gunnar spurður út í framhaldið. Tónlist Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Þetta er í fyrsta skiptið sem við komum fram á erlendri grundu. Við ætlum að heimsækja nýlenduherrana í Danmörku,“ segir Gunnar Ragnarsson, söngvari hljómsveitarinnar Grísalappalísu sem heldur til Danaveldis í næsta mánuði. Um er að ræða tónleikaferðlag þar sem sveitin kemur fram á þrennum tónleikum ásamt dönsku rafkenndu popp-rokksveitinni Reptile Youth, 13., 14., og 15. mars í Kaupmannahöfn, Álaborg og Árósum. „Við verðum þarna í tæpa viku. Það er mikil tilhlökkun í sveitinni og það verður forvitnilegt að syngja á íslensku þarna úti,“ segir Gunnar léttur í lundu. Sveitin ætlar þó að snara einum textanum yfir á dönsku í tilefni ferðalagsins. „Við ætlum að snara einu lagi yfir á dönsku. Það er lag sem fjallar um uppvask og önnur heimilisstörf, það verður forvitnilegt að heyra útkomuna.“ Frumraun Grísalappalísu sem ber titilinn Ali var í þriðja sæti yfir bestu plötur síðasta árs að mati sérfræðinga Fréttablaðsins. Sveitin ætlar sér að fylgja þeirri plötu eftir sem allra fyrst. „Við erum á leið í upptökur um helgina og ætlum að byrja á nýrri plötu. Við ætlum að reyna gefa út reglulega og vera ekki að sitja á efninu,“ segir Gunnar spurður út í framhaldið.
Tónlist Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira