Snara einu lagi yfir á dönsku Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. febrúar 2014 10:00 Hljómsveitin Grísalappalísa fer í tónleikaferðalag til Danmerkur í næsta mánuði. mynd/Magnus Andersen „Þetta er í fyrsta skiptið sem við komum fram á erlendri grundu. Við ætlum að heimsækja nýlenduherrana í Danmörku,“ segir Gunnar Ragnarsson, söngvari hljómsveitarinnar Grísalappalísu sem heldur til Danaveldis í næsta mánuði. Um er að ræða tónleikaferðlag þar sem sveitin kemur fram á þrennum tónleikum ásamt dönsku rafkenndu popp-rokksveitinni Reptile Youth, 13., 14., og 15. mars í Kaupmannahöfn, Álaborg og Árósum. „Við verðum þarna í tæpa viku. Það er mikil tilhlökkun í sveitinni og það verður forvitnilegt að syngja á íslensku þarna úti,“ segir Gunnar léttur í lundu. Sveitin ætlar þó að snara einum textanum yfir á dönsku í tilefni ferðalagsins. „Við ætlum að snara einu lagi yfir á dönsku. Það er lag sem fjallar um uppvask og önnur heimilisstörf, það verður forvitnilegt að heyra útkomuna.“ Frumraun Grísalappalísu sem ber titilinn Ali var í þriðja sæti yfir bestu plötur síðasta árs að mati sérfræðinga Fréttablaðsins. Sveitin ætlar sér að fylgja þeirri plötu eftir sem allra fyrst. „Við erum á leið í upptökur um helgina og ætlum að byrja á nýrri plötu. Við ætlum að reyna gefa út reglulega og vera ekki að sitja á efninu,“ segir Gunnar spurður út í framhaldið. Tónlist Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta er í fyrsta skiptið sem við komum fram á erlendri grundu. Við ætlum að heimsækja nýlenduherrana í Danmörku,“ segir Gunnar Ragnarsson, söngvari hljómsveitarinnar Grísalappalísu sem heldur til Danaveldis í næsta mánuði. Um er að ræða tónleikaferðlag þar sem sveitin kemur fram á þrennum tónleikum ásamt dönsku rafkenndu popp-rokksveitinni Reptile Youth, 13., 14., og 15. mars í Kaupmannahöfn, Álaborg og Árósum. „Við verðum þarna í tæpa viku. Það er mikil tilhlökkun í sveitinni og það verður forvitnilegt að syngja á íslensku þarna úti,“ segir Gunnar léttur í lundu. Sveitin ætlar þó að snara einum textanum yfir á dönsku í tilefni ferðalagsins. „Við ætlum að snara einu lagi yfir á dönsku. Það er lag sem fjallar um uppvask og önnur heimilisstörf, það verður forvitnilegt að heyra útkomuna.“ Frumraun Grísalappalísu sem ber titilinn Ali var í þriðja sæti yfir bestu plötur síðasta árs að mati sérfræðinga Fréttablaðsins. Sveitin ætlar sér að fylgja þeirri plötu eftir sem allra fyrst. „Við erum á leið í upptökur um helgina og ætlum að byrja á nýrri plötu. Við ætlum að reyna gefa út reglulega og vera ekki að sitja á efninu,“ segir Gunnar spurður út í framhaldið.
Tónlist Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira