Sex tíma óvissuferð á Suðurnes Ugla Egilsdóttir skrifar 15. febrúar 2014 13:30 Sýningin verður sex tímar. Fréttablaðið/Stefán „Djöfulgangur er sex klukkutíma óvissuferð út í auðn og myrkur á Suðurnesjum,“ segir Eva Rún Snorradóttir hjá Kviss Búmm Bang, sem frumsýnir nýtt leikverk í mars sem nefnist Djöfulgangur. „Eins og svo oft hjá okkur í Kviss Búmm Bang spillir það fyrir að segja frá því sem gerist á leiðinni. Ég get þó sagt að við sækjum innblástur í gamla helgisiði frá tímum mæðraveldis og í fræði Carls Jung um skuggann,“ segir Eva Rún. Ferðalagið hefst á BSÍ og því lýkur einnig á BSÍ, þaðan sem ekið verður með rútu á Suðurnes. „Gestir fá handrit hjá okkur til að fylgja, og viðeigandi klæði og vasaljós. Og svo verður fararstjóri. Matur er innifalinn í ferðalaginu,“ segir Eva Rún. „Ætli áhorfendur þurfi ekki að vera með ansi opið hjarta til að mæta á sex klukkutíma leiksýningu?“ segir Eva Rún. „Ég vil samt taka fram að þetta fer ekki allt fram utandyra, og áhorfendur þurfa ekkert að leika. Þeir þurfa aftur á móti að vera opnir fyrir því að skoða eigið myrkur,“ segir Eva Rún. „Við hjá Kviss Búmm Bang höfum verið að rannsaka myrkrið, og hið bælda og þaggaða í okkur sjálfum. Djöfulgangur fjallar um myrkrið og mikilvægi þess að ganga í gegnum myrk tímabil og taka utan um myrkrið. Það er nauðsynlegt að fara inn í myrkrið til að verða heill aftur.“ Sýningar verða aðeins fjórar. Frumsýning er fjórtánda mars. Einungis sjö komast á hverja sýningu. Miðaverð er 8.000 krónur. Miðapantanir berist á tölvupóstfangið: djofulgangur@gmail.com. Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Djöfulgangur er sex klukkutíma óvissuferð út í auðn og myrkur á Suðurnesjum,“ segir Eva Rún Snorradóttir hjá Kviss Búmm Bang, sem frumsýnir nýtt leikverk í mars sem nefnist Djöfulgangur. „Eins og svo oft hjá okkur í Kviss Búmm Bang spillir það fyrir að segja frá því sem gerist á leiðinni. Ég get þó sagt að við sækjum innblástur í gamla helgisiði frá tímum mæðraveldis og í fræði Carls Jung um skuggann,“ segir Eva Rún. Ferðalagið hefst á BSÍ og því lýkur einnig á BSÍ, þaðan sem ekið verður með rútu á Suðurnes. „Gestir fá handrit hjá okkur til að fylgja, og viðeigandi klæði og vasaljós. Og svo verður fararstjóri. Matur er innifalinn í ferðalaginu,“ segir Eva Rún. „Ætli áhorfendur þurfi ekki að vera með ansi opið hjarta til að mæta á sex klukkutíma leiksýningu?“ segir Eva Rún. „Ég vil samt taka fram að þetta fer ekki allt fram utandyra, og áhorfendur þurfa ekkert að leika. Þeir þurfa aftur á móti að vera opnir fyrir því að skoða eigið myrkur,“ segir Eva Rún. „Við hjá Kviss Búmm Bang höfum verið að rannsaka myrkrið, og hið bælda og þaggaða í okkur sjálfum. Djöfulgangur fjallar um myrkrið og mikilvægi þess að ganga í gegnum myrk tímabil og taka utan um myrkrið. Það er nauðsynlegt að fara inn í myrkrið til að verða heill aftur.“ Sýningar verða aðeins fjórar. Frumsýning er fjórtánda mars. Einungis sjö komast á hverja sýningu. Miðaverð er 8.000 krónur. Miðapantanir berist á tölvupóstfangið: djofulgangur@gmail.com.
Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira