Sex tíma óvissuferð á Suðurnes Ugla Egilsdóttir skrifar 15. febrúar 2014 13:30 Sýningin verður sex tímar. Fréttablaðið/Stefán „Djöfulgangur er sex klukkutíma óvissuferð út í auðn og myrkur á Suðurnesjum,“ segir Eva Rún Snorradóttir hjá Kviss Búmm Bang, sem frumsýnir nýtt leikverk í mars sem nefnist Djöfulgangur. „Eins og svo oft hjá okkur í Kviss Búmm Bang spillir það fyrir að segja frá því sem gerist á leiðinni. Ég get þó sagt að við sækjum innblástur í gamla helgisiði frá tímum mæðraveldis og í fræði Carls Jung um skuggann,“ segir Eva Rún. Ferðalagið hefst á BSÍ og því lýkur einnig á BSÍ, þaðan sem ekið verður með rútu á Suðurnes. „Gestir fá handrit hjá okkur til að fylgja, og viðeigandi klæði og vasaljós. Og svo verður fararstjóri. Matur er innifalinn í ferðalaginu,“ segir Eva Rún. „Ætli áhorfendur þurfi ekki að vera með ansi opið hjarta til að mæta á sex klukkutíma leiksýningu?“ segir Eva Rún. „Ég vil samt taka fram að þetta fer ekki allt fram utandyra, og áhorfendur þurfa ekkert að leika. Þeir þurfa aftur á móti að vera opnir fyrir því að skoða eigið myrkur,“ segir Eva Rún. „Við hjá Kviss Búmm Bang höfum verið að rannsaka myrkrið, og hið bælda og þaggaða í okkur sjálfum. Djöfulgangur fjallar um myrkrið og mikilvægi þess að ganga í gegnum myrk tímabil og taka utan um myrkrið. Það er nauðsynlegt að fara inn í myrkrið til að verða heill aftur.“ Sýningar verða aðeins fjórar. Frumsýning er fjórtánda mars. Einungis sjö komast á hverja sýningu. Miðaverð er 8.000 krónur. Miðapantanir berist á tölvupóstfangið: djofulgangur@gmail.com. Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Djöfulgangur er sex klukkutíma óvissuferð út í auðn og myrkur á Suðurnesjum,“ segir Eva Rún Snorradóttir hjá Kviss Búmm Bang, sem frumsýnir nýtt leikverk í mars sem nefnist Djöfulgangur. „Eins og svo oft hjá okkur í Kviss Búmm Bang spillir það fyrir að segja frá því sem gerist á leiðinni. Ég get þó sagt að við sækjum innblástur í gamla helgisiði frá tímum mæðraveldis og í fræði Carls Jung um skuggann,“ segir Eva Rún. Ferðalagið hefst á BSÍ og því lýkur einnig á BSÍ, þaðan sem ekið verður með rútu á Suðurnes. „Gestir fá handrit hjá okkur til að fylgja, og viðeigandi klæði og vasaljós. Og svo verður fararstjóri. Matur er innifalinn í ferðalaginu,“ segir Eva Rún. „Ætli áhorfendur þurfi ekki að vera með ansi opið hjarta til að mæta á sex klukkutíma leiksýningu?“ segir Eva Rún. „Ég vil samt taka fram að þetta fer ekki allt fram utandyra, og áhorfendur þurfa ekkert að leika. Þeir þurfa aftur á móti að vera opnir fyrir því að skoða eigið myrkur,“ segir Eva Rún. „Við hjá Kviss Búmm Bang höfum verið að rannsaka myrkrið, og hið bælda og þaggaða í okkur sjálfum. Djöfulgangur fjallar um myrkrið og mikilvægi þess að ganga í gegnum myrk tímabil og taka utan um myrkrið. Það er nauðsynlegt að fara inn í myrkrið til að verða heill aftur.“ Sýningar verða aðeins fjórar. Frumsýning er fjórtánda mars. Einungis sjö komast á hverja sýningu. Miðaverð er 8.000 krónur. Miðapantanir berist á tölvupóstfangið: djofulgangur@gmail.com.
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira