Flóknara en algebra Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 13. febrúar 2014 06:00 „Þetta er engin algebra, öll erum við eins,“ syngur Pollapönk í frábæru Eurovision-lagi sínu (það besta í keppninni að mínu mati). En ég er ekki sammála textabrotinu hér að ofan. Fordómar eru að vísu alls engin algebra, enda er algebra lokað og fastmótað heildarkerfi sem gengur upp í sjálfu sér – fordómar eru miklu flóknari en algebra! Af hverju? Jú – öfugt við það sem segir í textanum þá erum við alls ekki öll eins. Éger ekki að reyna að vera með stæla. Ég skil vel merkinguna að baki orðunum. Innst inni eigum við öll eitthvað sameiginlegt sem á að koma í veg fyrir sjálfselsku og fordóma. Við getum kallað það „mennsku“ eða „samvisku“ og við eigum að rækta þetta í okkur sjálfum. En að halda því fram að það sé auðveldara viðfangsefni en að reikna algebru. Það er ekki rétt. Algebru er hægt að mastera. Það þurfa flestir að gera 16-17 ára gamlir þó fæstir hafi kannski áhuga á því. En að glíma við spurninguna um hver sé samnefnari göfuglyndis í mannskepnunni? Það er ekki hægt að mastera það þó skáldin hafi reynt öldum saman. Ogþví fer fjarri að það þurfi aðeins einlægni til að koma auga á hið mannlega og að fordómar fyrirfinnist ekki í hjarta barnsins heldur séu síðari tíma innræting. Ég vildi að það væri þannig, en ef maður eyðir tíma með börnum sér maður að þau miða heiminn að mestu út frá sjálfum sér; börn eru ekki umburðarlyndari en fullorðnir. Éger sammála því að við eigum að fókusa á það sem sameinar okkur fremur en sundrar. En gætum okkar. Fordómar kvikna þegar ætlast er til að allir séu eins. Við erum ekki öll eins. Sem dæmi má nefna að fólk hefur mismunandi hugmyndir um hvað teljist fordómafullt. Sumum er drullusama um allt, aðrir móðgast alltaf (ef ekki vegna sjálfs sín, þá fyrir hönd annarra). „Burtu með fordóma.“ Ekki spurning. En byrjum á að viðurkenna að það er miklu flóknara viðfangsefni en algebra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun
„Þetta er engin algebra, öll erum við eins,“ syngur Pollapönk í frábæru Eurovision-lagi sínu (það besta í keppninni að mínu mati). En ég er ekki sammála textabrotinu hér að ofan. Fordómar eru að vísu alls engin algebra, enda er algebra lokað og fastmótað heildarkerfi sem gengur upp í sjálfu sér – fordómar eru miklu flóknari en algebra! Af hverju? Jú – öfugt við það sem segir í textanum þá erum við alls ekki öll eins. Éger ekki að reyna að vera með stæla. Ég skil vel merkinguna að baki orðunum. Innst inni eigum við öll eitthvað sameiginlegt sem á að koma í veg fyrir sjálfselsku og fordóma. Við getum kallað það „mennsku“ eða „samvisku“ og við eigum að rækta þetta í okkur sjálfum. En að halda því fram að það sé auðveldara viðfangsefni en að reikna algebru. Það er ekki rétt. Algebru er hægt að mastera. Það þurfa flestir að gera 16-17 ára gamlir þó fæstir hafi kannski áhuga á því. En að glíma við spurninguna um hver sé samnefnari göfuglyndis í mannskepnunni? Það er ekki hægt að mastera það þó skáldin hafi reynt öldum saman. Ogþví fer fjarri að það þurfi aðeins einlægni til að koma auga á hið mannlega og að fordómar fyrirfinnist ekki í hjarta barnsins heldur séu síðari tíma innræting. Ég vildi að það væri þannig, en ef maður eyðir tíma með börnum sér maður að þau miða heiminn að mestu út frá sjálfum sér; börn eru ekki umburðarlyndari en fullorðnir. Éger sammála því að við eigum að fókusa á það sem sameinar okkur fremur en sundrar. En gætum okkar. Fordómar kvikna þegar ætlast er til að allir séu eins. Við erum ekki öll eins. Sem dæmi má nefna að fólk hefur mismunandi hugmyndir um hvað teljist fordómafullt. Sumum er drullusama um allt, aðrir móðgast alltaf (ef ekki vegna sjálfs sín, þá fyrir hönd annarra). „Burtu með fordóma.“ Ekki spurning. En byrjum á að viðurkenna að það er miklu flóknara viðfangsefni en algebra.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun