Fléttuböndin renna út eins og heitar lummur Marín Manda skrifar 7. febrúar 2014 14:30 Hulda Dögg Atladóttir hönnuður Um síðustu helgi mátti sjá Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur skarta fallegu fléttuðu hárbandi þegar hún var kynnir á Söngvakeppni RÚV. Einnig báru þær Gréta Mjöll Samúelsdóttir, Ásta Björg Björgvinsdóttir og Bergrún Íris Sævarsdóttir fléttubönd um kvöldið en þær eru konurnar á bakvið lagið Eftir eitt lag. „Það eru allir svo sætir með þetta að ég er rosalega glöð að sjá fólk með böndin,“ segir Hulda Dögg Atladóttir sem hannar fléttuböndin vinsælu ásamt Lindu Ósk Guðmundsdóttur. Þær reka verslunina Leynibúðina á Laugavegi og hanna föt og fylgihluti undir merkinu Deathflower. Þegar talið berst að nafninu svarar Hulda Dögg: „Við vorum með sitthvort merkið áður en við fórum í samstarf en skeyttum saman áherslur okkar. Linda Ósk var mikið að vinna með svarta liti og var á kafi í hauskúpum á meðan ég var upptekin af litum og blómum.“ Fléttuböndin eru gerð úr kjólavelúr. Þau eru teygjanleg og fást í fjölmörgum litum í Leynibúðinni en einnig í versluninni Kistu á Akureyri, Fantom í Hafnarfirði, Tivo á Selfossi og Kaupmanninum á Ísafirði.Fléttuböndin vöktu athygli um síðustu helgi þegar Ragnhildur Steinunn kynnir Söngvakeppninnar á RÚV bar slíkt á skjánum.Fléttuböndin koma í mörgum spennandi litasamsetningum. Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Um síðustu helgi mátti sjá Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur skarta fallegu fléttuðu hárbandi þegar hún var kynnir á Söngvakeppni RÚV. Einnig báru þær Gréta Mjöll Samúelsdóttir, Ásta Björg Björgvinsdóttir og Bergrún Íris Sævarsdóttir fléttubönd um kvöldið en þær eru konurnar á bakvið lagið Eftir eitt lag. „Það eru allir svo sætir með þetta að ég er rosalega glöð að sjá fólk með böndin,“ segir Hulda Dögg Atladóttir sem hannar fléttuböndin vinsælu ásamt Lindu Ósk Guðmundsdóttur. Þær reka verslunina Leynibúðina á Laugavegi og hanna föt og fylgihluti undir merkinu Deathflower. Þegar talið berst að nafninu svarar Hulda Dögg: „Við vorum með sitthvort merkið áður en við fórum í samstarf en skeyttum saman áherslur okkar. Linda Ósk var mikið að vinna með svarta liti og var á kafi í hauskúpum á meðan ég var upptekin af litum og blómum.“ Fléttuböndin eru gerð úr kjólavelúr. Þau eru teygjanleg og fást í fjölmörgum litum í Leynibúðinni en einnig í versluninni Kistu á Akureyri, Fantom í Hafnarfirði, Tivo á Selfossi og Kaupmanninum á Ísafirði.Fléttuböndin vöktu athygli um síðustu helgi þegar Ragnhildur Steinunn kynnir Söngvakeppninnar á RÚV bar slíkt á skjánum.Fléttuböndin koma í mörgum spennandi litasamsetningum.
Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira