Samfylkingin endurheimti fylgi ungs fólks Magnús Már Guðmundsson skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Samfylkingin þarf að hugsa stórt í komandi kosningabaráttu. Ég trúi því að Samfylkingin geti endurheimt fylgi ungra kjósenda, með því að leggja fram heildstæðar lausnir svo sem í dagvistunarmálum, húsnæðismálum og jafnréttismálum í kosningabaráttunni. Þessi mál ríma vel við grunnstef félagshyggjunnar og ég vil beita mér fyrir því að klassísk gildi jafnaðarmanna verði leiðarljósið í kosningabaráttu Samfylkingarinnar í vor.Mikilvægi ungliðahreyfingarinnar Sem formaður Ungra jafnaðarmanna árið 2006-2007 og einnig framkvæmdastjóri Ungra jafnaðarmanna árið 2004 og 2006 tók ég þátt í því ásamt félögum mínum í ungliðahreyfingunni að stýra kosningabaráttu flokksins um málefni ungs fólks. Samfylkingin náði frábærum árangi á þessum árum, en flokkurinn naut mests eða næstmests fylgis meðal fólks á aldrinum 18-40 ára í kosningunum 2003 og 2007. Ungliðar í Ungum jafnaðarmönnum eru auðvitað meðvitaðir um það hvaða mál eru ungu fólk ofarlega í huga. Nú eru það húsnæðismálin, og ekki síst staðan á leigumarkaði, sem ungt fólk er með hugann við. Ungar fjölskyldur setja leikskólamálin ofarlega á blað yfir brýnustu hagsmunamál og allt félagshyggjufólk vill að kynin séu metin að verðleikum en svo er ekki í dag eins og endurteknar rannsóknir á kynbundnum launamun sýna okkur. En stjórnmál og kosningabarátta eiga að vera skemmtileg og laða til sín fólk. Við þurfum að hafa burði til þess að kynna stefnumál, hugsjónir og frambjóðendur okkar á skemmtilegan hátt. Samfylkingin tók að sér gríðarlega erfitt verk á landsvísu eftir hrun og við því mátti búast að það þunga og erfiða verkefni myndi bitna á fylgi flokksins. Nú er hins vegar að mínu viti tímabært að sækja fram, full sjálfsöryggis og full bjartsýni.Baráttan í vor verði skemmtileg Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar í Reykjavík búa yfir mikilli reynslu sem er gríðarlega þýðingarmikið. Jafnframt er mikilvægt að ný sjónarmið heyrist í bland við reynslumeiri og að framboðslisti okkar hafi breiða skírskotun og höfði til borgarbúa af báðum kynjum, á ólíkum aldri, í mismunandi hverfum, með ólíkan bakgrunn og svo framvegis. Ég hef töluverða reynslu af því að starfa innan Samfylkingarinnar, m.a. sem formaður Ungra jafnaðarmanna og ritari framkvæmdastjórnar flokksins, en hef síðustu árin einbeitt mér að starfi mínu sem kennari og þar áður við blaðamennsku og finn nú löngun til þess að leggja mitt af mörkum í kosningabaráttunni í vor. Þess vegna býð ég fram krafta mína og gef kost á mér í 4.-5. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 7.-8. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Samfylkingin þarf að hugsa stórt í komandi kosningabaráttu. Ég trúi því að Samfylkingin geti endurheimt fylgi ungra kjósenda, með því að leggja fram heildstæðar lausnir svo sem í dagvistunarmálum, húsnæðismálum og jafnréttismálum í kosningabaráttunni. Þessi mál ríma vel við grunnstef félagshyggjunnar og ég vil beita mér fyrir því að klassísk gildi jafnaðarmanna verði leiðarljósið í kosningabaráttu Samfylkingarinnar í vor.Mikilvægi ungliðahreyfingarinnar Sem formaður Ungra jafnaðarmanna árið 2006-2007 og einnig framkvæmdastjóri Ungra jafnaðarmanna árið 2004 og 2006 tók ég þátt í því ásamt félögum mínum í ungliðahreyfingunni að stýra kosningabaráttu flokksins um málefni ungs fólks. Samfylkingin náði frábærum árangi á þessum árum, en flokkurinn naut mests eða næstmests fylgis meðal fólks á aldrinum 18-40 ára í kosningunum 2003 og 2007. Ungliðar í Ungum jafnaðarmönnum eru auðvitað meðvitaðir um það hvaða mál eru ungu fólk ofarlega í huga. Nú eru það húsnæðismálin, og ekki síst staðan á leigumarkaði, sem ungt fólk er með hugann við. Ungar fjölskyldur setja leikskólamálin ofarlega á blað yfir brýnustu hagsmunamál og allt félagshyggjufólk vill að kynin séu metin að verðleikum en svo er ekki í dag eins og endurteknar rannsóknir á kynbundnum launamun sýna okkur. En stjórnmál og kosningabarátta eiga að vera skemmtileg og laða til sín fólk. Við þurfum að hafa burði til þess að kynna stefnumál, hugsjónir og frambjóðendur okkar á skemmtilegan hátt. Samfylkingin tók að sér gríðarlega erfitt verk á landsvísu eftir hrun og við því mátti búast að það þunga og erfiða verkefni myndi bitna á fylgi flokksins. Nú er hins vegar að mínu viti tímabært að sækja fram, full sjálfsöryggis og full bjartsýni.Baráttan í vor verði skemmtileg Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar í Reykjavík búa yfir mikilli reynslu sem er gríðarlega þýðingarmikið. Jafnframt er mikilvægt að ný sjónarmið heyrist í bland við reynslumeiri og að framboðslisti okkar hafi breiða skírskotun og höfði til borgarbúa af báðum kynjum, á ólíkum aldri, í mismunandi hverfum, með ólíkan bakgrunn og svo framvegis. Ég hef töluverða reynslu af því að starfa innan Samfylkingarinnar, m.a. sem formaður Ungra jafnaðarmanna og ritari framkvæmdastjórnar flokksins, en hef síðustu árin einbeitt mér að starfi mínu sem kennari og þar áður við blaðamennsku og finn nú löngun til þess að leggja mitt af mörkum í kosningabaráttunni í vor. Þess vegna býð ég fram krafta mína og gef kost á mér í 4.-5. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 7.-8. febrúar.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar