Ekkert venjulegt ball Jónas Sen skrifar 5. febrúar 2014 10:00 Hópurinn Tónlist/dans: Scape of Grace eftir Hallvarð Ásgeirsson og Sögu Sigurðardóttur Myrkir músíkdagar í Norðurljósum Hörpu laugardaginn 1. febrúar Í Norðurljósum Hörpu seint á laugardagskvöldið var búið að dreifa nokkrum hátölurum um salinn. Þegar ég gekk þar inn tók á móti mér lágvær niður. Niðurinn var dálítið ógnandi, svona eins og djúpir, liggjandi tónar eru yfirleitt. Þegar bassatónarnir byrja í kvikmyndunum er eitthvað ferlegt á seyði. Það var þó ekkert ferlegt við uppstillinguna. Hátalararnir voru sakleysislegir. Enginn var á sviðinu, nema tónskáldið Hallvarður Ásgeirsson. Hann sat fyrir framan tölvu og var góðlegur á svipinn. Góð stemning var líka í salnum. Áheyrendur voru brosmildir, fullir eftirvæntingar. Hallvarður vakti athygli mína á hinni svokölluðu Sláturtíð í haust. Á tónleikunum sem ég sótti átti hann eina verkið sem var virkilega bitastætt. Það einkenndist af fallegri, ljóðrænni stemningu og lokkandi undiröldu. Hallvarður hefur auðheyrilega eitthvað að segja með list sinni. Von bráðar gekk hópur dansara inn á sviðið. Þetta voru þau Saga Sigurðardóttir, Katrín Gunnarsdóttir, Kristinn Guðmundsson, Sigurður Arent Jónsson og Védís Kjartansdóttir. Dansararnir tóku sér stöðu, og svo byrjaði ballið. Ball er reyndar ekki rétta orðið. Dansinn var ekki af hefðbundnu gerðinni, ekki þessari sem fólk á að venjast úr sjónvarpsþáttum á borð við Dans dans dans. Raftónlistin var líka óvanaleg. Hún samanstóð lengi vel af sömu tónunum. Samt tók hún sífelldum breytingum, því dansararnir voru alltaf að eiga við hátalarana. Tónlist er yfirleitt í einhvers konar þrívídd – hljóðfæraleikarar eru jú á mismunandi stöðum á sviðinu á venjulegum tónleikum, og það heyrist. En hér var stöðugt verið að undirstrika þrívíddina með ýmiss konar tilfærslum. Hátalararnir voru færðir til af dönsurunum og það breytti hljómnum hvað eftir annað. Of langt mál væri að tíunda allt sem bar fyrir augu og eyru. Það væri heldur ekki hægt. Í flestum tilfellum er dans og tónlist um eitthvað sem ekki er mögulegt að koma orðum að. En heildarsvipurinn var stórkostlegur. Tónlistin var seiðandi og áferðarfalleg; dansinn var merkingarþrunginn og fullkomlega samhæfður. Þetta tvennt rann saman svo úr varð gjörningur sem var hugvíkkandi. Alltaf var eitthvað að gerast sem var áhugavert og spennandi, bæði að sjá og heyra. Hvergi var dauður punktur. Þetta var mögnuð upplifun.Niðurstaða: Sérlega falleg sýning með seiðandi tónlist. Gagnrýni Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónlist/dans: Scape of Grace eftir Hallvarð Ásgeirsson og Sögu Sigurðardóttur Myrkir músíkdagar í Norðurljósum Hörpu laugardaginn 1. febrúar Í Norðurljósum Hörpu seint á laugardagskvöldið var búið að dreifa nokkrum hátölurum um salinn. Þegar ég gekk þar inn tók á móti mér lágvær niður. Niðurinn var dálítið ógnandi, svona eins og djúpir, liggjandi tónar eru yfirleitt. Þegar bassatónarnir byrja í kvikmyndunum er eitthvað ferlegt á seyði. Það var þó ekkert ferlegt við uppstillinguna. Hátalararnir voru sakleysislegir. Enginn var á sviðinu, nema tónskáldið Hallvarður Ásgeirsson. Hann sat fyrir framan tölvu og var góðlegur á svipinn. Góð stemning var líka í salnum. Áheyrendur voru brosmildir, fullir eftirvæntingar. Hallvarður vakti athygli mína á hinni svokölluðu Sláturtíð í haust. Á tónleikunum sem ég sótti átti hann eina verkið sem var virkilega bitastætt. Það einkenndist af fallegri, ljóðrænni stemningu og lokkandi undiröldu. Hallvarður hefur auðheyrilega eitthvað að segja með list sinni. Von bráðar gekk hópur dansara inn á sviðið. Þetta voru þau Saga Sigurðardóttir, Katrín Gunnarsdóttir, Kristinn Guðmundsson, Sigurður Arent Jónsson og Védís Kjartansdóttir. Dansararnir tóku sér stöðu, og svo byrjaði ballið. Ball er reyndar ekki rétta orðið. Dansinn var ekki af hefðbundnu gerðinni, ekki þessari sem fólk á að venjast úr sjónvarpsþáttum á borð við Dans dans dans. Raftónlistin var líka óvanaleg. Hún samanstóð lengi vel af sömu tónunum. Samt tók hún sífelldum breytingum, því dansararnir voru alltaf að eiga við hátalarana. Tónlist er yfirleitt í einhvers konar þrívídd – hljóðfæraleikarar eru jú á mismunandi stöðum á sviðinu á venjulegum tónleikum, og það heyrist. En hér var stöðugt verið að undirstrika þrívíddina með ýmiss konar tilfærslum. Hátalararnir voru færðir til af dönsurunum og það breytti hljómnum hvað eftir annað. Of langt mál væri að tíunda allt sem bar fyrir augu og eyru. Það væri heldur ekki hægt. Í flestum tilfellum er dans og tónlist um eitthvað sem ekki er mögulegt að koma orðum að. En heildarsvipurinn var stórkostlegur. Tónlistin var seiðandi og áferðarfalleg; dansinn var merkingarþrunginn og fullkomlega samhæfður. Þetta tvennt rann saman svo úr varð gjörningur sem var hugvíkkandi. Alltaf var eitthvað að gerast sem var áhugavert og spennandi, bæði að sjá og heyra. Hvergi var dauður punktur. Þetta var mögnuð upplifun.Niðurstaða: Sérlega falleg sýning með seiðandi tónlist.
Gagnrýni Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira