Tugir á slysadeild á dag vegna hálkuslysa Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 30. janúar 2014 07:45 Erfitt getur verið að fóta sig á svellinu sem er víða á gangstéttum og götum. fréttablaðið/gva Gríðarlegt annríki hefur verið á slysadeild, röntgendeild og bæklunarskurðdeildum Landspítalans í Fossvogi vegna hálkuslysa að undanförnu. Nokkrir tugir einstaklinga hafa leitað þangað flesta daga síðastliðnar vikur eftir að hafa misst fótanna og skollið á svellbunka á götum og gangstéttum á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Bryndísar Guðjónsdóttur, deildarstjóra á bráða- og göngudeild. „Á þriðjudaginn voru tíu manns lagðir inn til aðgerðar vegna ýmissa áverka af völdum hálkuslysa. Átta sem þurftu að fara í aðgerð voru sendir heim en áttu að koma í aðgerð í dag [gær]. Þetta voru til dæmis meiðsl á ökklum, hnjám, öxlum og annars staðar. Það er því mikið að gera á bæklunarskurðdeildum.“ Bryndís segir þá sem detta á öllum aldri og af báðum kynjum. „Þetta eru börn, fólk á miðjum aldri og aldraðir. Margir skella á höfuðið þegar þeir missa fótanna. Meiðsl á höfði og útlimabrot eru algengustu áverkarnir. Það þarf að sauma skurði og gifsa útlimi.“ Slysadeildin hefur ekki orðið uppiskroppa með gifs þótt beinbrotin hafi verið mörg. „Við eigum alltaf nægar birgðir,“ segir deildarstjórinn.Bryndís Guðjónsdóttir, deildarstjóri á bráða- og göngudeild Landspítalans í Fossvogi, segir marga skella á höfuðið þegar þeir missa fótanna í hálkunni. Höfuðmeiðsl og útlimabrot eru algengustu áverkarnir.Fréttablaðið/PjeturBiðtíminn getur orðið töluverður þegar svona margir leita aðstoðar. „Allir sem koma á bráðamóttöku eru forflokkaðir eftir alvarleika áverka eða veikinda þannig að þeir fara í forgang sem eru alvarlega slasaðir, með augljós brot, slæma verki og mest veikir. Það getur verið erfitt að áætla biðtíma en lengst hefur biðin verið fjórar til fimm klukkustundir.“ Bryndís leggur áherslu á að mikilvægt sé að huga að hálkuvörnum. „Á meðan það heldur áfram að rigna og frysta til skiptis sér ekki fyrir endann á þessu. Fólk þarf að huga vel að öllum hálkuvörnum. Gæta þarf þess að vera í réttum skófatnaði og með mannbrodda. Það má ekki gleyma hálkuvörnum barna. Nokkuð hefur borið á því að börn hafa verið að koma eftir fall á leiksvæðum við skóla, leikskóla og öðrum leiksvæðum. Það þarf að salta og sanda vel þessi svæði sem og heimreiðar.“ Að sögn Bryndísar hefur einnig verið töluvert um komur á bráðamóttöku síðastliðnar vikur vegna útafaksturs og umferðaróhappa vegna hálku á vegum. Veður Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Gríðarlegt annríki hefur verið á slysadeild, röntgendeild og bæklunarskurðdeildum Landspítalans í Fossvogi vegna hálkuslysa að undanförnu. Nokkrir tugir einstaklinga hafa leitað þangað flesta daga síðastliðnar vikur eftir að hafa misst fótanna og skollið á svellbunka á götum og gangstéttum á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Bryndísar Guðjónsdóttur, deildarstjóra á bráða- og göngudeild. „Á þriðjudaginn voru tíu manns lagðir inn til aðgerðar vegna ýmissa áverka af völdum hálkuslysa. Átta sem þurftu að fara í aðgerð voru sendir heim en áttu að koma í aðgerð í dag [gær]. Þetta voru til dæmis meiðsl á ökklum, hnjám, öxlum og annars staðar. Það er því mikið að gera á bæklunarskurðdeildum.“ Bryndís segir þá sem detta á öllum aldri og af báðum kynjum. „Þetta eru börn, fólk á miðjum aldri og aldraðir. Margir skella á höfuðið þegar þeir missa fótanna. Meiðsl á höfði og útlimabrot eru algengustu áverkarnir. Það þarf að sauma skurði og gifsa útlimi.“ Slysadeildin hefur ekki orðið uppiskroppa með gifs þótt beinbrotin hafi verið mörg. „Við eigum alltaf nægar birgðir,“ segir deildarstjórinn.Bryndís Guðjónsdóttir, deildarstjóri á bráða- og göngudeild Landspítalans í Fossvogi, segir marga skella á höfuðið þegar þeir missa fótanna í hálkunni. Höfuðmeiðsl og útlimabrot eru algengustu áverkarnir.Fréttablaðið/PjeturBiðtíminn getur orðið töluverður þegar svona margir leita aðstoðar. „Allir sem koma á bráðamóttöku eru forflokkaðir eftir alvarleika áverka eða veikinda þannig að þeir fara í forgang sem eru alvarlega slasaðir, með augljós brot, slæma verki og mest veikir. Það getur verið erfitt að áætla biðtíma en lengst hefur biðin verið fjórar til fimm klukkustundir.“ Bryndís leggur áherslu á að mikilvægt sé að huga að hálkuvörnum. „Á meðan það heldur áfram að rigna og frysta til skiptis sér ekki fyrir endann á þessu. Fólk þarf að huga vel að öllum hálkuvörnum. Gæta þarf þess að vera í réttum skófatnaði og með mannbrodda. Það má ekki gleyma hálkuvörnum barna. Nokkuð hefur borið á því að börn hafa verið að koma eftir fall á leiksvæðum við skóla, leikskóla og öðrum leiksvæðum. Það þarf að salta og sanda vel þessi svæði sem og heimreiðar.“ Að sögn Bryndísar hefur einnig verið töluvert um komur á bráðamóttöku síðastliðnar vikur vegna útafaksturs og umferðaróhappa vegna hálku á vegum.
Veður Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira