Metverð fékkst fyrir viskíflösku á uppboði Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. janúar 2014 07:00 Þótt þessi flaska hafi verið slegin fyrir metverð er verðið bara tíundipartur af hæsta verði sem greitt hefur verið fyrir viskíflösku. Nordicphotos/AFP Dýrasta viskíflaska sem slegin hefur verið á uppboði var seld hjá Sotheby‘s í Hong Kong fyrir helgi. Um er að ræða sex lítra kristalsflösku af skoska einmöltungsvískíinu Macallan „M“ Decanter Imperiale. Flaskan var seld fyrir 4,9 milljónir Hong Kong dollara (HKD) eða sem svarar rúmlega 72,8 milljónum króna. Í umfjöllun danska viðskiptaritsins Børsen er verðið sagt endurspegla mjög mikla eftirspurn í Asíu eftir mjög góðum viskíum, en þar eru veigarnar í flokki með fjárfestingarkostum á borð við rándýr vín og fasteignir. „Þegar fjárfest er í viskíi snúast viðskiptin um gæði og fágæti varningsins. Í þessu tilviki Macallan er um að ræða sérhannaða flösku frá franska glerframleiðandanum Lalique og það ýtir undir betra verð,“ er haft eftir Robert Sleigh, yfirmanni vínsöludeildar Sotheby‘s í Hong Kong. Fyrra uppboðsmet fyrir viskíflösku hljóðaði upp á sem svarar rúmum 53,3 milljónum króna, en það var einnig fyrir flösku frá Macallan. Børsen bendir á að þó að um háar upphæðir sé að ræða þá sé þarna langt því frá hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir viskíflösku. Bent er á að viskíið Isabella's Islay í sérhannaðri kristalskaröflu settri hvítagulli auk 8.500 demanta og 300 rúbína hafi verið seld á 6,2 milljónir Bandaríkjadala, eða sem svarar rúmum 719 milljónum króna. Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Dýrasta viskíflaska sem slegin hefur verið á uppboði var seld hjá Sotheby‘s í Hong Kong fyrir helgi. Um er að ræða sex lítra kristalsflösku af skoska einmöltungsvískíinu Macallan „M“ Decanter Imperiale. Flaskan var seld fyrir 4,9 milljónir Hong Kong dollara (HKD) eða sem svarar rúmlega 72,8 milljónum króna. Í umfjöllun danska viðskiptaritsins Børsen er verðið sagt endurspegla mjög mikla eftirspurn í Asíu eftir mjög góðum viskíum, en þar eru veigarnar í flokki með fjárfestingarkostum á borð við rándýr vín og fasteignir. „Þegar fjárfest er í viskíi snúast viðskiptin um gæði og fágæti varningsins. Í þessu tilviki Macallan er um að ræða sérhannaða flösku frá franska glerframleiðandanum Lalique og það ýtir undir betra verð,“ er haft eftir Robert Sleigh, yfirmanni vínsöludeildar Sotheby‘s í Hong Kong. Fyrra uppboðsmet fyrir viskíflösku hljóðaði upp á sem svarar rúmum 53,3 milljónum króna, en það var einnig fyrir flösku frá Macallan. Børsen bendir á að þó að um háar upphæðir sé að ræða þá sé þarna langt því frá hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir viskíflösku. Bent er á að viskíið Isabella's Islay í sérhannaðri kristalskaröflu settri hvítagulli auk 8.500 demanta og 300 rúbína hafi verið seld á 6,2 milljónir Bandaríkjadala, eða sem svarar rúmum 719 milljónum króna.
Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira